Fimmtíu tilnefndir til verðlauna 29. nóvember 2012 00:01 Norrænu tónlistarverðlaunin verða veitt í desember. Tíu listamenn frá Íslandi keppa til verðlaunanna. Fimmtíu listamenn frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi hafa verið tilnefndir til Norrænu tónlistarverðlaunanna í ár. Tíu listamenn eru tilnefndir í hverju landi. Norræn dómnefnd mun velja tólf listamenn sem fara áfram í úrslit og loks mun alþjóðleg dómnefnd útnefna sigurvegarann. Þeir sem fá það ábyrgðafulla hlutverk eru Andres Lokko, blaðamaður frá Svíþjóð, Laurence Bell frá Domino Records í Bretlandi, Mike Pickering frá Columbia Records í Bretlandi, Jonathan Galkin frá DFA Records í Bandaríkunum og Jeanette Lee.. Lee á langan og athyglisverðan feril að baki og var meðal annars meðlimur pönksveitarinnar Public Image Ltd ásamt Johnny Rotten og fleirum. Hún er annar tveggja eigenda útgáfufyrirtækisins Rough Trade Records sem hefur meðal annars gefið út tónlist The Smiths, The Sundays, The Strokes, Arcade Fire og The Libertines. Þær íslensku sveitir sem eru tilnefndar eru Ásgeir Trausti, Retro Stefson, Moses Hightower, Tilbury, Sigur Rós, Pétur Ben, Ghostigital, Jónas Sigurðsson, Ojba Rasta og Skúli Sverrison og Óskar Guðjónsson.Aðrir sem tilnefndir eru Efterklang frá Danmörku og El Perro Del Mar, First Aid Kit og Kent frá Svíþjóð. Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Norrænu tónlistarverðlaunin verða veitt í desember. Tíu listamenn frá Íslandi keppa til verðlaunanna. Fimmtíu listamenn frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi hafa verið tilnefndir til Norrænu tónlistarverðlaunanna í ár. Tíu listamenn eru tilnefndir í hverju landi. Norræn dómnefnd mun velja tólf listamenn sem fara áfram í úrslit og loks mun alþjóðleg dómnefnd útnefna sigurvegarann. Þeir sem fá það ábyrgðafulla hlutverk eru Andres Lokko, blaðamaður frá Svíþjóð, Laurence Bell frá Domino Records í Bretlandi, Mike Pickering frá Columbia Records í Bretlandi, Jonathan Galkin frá DFA Records í Bandaríkunum og Jeanette Lee.. Lee á langan og athyglisverðan feril að baki og var meðal annars meðlimur pönksveitarinnar Public Image Ltd ásamt Johnny Rotten og fleirum. Hún er annar tveggja eigenda útgáfufyrirtækisins Rough Trade Records sem hefur meðal annars gefið út tónlist The Smiths, The Sundays, The Strokes, Arcade Fire og The Libertines. Þær íslensku sveitir sem eru tilnefndar eru Ásgeir Trausti, Retro Stefson, Moses Hightower, Tilbury, Sigur Rós, Pétur Ben, Ghostigital, Jónas Sigurðsson, Ojba Rasta og Skúli Sverrison og Óskar Guðjónsson.Aðrir sem tilnefndir eru Efterklang frá Danmörku og El Perro Del Mar, First Aid Kit og Kent frá Svíþjóð.
Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“