Hjón í eina gröf eftir mistök í kirkjugarði gar@frettabladid.is skrifar 22. nóvember 2012 07:00 Hlið við hlið Móðir Gísla er grafin í duftkirkjugarðinum í Garðaholti og ætlar Gísli að hvíla að lokum við hlið hennar. Bróðir Gísla og mágkona verða síðan í einni gröf honum við hlið en ekki fyrir framan eins og Gísli segir að hafi verið frágengið fyrir níu árum. Fréttablaðið/Pjetur „Þetta er út í hött. Ástvinir vilja vera saman," segir Gísli Líndal í Holti í Garðabæ, sem telur að ókunnug kona hafi verið jarðsett í leiði sem frátekið var fyrir fjölskylduna í kirkjugarðinum í Garðaholti. Móðir Gísla lést árið 2003 og var þá jarðsett í duftreit í kirkjugarðinum við Garðakirkju. „Þegar mamma dó óskuðum við eftir að fá fjóra reiti og var þá sagt að það væri ekkert mál enda var hún aðeins þriðja manneskjan í nýjum reit. Við tókum margsinnis fram að það þyrfti að vera pláss fyrir framan og við hliðina á henni og þannig var þetta sett upp," útskýrir Gísli. Viðbótarstæðin þrjú segir Gísli hafa verið ætluð honum sjálfum, bróður hans og mágkonu. Fyrir nokkrum vikum tók hann eftir að jarðsett hefði verið í grafstæðinu beint fyrir framan móður hans. Hann hafi óskað eftir skýringum hjá stjórnendum kirkjugarðsins. „Þau sögðust ekki hafa funduð neina pappíra. Það er ósköp einfalt að skýla sér á bak við það," segir Gísli, sem kveður mistök hafa orðið og tengir þau við að nýtt fólk hafi tekið við stjórn kirkjugarðsins í sumar. Stefán Heimir Finnbogason staðfestir frásögn Gísla bróður síns. „Þegar mamma var sett niður var óskað eftir þremur aukastæðum og að við værum þarna fjögur í ferningi," segir Stefán, sem hefur rætt við stjórnendur kirkjugarðsins og fallist á að hann og eiginkona hans hvíli í einni gröf við hliðina á Gísla og móður þeirra bræðra. „Það er ekki hægt að breyta þessu og það skiptir engu máli fyrst þetta fór svona." Þórunn Björgvinsdóttir kirkjuhaldari segir það misskilning hjá þeim bræðrum að þrjú viðbótarleiði hafi verið frátekin í ferningi. Aðeins tvö leiði hafi verið tekin frá fyrir þá bræður. Þau séu bæði til hliðar við móður þeirra. „Þannig er teikningin af þessu. Það er búið að tala við bróður hans og hans konu. Frekar en að fara eitthvert annað ætla þau saman í eitt leiði og Gísli fær það sem hann bað um. Gísli hefur hugsað þetta öðruvísi í upphafi en ekki skilið hvernig var frá þessu gengið," segir kirkjuhaldarinn. Þótt Gísli sé óánægður hyggst hann halda sínu striki og leggjast til hvílu við hlið móður sinnar þegar sú stund rennur upp. „Ég fer á minn stað – ef það verður ekki búið að planta ofan í hann." Fréttir Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
„Þetta er út í hött. Ástvinir vilja vera saman," segir Gísli Líndal í Holti í Garðabæ, sem telur að ókunnug kona hafi verið jarðsett í leiði sem frátekið var fyrir fjölskylduna í kirkjugarðinum í Garðaholti. Móðir Gísla lést árið 2003 og var þá jarðsett í duftreit í kirkjugarðinum við Garðakirkju. „Þegar mamma dó óskuðum við eftir að fá fjóra reiti og var þá sagt að það væri ekkert mál enda var hún aðeins þriðja manneskjan í nýjum reit. Við tókum margsinnis fram að það þyrfti að vera pláss fyrir framan og við hliðina á henni og þannig var þetta sett upp," útskýrir Gísli. Viðbótarstæðin þrjú segir Gísli hafa verið ætluð honum sjálfum, bróður hans og mágkonu. Fyrir nokkrum vikum tók hann eftir að jarðsett hefði verið í grafstæðinu beint fyrir framan móður hans. Hann hafi óskað eftir skýringum hjá stjórnendum kirkjugarðsins. „Þau sögðust ekki hafa funduð neina pappíra. Það er ósköp einfalt að skýla sér á bak við það," segir Gísli, sem kveður mistök hafa orðið og tengir þau við að nýtt fólk hafi tekið við stjórn kirkjugarðsins í sumar. Stefán Heimir Finnbogason staðfestir frásögn Gísla bróður síns. „Þegar mamma var sett niður var óskað eftir þremur aukastæðum og að við værum þarna fjögur í ferningi," segir Stefán, sem hefur rætt við stjórnendur kirkjugarðsins og fallist á að hann og eiginkona hans hvíli í einni gröf við hliðina á Gísla og móður þeirra bræðra. „Það er ekki hægt að breyta þessu og það skiptir engu máli fyrst þetta fór svona." Þórunn Björgvinsdóttir kirkjuhaldari segir það misskilning hjá þeim bræðrum að þrjú viðbótarleiði hafi verið frátekin í ferningi. Aðeins tvö leiði hafi verið tekin frá fyrir þá bræður. Þau séu bæði til hliðar við móður þeirra. „Þannig er teikningin af þessu. Það er búið að tala við bróður hans og hans konu. Frekar en að fara eitthvert annað ætla þau saman í eitt leiði og Gísli fær það sem hann bað um. Gísli hefur hugsað þetta öðruvísi í upphafi en ekki skilið hvernig var frá þessu gengið," segir kirkjuhaldarinn. Þótt Gísli sé óánægður hyggst hann halda sínu striki og leggjast til hvílu við hlið móður sinnar þegar sú stund rennur upp. „Ég fer á minn stað – ef það verður ekki búið að planta ofan í hann."
Fréttir Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent