Nike-kylfingarnir Tiger Woods og Rory McIlroy áttu að eiga sviðið á Abu Dhabi-meistaramótinu í kjölfar þess að Rory skrifaði undir samning við Nike og fyrirtækið setti svo í loftið rándýra auglýsingu með þessum þekktustu kylfingum heims.
Þeir stóðust ekki pressuna sem fylgdi þessum fjölmiðlasirkus og hvorugur komst í gegnum niðurskurðinn á mótinu. Þeir eru úr leik.
McIlroy fór báða hringina á 75 höggum. Tiger fór fyrri hringinn á 72 höggum og hélt að hann hefði farið seinni á 73 sem hefði dugað til að fara áfram. Þá tjáðu dómarar honum að hann hefði fengið tveggja högga víti á 5. holu sem varð þess valdandi að hann féll úr leik.
Englendingurinn Justin Rose leiðir mótið á 8 höggum undir pari.
Tiger og Rory báðir úr leik

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti


Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1




Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti
Enski boltinn