Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður í eldlínunni í sumar þegar liðið verður meðal þátttökuliða á Evrópumótinu í Svíþjóð en íslensku stelpurnar eru í riðli með Noregi, Þýskalandi og Hollandi.
Knattspyrnusambandið vakti athygli á því í frétt á heimasíðu sinni í dag að miðasalan sé farin í gang á leiki íslenska liðsins en miðapantanir þurfa að berast í síðasta lagi fyrir 22. febrúar næstkomandi.
Fréttin á heimasíðu KSÍ:
Miðasala á leiki Íslands á úrslitakeppni EM kvenna 2013, sem fram fer í Svíþjóð 10. - 28. júlí, er hafin. Skila skal miðapöntunum til KSÍ og þurfa þær að berast í síðasta lagi 22. febrúar næstkomandi. Miðapöntunum skal skila á þar til gerðu eyðublaði sem er að finna á heimasíðu KSÍ, www.ksi.is .
Leikir Íslands í riðlakeppninni eru:
Noregur – Ísland 11. júlí kl. 18:00 Kalmar Arena, Kalmar
Ísland – Þýskaland 14. júlí kl. 20:30 Växjo Arena, Växjo
Holland – Ísland 17. júlí kl. 18:00 Växjo Arena, Växjo
Miðaverð er eftirfarandi:
Svæði 1 (Cat 1) kr. 4.400 m sendingarkostnaði
Svæði 2 (Cat 2 ) kr. 3.400 m sendingarkostnaði
Svæði 3 (Cat 3 ) kr. 2.400 m sendingarkostnaði
Barnamiðar (börn 16 ára og yngri) kr. 1.200 m sendingarkostnaði
Ef keypt er á alla leikina 3 hjá Íslandi í einu er verðið svona:
Svæði 1 (Cat 1) kr. 9.400 m sendingarkostnaði
Svæði 2 (Cat 2 ) kr. 7.000 m sendingarkostnaði
Svæði 3 (Cat 3 ) kr. 4.800 m sendingarkostnaði
Skila þarf inn miðapöntun til KSÍ á þar til gerðu eyðublaði í síðasta lagi föstudaginn 22. febrúar. Hægt er að senda eyðublaðið í tölvupósti á ragnheidur@ksi.is eða faxa til KSÍ í númerið 568 9793.
Miða á aðra leiki en leiki Íslands er hægt að nálgast á http://www.ticnet.se/ frá og með 14. febrúar.
Miðasalan hafin á leiki íslensku stelpnanna á EM
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn



Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti
