Leita vopna á gestum í þinghúsinu 20. desember 2012 07:00 Þingvarsla ávalt sýnileg Þó búið sé að fjölga í þingvörslu að undanförnu og verðirnir hafi hlotið aukna þjálfun er öryggismálum enn mjög ábótavant á þinginu. Lítið þarf til að vinna þingmönnum mein sé vilji fyrir hendi. Fréttablaðið/Pjetur „Hingað þarf svipuð vopnaleitarleitartæki og eru notuð í þinghúsum erlendis," segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Sérstakt vopnaleitartæki verður keypt til Alþingis á næstu misserum, gangi fyrirætlanir forsvarsmanna þingsins eftir. Helgi segir öryggismálum í húsinu ábótavant og nauðsynlegt sé að horfast í augu við að Ísland er ekki frábrugðið nágrannalöndum sínum hvað varðar afbrot og fyrirbyggjandi aðgerðir um öryggi þingmanna. „Við höfum fjölgað í þingvörslu og þjálfað starfsfólk meira, eflt löggæsluna, en það þarf að gera frekari ráðstafanir." Alþingi hefur fengið auknar fjárveitingar að undanförnu til að bæta öryggisgæslu og segist Helgi bjartsýnn á að áframhaldandi skilningur á alvöru málsins ríki hjá forsætisnefnd. „Það er mikill skilningur í forsætisnefnd og meðal forystumanna á því að sá tími sé liðinn þegar sakleysi og einlægni birtist hér í samskiptum. Það er miður og mjög sorglegt." Laust fyrir klukkan tíu á mánudagskvöld komu lögregla og þingverðir að manni inni á snyrtingu Alþingis þar sem hann hafði skaðað sig töluvert með beittum hlut. Atvikið gerðist á meðan þingfundur stóð yfir, en maðurinn hafði verið gestur á þingpöllum skömmu áður þar sem lögreglumaður hafði tekið eftir honum. Forseti sleit þingfundi í kjölfar atviksins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt atvik á sér stað innan veggja Alþingis. „Það er ýmislegt í kring um þetta atvik sem krefst viðbragða af okkar hálfu. Meðal annars frágangur á hurðum, vöktun og þess háttar. Við munum endurskoða vinnuferla hjá okkur í ljósi þess sem gerðist," segir Helgi. „Þingmenn eru mjög óvarðir í þingsal. Það þarf næstum því ekkert til, því miður. Og þetta er enn ein áminningin um að við erum stödd á sama stað í tilverunni og löndin í kring um okkur." Að sögn Helga var maðurinn þó ekki vopnaður hnífi, en var með lítið skurðtæki meðferðis sem hann skar sig með. „Þetta var ekki góð aðkoma," segir hann.Hvernig eftirlitinu verður háttað Lágmarks vopnaleit fer fram á öllum sem eiga erindi við þingmenn og inn á Alþingi. Verðir fylgjast með gestum, hvort einhver leggi eitthvað frá sér eða hafi eitthvað á sér. Þá er óskað eftir því að gestir tæmi vasa. „Fólk á ekki að fara með hluti á þingpalla sem hægt er að nota til að kasta eða eitthvað slíkt. Þingverðir hafa farið fram á að það verði leitað á fólki, að öðrum kosti er mönnum vísað frá," segir Helgi Bernódusson, að lokum. - sv Fréttir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
„Hingað þarf svipuð vopnaleitarleitartæki og eru notuð í þinghúsum erlendis," segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Sérstakt vopnaleitartæki verður keypt til Alþingis á næstu misserum, gangi fyrirætlanir forsvarsmanna þingsins eftir. Helgi segir öryggismálum í húsinu ábótavant og nauðsynlegt sé að horfast í augu við að Ísland er ekki frábrugðið nágrannalöndum sínum hvað varðar afbrot og fyrirbyggjandi aðgerðir um öryggi þingmanna. „Við höfum fjölgað í þingvörslu og þjálfað starfsfólk meira, eflt löggæsluna, en það þarf að gera frekari ráðstafanir." Alþingi hefur fengið auknar fjárveitingar að undanförnu til að bæta öryggisgæslu og segist Helgi bjartsýnn á að áframhaldandi skilningur á alvöru málsins ríki hjá forsætisnefnd. „Það er mikill skilningur í forsætisnefnd og meðal forystumanna á því að sá tími sé liðinn þegar sakleysi og einlægni birtist hér í samskiptum. Það er miður og mjög sorglegt." Laust fyrir klukkan tíu á mánudagskvöld komu lögregla og þingverðir að manni inni á snyrtingu Alþingis þar sem hann hafði skaðað sig töluvert með beittum hlut. Atvikið gerðist á meðan þingfundur stóð yfir, en maðurinn hafði verið gestur á þingpöllum skömmu áður þar sem lögreglumaður hafði tekið eftir honum. Forseti sleit þingfundi í kjölfar atviksins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt atvik á sér stað innan veggja Alþingis. „Það er ýmislegt í kring um þetta atvik sem krefst viðbragða af okkar hálfu. Meðal annars frágangur á hurðum, vöktun og þess háttar. Við munum endurskoða vinnuferla hjá okkur í ljósi þess sem gerðist," segir Helgi. „Þingmenn eru mjög óvarðir í þingsal. Það þarf næstum því ekkert til, því miður. Og þetta er enn ein áminningin um að við erum stödd á sama stað í tilverunni og löndin í kring um okkur." Að sögn Helga var maðurinn þó ekki vopnaður hnífi, en var með lítið skurðtæki meðferðis sem hann skar sig með. „Þetta var ekki góð aðkoma," segir hann.Hvernig eftirlitinu verður háttað Lágmarks vopnaleit fer fram á öllum sem eiga erindi við þingmenn og inn á Alþingi. Verðir fylgjast með gestum, hvort einhver leggi eitthvað frá sér eða hafi eitthvað á sér. Þá er óskað eftir því að gestir tæmi vasa. „Fólk á ekki að fara með hluti á þingpalla sem hægt er að nota til að kasta eða eitthvað slíkt. Þingverðir hafa farið fram á að það verði leitað á fólki, að öðrum kosti er mönnum vísað frá," segir Helgi Bernódusson, að lokum. - sv
Fréttir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira