Útrýmum undantekningunum Einar Magnús Magnússon skrifar 28. desember 2012 08:00 Það er ástæða til að hrósa íslenskum ökumönnum en einhverra hluta vegna hefur of lítið farið fyrir þeirri umræðu. Okkur hættir til að fjalla eingöngu um það sem telja má sem alvarlegt frávik frá þeirri almennu reglu að við séum bara nokkuð góð og vel flest til fyrirmyndar. Slysum og umferðarlagabrotum meðal ungra ökumanna hefur stórlega fækkað á undanförnum árum. Nú kann einhver að segja að það sé vegna þess að fyrir nokkrum árum var sett í lög akstursbann á þá nýliða í umferðinni sem brjóta alvarlega af sér og að óttinn við það sé þess valdur að ungir ökumenn hagi sér nú af meiri skynsemi. En vitanlega eiga þeir hrósið skilið því skynsemi þeirra og dómgreind segir að áhættuhegðun og óábyrgð hegðun í umferðinni geti haft áþreifanlegar og alvarlegar afleiðingar. Mörgum þeirra reynist erfiðara að ímynda sér örkuml og dauða sem afleiðingu gjörða sinna en slíkt virðist reyndar vera algengt meðal ungs fólks og þá sérstaklega ungra karlmanna sem flestir eru haldnir þeim meðfædda misskilningi að þeir sé ódauðlegir.Áhættuhegðun Hvernig er í raun hægt að segja annað en að ökumenn séu almennt til fyrirmyndar þegar tugir þúsunda ökumanna deila með sér strætum og götum á degi hverjum við oft erfiðar og þröngar aðstæður og það telst til undantekninga að alvarleg slys hljótist af? Undantekningarnar frá þessari reglu eru hins vegar oft svo alvarlegar að þær krefjast þess að unnið sé hörðum höndum að eftirliti, forvörnum og fræðslu þannig að sú áhættuhegðun sem leiðir af sér slíkar undantekningar sé upprætt. Það er vissulega erfitt fyrir þann sem hefur þurft að kljást við gjörbreytt líf og erfiða lífsbaráttu af völdum umferðarslyss að hrósa okkur fyrir það hve góðir ökumenn við séum. Það er óásættanlega stór hópur sem telja má til fórnarlamba umferðarslysa. Um leið og við hjá Umferðarstofu viljum óska landsmönnum gleðilegrar hátíðar þá viljum við hvetja landsmenn til að halda sig frá undantekningunum á komandi ári og árum. Leiðum hugann að þeim sem eiga um sárt að binda og tökum undir bæn þeirra um að ekki verði fleiri undantekningar frá þeirri reglu að við komumst heil heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það er ástæða til að hrósa íslenskum ökumönnum en einhverra hluta vegna hefur of lítið farið fyrir þeirri umræðu. Okkur hættir til að fjalla eingöngu um það sem telja má sem alvarlegt frávik frá þeirri almennu reglu að við séum bara nokkuð góð og vel flest til fyrirmyndar. Slysum og umferðarlagabrotum meðal ungra ökumanna hefur stórlega fækkað á undanförnum árum. Nú kann einhver að segja að það sé vegna þess að fyrir nokkrum árum var sett í lög akstursbann á þá nýliða í umferðinni sem brjóta alvarlega af sér og að óttinn við það sé þess valdur að ungir ökumenn hagi sér nú af meiri skynsemi. En vitanlega eiga þeir hrósið skilið því skynsemi þeirra og dómgreind segir að áhættuhegðun og óábyrgð hegðun í umferðinni geti haft áþreifanlegar og alvarlegar afleiðingar. Mörgum þeirra reynist erfiðara að ímynda sér örkuml og dauða sem afleiðingu gjörða sinna en slíkt virðist reyndar vera algengt meðal ungs fólks og þá sérstaklega ungra karlmanna sem flestir eru haldnir þeim meðfædda misskilningi að þeir sé ódauðlegir.Áhættuhegðun Hvernig er í raun hægt að segja annað en að ökumenn séu almennt til fyrirmyndar þegar tugir þúsunda ökumanna deila með sér strætum og götum á degi hverjum við oft erfiðar og þröngar aðstæður og það telst til undantekninga að alvarleg slys hljótist af? Undantekningarnar frá þessari reglu eru hins vegar oft svo alvarlegar að þær krefjast þess að unnið sé hörðum höndum að eftirliti, forvörnum og fræðslu þannig að sú áhættuhegðun sem leiðir af sér slíkar undantekningar sé upprætt. Það er vissulega erfitt fyrir þann sem hefur þurft að kljást við gjörbreytt líf og erfiða lífsbaráttu af völdum umferðarslyss að hrósa okkur fyrir það hve góðir ökumenn við séum. Það er óásættanlega stór hópur sem telja má til fórnarlamba umferðarslysa. Um leið og við hjá Umferðarstofu viljum óska landsmönnum gleðilegrar hátíðar þá viljum við hvetja landsmenn til að halda sig frá undantekningunum á komandi ári og árum. Leiðum hugann að þeim sem eiga um sárt að binda og tökum undir bæn þeirra um að ekki verði fleiri undantekningar frá þeirri reglu að við komumst heil heim.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun