![](https://www.visir.is/i/11E9CE61C8052100F7906BF255ADBE4F290D8FE090C3CA984AD04FBD529F6D88_80x80.jpg)
Litla stúlkan með eldspýturnar?
Meðalhiti á jörðinni hefur hækkað um 0,7 gráður á Celsíus á undanförnum eitt hundrað árum og aldrei hraðar en undanfarna áratugi enda aukning gróðurhúsagasa hraðari en sést hefur í mæligögnum úr ískjörnum sem sýna þá sögu í 650 þúsund ár. Ísland hefur færst, hvað gróður og dýralíf varðar, um 800 km í suður.
Enginn vafi
Enginn vafi leikur lengur á meginorsökunum. Þær felast í síaukinni dreifingu gróðurhúsagasa, hömlulítilli gróðureyðingu og æ meiri rykmengun vegna athafna manna. Hiti hækkar í neðstu loftlögum en það kólnar í heiðhvolfinu. Talið er að efnahagskerfi heims geti þolað hitastigshækkun um allt að 2°C á næstu fjórum til sex áratugum og hækkun heimshafanna um allt að einn metra. Hvort tveggja kallar á gríðarleg fjárframlög og veldur flestöllum þjóðum miklu raski.
Í þessum mánuði kom út skýrsla Alþjóðabankans „Turn Down the Heat". Stofnunin er frekar þekkt fyrir íhaldssemi en andstæðu hennar í þjóðfélagsmálum. Í skýrslunni kemur fram svipuð afstaða og í skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar fyrir skömmu. Meðal annars er því haldið réttilega fram að ekki megi nýta nema þriðjung þekktra birgða kolefniseldsneytis í heiminum ef við ætlum að halda okkur innan 2° hækkunar ársmeðalhitans – nema þjóðunum takist að binda kolefni á heimsvísu með nýrri tækni og gróðurframförum. Næstum tveir þriðju hlutar birgðanna eru kol, 22% olía og 15% gas, aðallega í Bandaríkjunum, Mið-Austurlöndum, Kína og Rússlandi.
Oftrú á skyndigróða
Núna er ekkert samkomulag í sjónmáli um verulegar framfarir í að sporna við hlýnun andrúmsloftsins, þvert á móti. Nýjustu hugmyndir um að nýta flóknar og dýrar aðferðir við að ná upp olíu og gasi norðan heimskautsbaugs, á erfiðum slóðum, vekja svartsýni á vegferð næstu ára eða áratuga. Skammsýni og oftrú á skyndigróða sýnast ætla að ríkja yfir varkárni og skynsemi. Hvar er umhyggjan fyrir heimsbyggð morgundagsins?
Stjórnmál vega afar þungt í þessum efnum. Líka þrýstingur almennings. Ég hef sagt það áður og skrifa hér enn einu sinni: Íslendingar hafa tækifæri til að koma fram sem djörf og sterk rödd meðal þjóða við að hægja á þeysireiðinni inn í ofhlýnun jarðar og koma með ábendingar og kröfur um lausnir. Til þess höfum við þekkingu og ríka ástæðu. Ella líkjumst við litlu stúlkunni með eldspýturnar í sögu Hans Christians Andersen, nema hvað vandamálið er ekki kuldi heldur varmi.
Skoðun
![](/i/90FBAF0E01793F479F4674CA40DCDBAF9A4083D1F045A4F19ED7ED8DDD1829C4_390x390.jpg)
Mokum ofan í skotgrafirnar
Teitur Atlason skrifar
![](/i/35EF11ECE3731AB31EDE3DF132EF1472FAB9C02BF071E8E9C924FD9CCDE3AF08_390x390.jpg)
Kennarastarfið óheillandi... því miður
Guðrún Kjartansdóttir skrifar
![](/i/A4CA2ED49E81143EE7A5F44EA38569233BEA8EFE4D46B22F3991AB0565A307FD_390x390.jpg)
Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar
![](/i/A41C0B4D92BEDB0B7E997D08676F625FE55F2E73810BDBEF933D83B9772E8D38_390x390.jpg)
Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023
Pétur Óskarsson skrifar
![](/i/BDB4B8252B8E1EB47D5CF7F38BEC02618588F74E34FD9659913DE580AB98F16D_390x390.jpg)
Kynskiptur vinnumarkaður
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
![](/i/0870C508E85249A730034F13DD9F019F362EB8B137D9EF5C8FC10050730FD3D3_390x390.jpg)
Við kjósum Magnús Karl
Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar
![](/i/49B4D5E16A9FC9C3126EEF3E4E43616C249CE84B2127E8891CF40E06F8D4DAB1_390x390.jpg)
Harka af sér og halda áfram
Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar
![](/i/B9A89AA7D17220A8B4A2A8E2359EFA30B69849FDF5759F547403A9DC39C719A6_390x390.jpg)
Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda
Ólafur Stephensen skrifar
![](/i/C11208E3423FF867E77BCFBF91D7100E534DCED26DAB3D333FEA0C640D47C8A9_390x390.jpg)
Gulur, rauður, blár og B+
Jón Pétur Zimsen skrifar
![](/i/1FD2085BF9FCC3C4D20417115840FBD888E2ACFB3C3DBF333E335D9C3CEC8AE0_390x390.jpg)
Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra
Einar Mikael Sverrisson skrifar
![](/i/24F906F9C63D9BDF24FF2BB4C66C5E6AE444450B0B25F6B60FC94B7BEDE1068F_390x390.jpg)
Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði
Karólína Helga Símonardóttir skrifar
![](/i/C0EEF04873DD90E70736C2105923B156B56B6DC67DE45EBA7B320C8715229815_390x390.jpg)
Reykjavík er höfuðborg okkar allra
Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
![](/i/5003B767C1C4E0481C77B4B2A07A4150A342323B30D8405F71C8C773B90F7A41_390x390.jpg)
Fjárfestum í vegakerfinu
Stefán Broddi Guðjónsson skrifar
![](/i/01EA1F34421EA03E41D0D0D51B4D1BF407DAD2241F4CA1AF879BFD7C6E73004C_390x390.jpg)
Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög
Pétur Henry Petersen skrifar
![](/i/02597940C07766E18E3696A16EC75345A27E5A9C058BD2A1A990AEE7180DEBD6_390x390.jpg)
Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með?
Stefán Þorri Helgason skrifar
![](/i/2367954F45CFE1C3218EA0AB52D1CE31D79580BF7CECA2381E350263198FFDFE_390x390.jpg)
Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ
Almar Guðmundsson skrifar
![](/i/A98C74068FAFA6A8EAE1630746EC907BAFC6586191A16BCE55CB1466AA230BB7_390x390.jpg)
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning
Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
![](/i/BF6800DE44398633E2FF26DF0CD3507DF8C828D9AB57BA87EE7CC7F56E05DB19_390x390.jpg)
Tilvistarkreppa leikskólakennara?
Helga Guðmundsdóttir skrifar
![](/i/C42C71E001E78F6F972C176FA9F4FB696A07F4A6C35D5CF7191AC1AE39B724C4_390x390.jpg)
Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki
Jörgen Ingimar Hansson skrifar
![](/i/2D2CA02D4B46580E5A61309C4D34F05095590E5773FE82C9FC4E4C60827461FC_390x390.jpg)
Ekki láta aðra kjósa fyrir þig
Flosi Eiríksson skrifar
![](/i/8545ACBE9F454DD70362525396921916C513794F0B80BF3316122A20A3DD22BC_390x390.jpg)
Er tantra einungis um kynlíf?
Rajan Parrikar skrifar
![](/i/D828AD3E6B1778BC7985FDE1AA49FB645C2527D394B2C4A15D9F47948F93C9FE_390x390.jpg)
Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára
Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar
![](/i/88FD222B8D4F5315CB0EDFB64E3457559269404DA873D02C0F41B4D2EB0A6758_390x390.jpg)
Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara
Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar
![](/i/3D54960F4FBD5FB45E7561B7CDEEB12B8E4D5BFAA70EC5DEFAFC9472E738283F_390x390.jpg)
Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn!
Erlingur Erlingsson skrifar
![](/i/4F147F9CEB14D29F5AEB733710A48833FC9069359BB4B20FF9EDFBF62DD6B90C_390x390.jpg)
Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
![](/i/0D60AA7DB20F6A90A8F8715216F8C5EA9376F1E551C053EE388196F065041070_390x390.jpg)
Hugleiðingar um virðismat kennara
Bergur Hauksson skrifar
![](/i/21CC7B20AE8816B80709D33075E9F52FC6009F6E2E9440F9DEEABA82FD3F5228_390x390.jpg)
Hvar stendur barnið mitt í námi?
Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar
![](/i/22729E24E9056A61F19B0494E874A6C01C185F12188C07B05C0D59C21AAECA17_390x390.jpg)
Áslaug Arna er framtíðin
Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
![](/i/FAFFCD8B106CD22281B58BF0628DDB580C3464EA6B39A70D00186457E9268CF5_390x390.jpg)
Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt
Einar Ólafsson skrifar
![](/i/A71B32BD7619C67094795FE2958AFB3839A16C3E8C20A9758CECF21A65D001FA_390x390.jpg)
Minna af þér og meira af öðrum
Heiða Björk Sturludóttir skrifar