Hvar eru þær? Charlotte Böving skrifar 17. desember 2012 06:00 Það kom mér á óvart um daginn, þegar ég var að skoða heimasíðu leikhússins í Gautaborg (www.stadsteatern.goteborg.se), hve sýnilegar leikkonurnar eru á síðunni. Kannski sérstaklega þær sem náð hafa 50 ára aldri. Aldri þar sem konur í mörgum öðrum leikhúsum virðast vera horfnar eða bara ekki vera til. Merkilegt nokk, vegna þess að dönsk rannsókn hefur leitt það í ljós að það eru einmitt konur yfir fimmtugt sem eru stærsti hópur leikhúsgesta. Peter Brook, sem er frægur leikhúsleikstjóri og hefur skrifað fjölda bóka um leikhús, skrifar meðal annars í bókinni Tóma rýmið að það sem leikhúsið geti gert sé að bjóða áhorfendum inn fyrir, í hugleiðslurými, og gefa þeim möguleika á að upplifa sjálfa sig sem manneskjur, þar sem leikhús er það rými þar sem lifandi uppgjör getur átt sér stað. Og nú er það, að ég spyr, hvar eru sögur kvenna í leikhúsum í dag? Síðastliðið sumar fékk ég það verkefni að leikstýra og þar með líka finna leikara í fimm leikrit frá Norðurlöndum á norrænum sviðslistadögum í Reykjavík. Meðal þeirra var norskt leikverk með tveimur kvenpersónum í aðalhlutverki. Verkið var óvenjulegt á margan hátt, bæði í formgerð og innihaldi. En sérstaklega óvenjulegt var að konurnar í verkinu tengdust ekki bara karlmanni, heldur heiminum – bæði þeim ytri og þeim innri. Ef þú hugsar þig um í augnablik – hve margar kvikmyndir hefur þú séð þar sem tvær konur leika heilt atriði saman og eru ekki að tala um karlmann (og eru ekki lesbíur)? Konurnar í norska leikritinu áttu að vera um 52ja ára. Það var erfitt að finna tvær leikkonur á þeim aldri, þar sem úrval leikkvenna milli fimmtugs og sextugs er takmarkað. Og það kemur ekki til vegna skorts á menntuðum leikkonum. Það er eins og þær hverfi eftir því sem tíminn líður, kannski vegna þess að hlutverkunum fækkar. Það er sorglegt. Ekki síst vegna þess að það er einmitt sá hópur sem notar leikhúsið mikið. Mig langar að leika, leikstýra og sem áhorfandi horfa á fleiri leiksýningar um konur. Þannig að ég hafi möguleika á því að stíga inn í lifandi hugleiðslurými og upplifa sjálfa mig og þann heim sem ég lifi í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Charlotte Böving Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun
Það kom mér á óvart um daginn, þegar ég var að skoða heimasíðu leikhússins í Gautaborg (www.stadsteatern.goteborg.se), hve sýnilegar leikkonurnar eru á síðunni. Kannski sérstaklega þær sem náð hafa 50 ára aldri. Aldri þar sem konur í mörgum öðrum leikhúsum virðast vera horfnar eða bara ekki vera til. Merkilegt nokk, vegna þess að dönsk rannsókn hefur leitt það í ljós að það eru einmitt konur yfir fimmtugt sem eru stærsti hópur leikhúsgesta. Peter Brook, sem er frægur leikhúsleikstjóri og hefur skrifað fjölda bóka um leikhús, skrifar meðal annars í bókinni Tóma rýmið að það sem leikhúsið geti gert sé að bjóða áhorfendum inn fyrir, í hugleiðslurými, og gefa þeim möguleika á að upplifa sjálfa sig sem manneskjur, þar sem leikhús er það rými þar sem lifandi uppgjör getur átt sér stað. Og nú er það, að ég spyr, hvar eru sögur kvenna í leikhúsum í dag? Síðastliðið sumar fékk ég það verkefni að leikstýra og þar með líka finna leikara í fimm leikrit frá Norðurlöndum á norrænum sviðslistadögum í Reykjavík. Meðal þeirra var norskt leikverk með tveimur kvenpersónum í aðalhlutverki. Verkið var óvenjulegt á margan hátt, bæði í formgerð og innihaldi. En sérstaklega óvenjulegt var að konurnar í verkinu tengdust ekki bara karlmanni, heldur heiminum – bæði þeim ytri og þeim innri. Ef þú hugsar þig um í augnablik – hve margar kvikmyndir hefur þú séð þar sem tvær konur leika heilt atriði saman og eru ekki að tala um karlmann (og eru ekki lesbíur)? Konurnar í norska leikritinu áttu að vera um 52ja ára. Það var erfitt að finna tvær leikkonur á þeim aldri, þar sem úrval leikkvenna milli fimmtugs og sextugs er takmarkað. Og það kemur ekki til vegna skorts á menntuðum leikkonum. Það er eins og þær hverfi eftir því sem tíminn líður, kannski vegna þess að hlutverkunum fækkar. Það er sorglegt. Ekki síst vegna þess að það er einmitt sá hópur sem notar leikhúsið mikið. Mig langar að leika, leikstýra og sem áhorfandi horfa á fleiri leiksýningar um konur. Þannig að ég hafi möguleika á því að stíga inn í lifandi hugleiðslurými og upplifa sjálfa mig og þann heim sem ég lifi í.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun