Hélt hann gæti aldrei rappað aftur 14. desember 2012 06:00 „Ég man að eitt af því fyrsta sem ég hugsaði þegar ég fattaði hvað hafði gerst var hvort ég gæti einhvern tímann rappað aftur," segir rapparinn Ívar Schram sem gefur út fyrstu sólóplötu sína, Barcelona, í dag. Á plötunni rifjar Ívar, sem rappar undir listamannsnafninu Immo, upp afdrifaríkt atvik sumarið 2011 í Barcelona. Þá réðst ókunnugur maður á hann og beit af honum neðri vörina. Tveimur aðgerðum og einu og hálfu ári síðar er enn þá langt í land að vörin verði sú sama en framfarirnar hafa þó verið miklar. „Ég man ekkert eftir sjálfu atvikinu, það er eins og líkaminn verndi mann fyrir svona lífsreynslu. Ég man allt fyrir og eftir, en sem betur fer fann ég engan sársauka. Ég fór beint í bráðabirgðaaðgerð í Barcelona áður en ég flaug heim og var bannað að líta í spegil á leiðinni." Plötuna Barcelona samdi Ívar mestmegnis í bataferlinu en hann segist skyndilega hafa fyllst innblæstri. Vinnuferlið hefur staðið yfir síðastliðið ár og ýmsir listamenn leggja honum lið á plötunni. Bræðurnir úr Retro Stefson, Unnsteinn og Logi, taka hvor sitt lagið með Ívari sem og tónlistarmaðurinn Friðrik Dór og söngkonan Valborg Ólafsdóttir. „Platan er ekkert þunglynd heldur létt og skemmtileg. Ég hef tæklað þetta áfall með húmorinn að vopni og það endurspeglast vonandi í plötunni." Barcelona kemur í verslanir í dag en útgáfutónleikar verða þann 20. desember á Faktorý.- áp Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Ég man að eitt af því fyrsta sem ég hugsaði þegar ég fattaði hvað hafði gerst var hvort ég gæti einhvern tímann rappað aftur," segir rapparinn Ívar Schram sem gefur út fyrstu sólóplötu sína, Barcelona, í dag. Á plötunni rifjar Ívar, sem rappar undir listamannsnafninu Immo, upp afdrifaríkt atvik sumarið 2011 í Barcelona. Þá réðst ókunnugur maður á hann og beit af honum neðri vörina. Tveimur aðgerðum og einu og hálfu ári síðar er enn þá langt í land að vörin verði sú sama en framfarirnar hafa þó verið miklar. „Ég man ekkert eftir sjálfu atvikinu, það er eins og líkaminn verndi mann fyrir svona lífsreynslu. Ég man allt fyrir og eftir, en sem betur fer fann ég engan sársauka. Ég fór beint í bráðabirgðaaðgerð í Barcelona áður en ég flaug heim og var bannað að líta í spegil á leiðinni." Plötuna Barcelona samdi Ívar mestmegnis í bataferlinu en hann segist skyndilega hafa fyllst innblæstri. Vinnuferlið hefur staðið yfir síðastliðið ár og ýmsir listamenn leggja honum lið á plötunni. Bræðurnir úr Retro Stefson, Unnsteinn og Logi, taka hvor sitt lagið með Ívari sem og tónlistarmaðurinn Friðrik Dór og söngkonan Valborg Ólafsdóttir. „Platan er ekkert þunglynd heldur létt og skemmtileg. Ég hef tæklað þetta áfall með húmorinn að vopni og það endurspeglast vonandi í plötunni." Barcelona kemur í verslanir í dag en útgáfutónleikar verða þann 20. desember á Faktorý.- áp
Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“