LeBron James, leikmaður Miami Heat, náði stórum áfanga í nótt er hann varð yngsti leikmaðurinn í sögu NBA til þess að skora 20 þúsund stig. Hann skoraði 25 stig í nótt ásamt því að gefa 10 stoðsendingar og taka 7 fráköst í öruggum sigri á Golden State.
Dwyane Wade skoraði 15 stig, tók 8 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og stal 5 boltum er Miami reif sig upp á afturendanum eftir tap í síðustu leikjum.
"Þetta skiptir mig miklu, gríðarlega miklu. Ég reyni að gefa allt sem ég á til leiksins og vonando heldur hann áfram að gefa mér til baka," sagði James.
Úrslit:
Toronto-Chicago 105-107
Orlando-Indiana 97-86
Atlanta-Brooklyn 109-95
Boston-New Orleans 78-90
Oklahoma-Denver 117-97
Dallas-Houston 105-100
San Antonio-Memphis 103-82
Sacramento-Washington 95-94
Portland-Cleveland 88-93
Golden Sate-Miami 75-92
James sá yngsti til að skora 20 þúsund stig
