Æfa með einu besta félagi heims Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2012 06:00 Hilmar Örn Jónsson varð þrefaldur Íslandsmeistari. Íslandsmeistaramótið í skylmingum með höggsverði fór fram um síðustu helgi. Hilmar Örn Jónsson, átján ára FH-ingur, reyndist sigursælasti keppandinn í karlaflokki annað árið í röð en hann bar sigur úr býtum í öllum þeim flokkum sem hann tók þátt í – opnum flokki, U-21 og liðakeppni. Guðrún Jóhannsdóttir, SFR, bar sigur úr býtum í kvennaflokki eftir að hafa lagt Þorbjörgu Ágústsdóttur að velli í úrslitum. Þorbjörg náði reyndar bronsi í opnum flokki og náði þar bestum árangri kvenna. Hilmar Örn vann alla sömu flokka í fyrra, sem og U-18 ára karla, en hann er ekki lengur gjaldgengur í hann. Í opnum flokki hafði hann betur gegn liðsfélaga sínum úr FH, Gunnari Agli Ágústssyni. Það reyndist þó ekki erfiðasta viðureign hans um helgina. „Ég lenti í meiri vandræðum í úrslitunum í U-21. Þar var ég undir gegn Guðjóni Ragnari [Brynjarssyni, FH] en náði að snúa bardaganum mér í vil rétt í lokin. Þá fór hann að gefa eftir og nýtti ég mér það," sagði Hilmar Örn í samtali við Fréttablaðið. Hilmar Örn er nú staddur í Þýskalandi þar sem hann er að undirbúa sig fyrir heimsbikarmót unglinga sem fer fram þar í landi um helgina. Gunnhildur Garðarsdóttir, SFR, er með í för en hún bar sigur úr býtum í U-21 flokki kvenna um helgina. „Markmiðið er að ná lengra á alþjóðamælikvarða og stóra takmarkið er að komast á Ólympíuleikana í Brasilíu árið 2016," segir Hilmar Örn. „Ég keppti á heimsbikarmóti í Úkraínu fyrir hálfum mánuði og gekk það vel. Nú ætla ég að gera enn betur, en fram að móti fáum við að æfa með félagi í Dormagen sem er eitt besta skylmingafélag heims. Það er frábært tækifæri fyrir okkur." Hilmar Örn færði sig nýverið upp um aldursflokk í alþjóðlegum keppnum, úr U-18 í U-21. Hann segir því erfitt að meta nú hvar hann standi meðal jafningja í heiminum. „Ég náði 27. sæti á HM U-18 á sínum tíma sem var mjög gott. Ég stefni þó enn hærra og vonandi verður það hægt nú þegar ég fæ oftar að fara út og keppa. Ef ég fæ fjárhagslegan stuðning þá vil ég ná sem lengst." Innlendar Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Sjá meira
Íslandsmeistaramótið í skylmingum með höggsverði fór fram um síðustu helgi. Hilmar Örn Jónsson, átján ára FH-ingur, reyndist sigursælasti keppandinn í karlaflokki annað árið í röð en hann bar sigur úr býtum í öllum þeim flokkum sem hann tók þátt í – opnum flokki, U-21 og liðakeppni. Guðrún Jóhannsdóttir, SFR, bar sigur úr býtum í kvennaflokki eftir að hafa lagt Þorbjörgu Ágústsdóttur að velli í úrslitum. Þorbjörg náði reyndar bronsi í opnum flokki og náði þar bestum árangri kvenna. Hilmar Örn vann alla sömu flokka í fyrra, sem og U-18 ára karla, en hann er ekki lengur gjaldgengur í hann. Í opnum flokki hafði hann betur gegn liðsfélaga sínum úr FH, Gunnari Agli Ágústssyni. Það reyndist þó ekki erfiðasta viðureign hans um helgina. „Ég lenti í meiri vandræðum í úrslitunum í U-21. Þar var ég undir gegn Guðjóni Ragnari [Brynjarssyni, FH] en náði að snúa bardaganum mér í vil rétt í lokin. Þá fór hann að gefa eftir og nýtti ég mér það," sagði Hilmar Örn í samtali við Fréttablaðið. Hilmar Örn er nú staddur í Þýskalandi þar sem hann er að undirbúa sig fyrir heimsbikarmót unglinga sem fer fram þar í landi um helgina. Gunnhildur Garðarsdóttir, SFR, er með í för en hún bar sigur úr býtum í U-21 flokki kvenna um helgina. „Markmiðið er að ná lengra á alþjóðamælikvarða og stóra takmarkið er að komast á Ólympíuleikana í Brasilíu árið 2016," segir Hilmar Örn. „Ég keppti á heimsbikarmóti í Úkraínu fyrir hálfum mánuði og gekk það vel. Nú ætla ég að gera enn betur, en fram að móti fáum við að æfa með félagi í Dormagen sem er eitt besta skylmingafélag heims. Það er frábært tækifæri fyrir okkur." Hilmar Örn færði sig nýverið upp um aldursflokk í alþjóðlegum keppnum, úr U-18 í U-21. Hann segir því erfitt að meta nú hvar hann standi meðal jafningja í heiminum. „Ég náði 27. sæti á HM U-18 á sínum tíma sem var mjög gott. Ég stefni þó enn hærra og vonandi verður það hægt nú þegar ég fæ oftar að fara út og keppa. Ef ég fæ fjárhagslegan stuðning þá vil ég ná sem lengst."
Innlendar Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Sjá meira