Sjálflærð á hljóðfæri 16. nóvember 2012 00:01 Þau Bjartey, Guðný og Smári sem skipa þjóðlagasveitina Ylju eru hvergi bangin við jólaplötuflóðið en fyrsta plata sveitarinnar kemur út í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFAN Þjóðlagasveitin Ylja hefur vakið verðskuldaða athygli undanfarið en þau Guðný, Bjartey og Smári gefa út sína fyrstu plötu í dag. "Persónulega hefur mér aldrei farið jafn hratt fram á gítar og eftir að ég byrjaði í Ylju enda eru stelpurnar snillingar á gítar og ég læri mikið af þeim," segir Smári Tarfur Jósepsson sem ásamt þeim Guðnýju Gígju Skjaldardóttur og Bjarteyju Sveinsdóttur er í þjóðlagasveitinni Ylju. Sveitin gefur út sína fyrstu plötu í dag en hún hefur vakið athygli fyrir sérstakan og skemmtilegan stíl. Ylja var stofnuð af Guðnýju og Bjarteyju fyrir Söngvakeppni Flensborgarskólans árið 2008 en í fyrra bættist Smári Tarfur í hópinn og spilar á svokallaðan "slide-gítar". "Ekkert okkar hefur lært á hljóðfæri og höfum við í raun fikrað okkur áfram sjálf frá fyrsta degi og notið stuðnings hvert frá öðru," segir Bjartey. Meðlimir sveitarinnar eiga fleira sameiginlegt en tónlistina. Þau vinna öll hvert á sínum leikskólanum í Vesturbænum og nýta allar frístundir sínar í hljómsveitina. Upptökur á plötunni, sem ber einfaldlega heitið Ylja, hófust í fyrrahaust en átta af tíu lögum plötunnar voru tekin upp í september. "Eftir smá þreifingar ákváðum við að taka upp plötuna öll saman enda fannst okkur viss tengsl á milli meðlima tapast ef við færum að taka upp hvert í sínu lagi. Við teljum það gefa plötunni mjög sterkan lifandi blæ," segir Guðný Gígja en þær Bjartey semja öll lögin á plötunni fyrir utan eitt sem er samið af Smára. Lag sveitarinnar, Út, hefur verið sérstaklega vinsælt undanfarið og fengið mikla útvarpsspilun. Vinsældir lagsins komu hljómsveitarmeðlimum skemmtilega á óvart. "Okkur grunaði þó að þetta lag væri grípandi enda hefur það vakið töluverða lukku á tónleikum. Persónulega hefur mér alltaf þótt þetta vel samið lag hjá stelpunum og ég er ekki frá því að sólóið sé mitt best heppnaða gítarsóló frá upphafi," segir Smári og fullyrðir að þau séu hvergi smeyk við að demba sér í jólaplötuflóðið í ár. "Aðalatriðið er að við séum sátt við útkomuna og svo er allt hitt bara bónus." Föstudagur 16. nóv: Stykkishólmur-StykkishólmskirkjaLaugardagur 17. nóv: Patreksfjörður-SjóræningjahúsiðFöstudagur 30. nóv: Hvammstangi-KirkjanLaugardagur 1. des: Akureyri-Hlaðan, Litla-Garði ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Í REYKJAVÍKFimmtudagur 6. des.: Kex Hostel Tónlist Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þjóðlagasveitin Ylja hefur vakið verðskuldaða athygli undanfarið en þau Guðný, Bjartey og Smári gefa út sína fyrstu plötu í dag. "Persónulega hefur mér aldrei farið jafn hratt fram á gítar og eftir að ég byrjaði í Ylju enda eru stelpurnar snillingar á gítar og ég læri mikið af þeim," segir Smári Tarfur Jósepsson sem ásamt þeim Guðnýju Gígju Skjaldardóttur og Bjarteyju Sveinsdóttur er í þjóðlagasveitinni Ylju. Sveitin gefur út sína fyrstu plötu í dag en hún hefur vakið athygli fyrir sérstakan og skemmtilegan stíl. Ylja var stofnuð af Guðnýju og Bjarteyju fyrir Söngvakeppni Flensborgarskólans árið 2008 en í fyrra bættist Smári Tarfur í hópinn og spilar á svokallaðan "slide-gítar". "Ekkert okkar hefur lært á hljóðfæri og höfum við í raun fikrað okkur áfram sjálf frá fyrsta degi og notið stuðnings hvert frá öðru," segir Bjartey. Meðlimir sveitarinnar eiga fleira sameiginlegt en tónlistina. Þau vinna öll hvert á sínum leikskólanum í Vesturbænum og nýta allar frístundir sínar í hljómsveitina. Upptökur á plötunni, sem ber einfaldlega heitið Ylja, hófust í fyrrahaust en átta af tíu lögum plötunnar voru tekin upp í september. "Eftir smá þreifingar ákváðum við að taka upp plötuna öll saman enda fannst okkur viss tengsl á milli meðlima tapast ef við færum að taka upp hvert í sínu lagi. Við teljum það gefa plötunni mjög sterkan lifandi blæ," segir Guðný Gígja en þær Bjartey semja öll lögin á plötunni fyrir utan eitt sem er samið af Smára. Lag sveitarinnar, Út, hefur verið sérstaklega vinsælt undanfarið og fengið mikla útvarpsspilun. Vinsældir lagsins komu hljómsveitarmeðlimum skemmtilega á óvart. "Okkur grunaði þó að þetta lag væri grípandi enda hefur það vakið töluverða lukku á tónleikum. Persónulega hefur mér alltaf þótt þetta vel samið lag hjá stelpunum og ég er ekki frá því að sólóið sé mitt best heppnaða gítarsóló frá upphafi," segir Smári og fullyrðir að þau séu hvergi smeyk við að demba sér í jólaplötuflóðið í ár. "Aðalatriðið er að við séum sátt við útkomuna og svo er allt hitt bara bónus." Föstudagur 16. nóv: Stykkishólmur-StykkishólmskirkjaLaugardagur 17. nóv: Patreksfjörður-SjóræningjahúsiðFöstudagur 30. nóv: Hvammstangi-KirkjanLaugardagur 1. des: Akureyri-Hlaðan, Litla-Garði ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Í REYKJAVÍKFimmtudagur 6. des.: Kex Hostel
Tónlist Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira