Orðar bann á almenn lán hjá lífeyrissjóðum kóp skrifar 20. nóvember 2012 06:00 Björn Valur Gíslason Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, segir að lífeyrissjóðir hafi ekki viljað taka þátt í því að bregðast við efnahagshruninu, hvorki með niðurfellingu skulda né fjárfestingum. Hann segir að þeir skáki í skjóli lánsveða sem séu trygg og vilji því lítið sem ekkert gera. Björn Valur segir að tímabært sé að íhuga breytingar á lögum um lífeyrissjóði, leysist ekki úr málunum. Ekki sé hægt að breyta lögum afturvirkt en huga þurfi að framtíðinni. „Við getum sagt við þá: nú eruð þið að lána einstaklingum til langs tíma, 20, 30, 40 ár. Það er langur tími, það er hálf mannsævi og það getur ýmislegt gerst, eins og dæmin sanna. Dæmin sanna líka að þið eruð ekki tilbúnir til að taka mikinn þátt í því ef eitthvað gerist." Björn Valur vill skoða tvennt. Íhuga þurfi hvort skuldbinda eigi lífeyrissjóðina til að leggja í varasjóð til að bregðast við áföllum. Flestir lánveitendur geri það, en ekki lífeyrissjóðirnir þar sem þeir láni fyrst og fremst út á veð hjá lántakendum. „Hitt væri kannski það sem er auðvitað róttækt að gera, en maður spyr sig í ljósi reynslunnar hvort það sé kannski nauðsynlegt, það er að segja að lífeyrissjóðunum verði hreinlega óheimilt að vera á lánamarkaði til einstaklinga." Séu lífeyrissjóðirnir ekki tilbúnir til þess að bera sömu samfélagslegu ábyrgð gagnvart lántakendum og krafa er gerð um til ríkisins og jafnvel bankanna verði að skoða þetta. „Ef þú vilt þetta ekki þá er bara spurning, ágæti lífeyrissjóður, hvort þú eigir ekki bara að taka þátt í skuldabréfakaupum og gjaldeyriskaupum og slíku, en ekki vera að offra sjóðfélögum með persónulegum lánveitingum." Björn segir að reynt hafi verið að fá lífeyrissjóðina til að taka þátt í ýmsum stórum fjárfestingum, en þeir einatt skorast undan. Þeir vilji hærri vexti en ríkið geti borgað eða sjálft fengið erlendis. Þannig haldi þeir uppi vaxtastigi. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að málefni lífeyrissjóðanna verði rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Raddir um einhvers konar lagasetningu séu orðnar háværari.- Fréttir Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Dónatal í desember Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Fleiri fréttir Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Sjá meira
Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, segir að lífeyrissjóðir hafi ekki viljað taka þátt í því að bregðast við efnahagshruninu, hvorki með niðurfellingu skulda né fjárfestingum. Hann segir að þeir skáki í skjóli lánsveða sem séu trygg og vilji því lítið sem ekkert gera. Björn Valur segir að tímabært sé að íhuga breytingar á lögum um lífeyrissjóði, leysist ekki úr málunum. Ekki sé hægt að breyta lögum afturvirkt en huga þurfi að framtíðinni. „Við getum sagt við þá: nú eruð þið að lána einstaklingum til langs tíma, 20, 30, 40 ár. Það er langur tími, það er hálf mannsævi og það getur ýmislegt gerst, eins og dæmin sanna. Dæmin sanna líka að þið eruð ekki tilbúnir til að taka mikinn þátt í því ef eitthvað gerist." Björn Valur vill skoða tvennt. Íhuga þurfi hvort skuldbinda eigi lífeyrissjóðina til að leggja í varasjóð til að bregðast við áföllum. Flestir lánveitendur geri það, en ekki lífeyrissjóðirnir þar sem þeir láni fyrst og fremst út á veð hjá lántakendum. „Hitt væri kannski það sem er auðvitað róttækt að gera, en maður spyr sig í ljósi reynslunnar hvort það sé kannski nauðsynlegt, það er að segja að lífeyrissjóðunum verði hreinlega óheimilt að vera á lánamarkaði til einstaklinga." Séu lífeyrissjóðirnir ekki tilbúnir til þess að bera sömu samfélagslegu ábyrgð gagnvart lántakendum og krafa er gerð um til ríkisins og jafnvel bankanna verði að skoða þetta. „Ef þú vilt þetta ekki þá er bara spurning, ágæti lífeyrissjóður, hvort þú eigir ekki bara að taka þátt í skuldabréfakaupum og gjaldeyriskaupum og slíku, en ekki vera að offra sjóðfélögum með persónulegum lánveitingum." Björn segir að reynt hafi verið að fá lífeyrissjóðina til að taka þátt í ýmsum stórum fjárfestingum, en þeir einatt skorast undan. Þeir vilji hærri vexti en ríkið geti borgað eða sjálft fengið erlendis. Þannig haldi þeir uppi vaxtastigi. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að málefni lífeyrissjóðanna verði rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Raddir um einhvers konar lagasetningu séu orðnar háværari.-
Fréttir Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Dónatal í desember Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Fleiri fréttir Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Sjá meira