Stjakarnir mynda fullkomna óreglu alfrun@frettabladid.is skrifar 20. desember 2012 08:00 heilluð af fimm- hyrningum Vöru- og innanhússhönnuðurinn Sonja Björk Ragnarsdóttir hefur sent frá sér kertastjakana 5 frá SO by Sonja sem fást meðal annars í Kraumi. Fréttablaðið/Stefán „Mér fannst vanta kertastjaka fyrir há kerti sem væru ekki hringur. Ég er sjálf meira fyrir einfaldleika og beinar línur," segir Sonja Björk Ragnarsdóttir, innanhúss- og vöruhönnuður, sem á heiðurinn að kertastjökunum 5 frá So by Sonja. Kertastjakarnir komu í búðir fyrir stuttu en hafa vakið athygli fyrir skemmtilegt form sitt. Þeir eru fimmhyrningar og fást í mörgum litum og stærðum. „Mér fannst vera mikið um sexhyrninga í hönnun en lítið um fimmhyrninginn en sjálfri finnst mér hann heillandi því það er ekki hægt að raða honum í rétta röð. Hann myndar því hina fullkomna óreglu, svolítið eins og lífið sjálft," segir Sonja Björk og bætir við að það hafi svo verið óvæntur bónus að stjakarnir líkjast stuðlabergi þegar þeir eru settir saman. „Ég var ekkert að hugsa um það fyrr en mér var bent á það, það er greinilegt að þetta íslenska náttúrueinkenni hefur verið í undirmeðvitundinni hjá mér við hönnunina." Sonja Björk er nýflutt heim eftir fimm ára námsdvöl erlendis þar sem hún var eitt ár í Bandaríkjunum og fjögur í Mílanó þar sem hún nam innanhúss- og vöruhönnun. Einnig var Sonja Björk í vinnu hjá tískumerkinu Tod"s, sem sérhæfir sig í fylgihlutum og skóm, þar sem hún sá um útstillingar og glugga í búðum merkisins. „Mér fannst vera kominn tími á að ég kæmi heim núna. Þetta var komið gott úti og öfugt við marga finnst mér Ísland hafa upp á svo margt að bjóða. Hér leynast tækifæri en þegar maður hefur búið úti sér maður oft hlutina í öðru ljósi. Hér er auðveldara að nálgast allt, byrja smátt og þróa að mínu mati." Kertastjakar Sonju fást í búðinni Kraumi við Aðalstræti og hægt er að skoða þá að Facebook-síðunni So by Sonja. Lífið Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
„Mér fannst vanta kertastjaka fyrir há kerti sem væru ekki hringur. Ég er sjálf meira fyrir einfaldleika og beinar línur," segir Sonja Björk Ragnarsdóttir, innanhúss- og vöruhönnuður, sem á heiðurinn að kertastjökunum 5 frá So by Sonja. Kertastjakarnir komu í búðir fyrir stuttu en hafa vakið athygli fyrir skemmtilegt form sitt. Þeir eru fimmhyrningar og fást í mörgum litum og stærðum. „Mér fannst vera mikið um sexhyrninga í hönnun en lítið um fimmhyrninginn en sjálfri finnst mér hann heillandi því það er ekki hægt að raða honum í rétta röð. Hann myndar því hina fullkomna óreglu, svolítið eins og lífið sjálft," segir Sonja Björk og bætir við að það hafi svo verið óvæntur bónus að stjakarnir líkjast stuðlabergi þegar þeir eru settir saman. „Ég var ekkert að hugsa um það fyrr en mér var bent á það, það er greinilegt að þetta íslenska náttúrueinkenni hefur verið í undirmeðvitundinni hjá mér við hönnunina." Sonja Björk er nýflutt heim eftir fimm ára námsdvöl erlendis þar sem hún var eitt ár í Bandaríkjunum og fjögur í Mílanó þar sem hún nam innanhúss- og vöruhönnun. Einnig var Sonja Björk í vinnu hjá tískumerkinu Tod"s, sem sérhæfir sig í fylgihlutum og skóm, þar sem hún sá um útstillingar og glugga í búðum merkisins. „Mér fannst vera kominn tími á að ég kæmi heim núna. Þetta var komið gott úti og öfugt við marga finnst mér Ísland hafa upp á svo margt að bjóða. Hér leynast tækifæri en þegar maður hefur búið úti sér maður oft hlutina í öðru ljósi. Hér er auðveldara að nálgast allt, byrja smátt og þróa að mínu mati." Kertastjakar Sonju fást í búðinni Kraumi við Aðalstræti og hægt er að skoða þá að Facebook-síðunni So by Sonja.
Lífið Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira