Í tískuheiminum koma reglulega fram töskur sem verða afar eftirsóttar í einhvern tíma, en það virðist ekki vera neitt lát á vinsældum Céline töskunnar góðu. Hún er til í mörgum litum, stærðum og gerðum. Margar tískudrósir hafa tekið miklu ástfóstri við hana og jafnvel sést með hinar ýmsu útfærslur.







