Nike-kylfingarnir Tiger Woods og Rory McIlroy áttu að eiga sviðið á Abu Dhabi-meistaramótinu í kjölfar þess að Rory skrifaði undir samning við Nike og fyrirtækið setti svo í loftið rándýra auglýsingu með þessum þekktustu kylfingum heims.
Þeir stóðust ekki pressuna sem fylgdi þessum fjölmiðlasirkus og hvorugur komst í gegnum niðurskurðinn á mótinu. Þeir eru úr leik.
McIlroy fór báða hringina á 75 höggum. Tiger fór fyrri hringinn á 72 höggum og hélt að hann hefði farið seinni á 73 sem hefði dugað til að fara áfram. Þá tjáðu dómarar honum að hann hefði fengið tveggja högga víti á 5. holu sem varð þess valdandi að hann féll úr leik.
Englendingurinn Justin Rose leiðir mótið á 8 höggum undir pari.
Tiger og Rory báðir úr leik

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti



Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti