Helstu átakamál samfélagsins má rekja til íslensku krónunnar 7. desember 2012 06:00 Upphrópanir um reikningaskil milli kynslóða eru ekki nýlunda á Íslandi. Meðal þess sem rætt hefur verið um í því sambandi er kynslóðin sem fékk lánin sín að gjöf, þ.e. að þeir sem voru í réttum stjórnmálaflokkum á árunum fyrir verðtryggingu gátu margir hverjir fengið óverðtryggð „lán“ til kaupa á íbúð sem þeir þurftu aldrei að borga til baka nema að óverulegu leyti, þar sem verðbólgan sá um að gera lánin verðlaus áður en þau voru að fullu greidd. Nefna má „Sigtúnshópinn“ sem kom fram í byrjun níunda áratugarins þegar fyrst opinberuðust, eftir að verðtrygging var heimiluð 1978, þau vandkvæði sem stafa af því þegar misgengi verður milli lánskjara og launa. Þá, eins og nú, var minnt á kynslóðina á undan sem ekki þurfti að greiða lánin sín til baka nema að litlu leyti. Einnig má minna á baráttu námsmanna, um miðjan áttunda áratuginn, fyrir verðtryggingu námslána sem var fyrst og fremst barátta fyrir því að fjármunir fengjust í Lánasjóð námsmanna og fleirum yrði gert kleift að stunda nám. Ekki hvarflaði að neinum að þau lán ættu að vera gjafir til námsmanna. Lánin árin á undan voru óverðtryggð með 3% föstum vöxtum.Notum kraftana í uppbyggilegri viðfangsefni Eitt eiga þessi misklíðarefni öll sameiginlegt; alltaf er verið að takast á við afleiðingar sem rekja má beint til íslensku krónunnar og þeirrar hagstjórnar sem hún endurspeglar. Meðan við höfum gjaldmiðil sem er alltaf afgangsstærð í hagstjórn, þ.e. stærð sem er látin gefa eftir þegar hagstjórnin hefur reynst stjórnmálamönnunum ofviða, þá verður krónan í senn orsök og afleiðing lélegrar hagstjórnar. Það jákvæða sem gæti mögulega komið út úr slíkri kynslóðatogstreitu, líkt og þeirri sem nú er uppi, væri ef við berum gæfu til að leita leiða til að losna við orsök deilnanna, íslensku krónuna. Hvað mundum við, sem meðlimir í einhverjum félagsskap, gera ef við stæðum frammi fyrir slíkum friðarspilli með reglulegu millibili? Mundum við ekki leita leiða sem myndu losa okkur undan því að þurfa að eyða kröftunum í jafn miður skemmtileg viðfangsefni? Í öllum venjulegum samtökum hlytum við að spyrja okkur hvort ekki væri til félagsskapur sem við gætum átt aðild að, þar sem búið væri að leysa þau vandamál sem rekja má til íslensku krónunnar og við gætum snúið okkur að öðrum og uppbyggilegri verkefnum. Umræða um mun kynslóðanna skilar okkur litlu til framtíðar og þessi umræða spinnst öll vegna þeirrar markleysu sem íslenska krónan er. Meðal þeirra skilyrða sem gjaldmiðlar þurfa að uppfylla til að geta talist þjóna hlutverki sínu er að gjaldmiðill þarf bæði að vera áreiðanleg mælieining og ekki síður leið til að geyma verðmæti. Hvorugt þessara skilyrða uppfyllir íslenska krónan. Gjaldmiðlar rísa undir nafni þegar þeir ýta undir ráðdeild og hagsýni og notendur þeirra fá notið erfiðis síns og fórna. Gjaldmiðill er því aðeins raunverulegur að ekki sé reglulega sagt við okkur „allt í plati“ og allar áætlanir um sparnað eða fjárfestingar hrynja vegna hins síbreytilega verðmætis hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Upphrópanir um reikningaskil milli kynslóða eru ekki nýlunda á Íslandi. Meðal þess sem rætt hefur verið um í því sambandi er kynslóðin sem fékk lánin sín að gjöf, þ.e. að þeir sem voru í réttum stjórnmálaflokkum á árunum fyrir verðtryggingu gátu margir hverjir fengið óverðtryggð „lán“ til kaupa á íbúð sem þeir þurftu aldrei að borga til baka nema að óverulegu leyti, þar sem verðbólgan sá um að gera lánin verðlaus áður en þau voru að fullu greidd. Nefna má „Sigtúnshópinn“ sem kom fram í byrjun níunda áratugarins þegar fyrst opinberuðust, eftir að verðtrygging var heimiluð 1978, þau vandkvæði sem stafa af því þegar misgengi verður milli lánskjara og launa. Þá, eins og nú, var minnt á kynslóðina á undan sem ekki þurfti að greiða lánin sín til baka nema að litlu leyti. Einnig má minna á baráttu námsmanna, um miðjan áttunda áratuginn, fyrir verðtryggingu námslána sem var fyrst og fremst barátta fyrir því að fjármunir fengjust í Lánasjóð námsmanna og fleirum yrði gert kleift að stunda nám. Ekki hvarflaði að neinum að þau lán ættu að vera gjafir til námsmanna. Lánin árin á undan voru óverðtryggð með 3% föstum vöxtum.Notum kraftana í uppbyggilegri viðfangsefni Eitt eiga þessi misklíðarefni öll sameiginlegt; alltaf er verið að takast á við afleiðingar sem rekja má beint til íslensku krónunnar og þeirrar hagstjórnar sem hún endurspeglar. Meðan við höfum gjaldmiðil sem er alltaf afgangsstærð í hagstjórn, þ.e. stærð sem er látin gefa eftir þegar hagstjórnin hefur reynst stjórnmálamönnunum ofviða, þá verður krónan í senn orsök og afleiðing lélegrar hagstjórnar. Það jákvæða sem gæti mögulega komið út úr slíkri kynslóðatogstreitu, líkt og þeirri sem nú er uppi, væri ef við berum gæfu til að leita leiða til að losna við orsök deilnanna, íslensku krónuna. Hvað mundum við, sem meðlimir í einhverjum félagsskap, gera ef við stæðum frammi fyrir slíkum friðarspilli með reglulegu millibili? Mundum við ekki leita leiða sem myndu losa okkur undan því að þurfa að eyða kröftunum í jafn miður skemmtileg viðfangsefni? Í öllum venjulegum samtökum hlytum við að spyrja okkur hvort ekki væri til félagsskapur sem við gætum átt aðild að, þar sem búið væri að leysa þau vandamál sem rekja má til íslensku krónunnar og við gætum snúið okkur að öðrum og uppbyggilegri verkefnum. Umræða um mun kynslóðanna skilar okkur litlu til framtíðar og þessi umræða spinnst öll vegna þeirrar markleysu sem íslenska krónan er. Meðal þeirra skilyrða sem gjaldmiðlar þurfa að uppfylla til að geta talist þjóna hlutverki sínu er að gjaldmiðill þarf bæði að vera áreiðanleg mælieining og ekki síður leið til að geyma verðmæti. Hvorugt þessara skilyrða uppfyllir íslenska krónan. Gjaldmiðlar rísa undir nafni þegar þeir ýta undir ráðdeild og hagsýni og notendur þeirra fá notið erfiðis síns og fórna. Gjaldmiðill er því aðeins raunverulegur að ekki sé reglulega sagt við okkur „allt í plati“ og allar áætlanir um sparnað eða fjárfestingar hrynja vegna hins síbreytilega verðmætis hans.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun