Real Madrid og Barcelona tekjuhæstu félög heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2013 10:00 Mynd/Nordic Photos/Getty Áttunda árið í röð er spænska félagið Real Madrid það fótboltafélag í heiminum sem aflaði mestra heildartekna. Efstu sex félögin á lista Deloitte eru þau sömu og fyrir ári síðan en af þeim var það aðeins Manchester United (3. sæti) sem skilaði minni tekjum milli ára. Tvö efstu félögin koma frá Spáni en England á fimm félög inn á topp tíu listanum. Real Madrid skilaði heildartekjum upp á 512,6 milljónir evra á síðasta ári og varð þar með fyrsta félagið til að brjóta 500 milljóna múrinn. Tekjur félagsins hækkuðu um sjö prósent milli ára alveg eins og hjá erkifjendunum í Barcelona sem voru með 483 milljónir í heildartekjur á síðasta fjárhagsári. Manchester United skilaði þremur prósentum minni tekjum í ár en í fyrra en þar hafði mikið að segja að félagið komst ekki í gegnum riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Nágrannarnir í Manchester City komust inn á topp tíu en City hækkaði sig um fimm sæti og fór alla leið upp í það sjöunda. Manchester City vann ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn og stimplaði sig í hóp bestu liða heims og það hafði mikil áhrif á rekstur félagsins því tekjurnar jukust um 51 prósent milli ára. Chelsea og Arsenal eiga í hættu að missa Manchester City upp fyrir sig á næstunni ef sama þróun verður á þessu ári en Liverpool er síðan fimmta enska félagið inn á topp tíu. Ítalir eiga tvö félög inn á topp tíu (AC Milan og Juventus) og Þjóðverjar eitt (Bayern Munchen).Topp tuttugu listinn lítur þannig út:- í milljónum evra, síðasta ár innan sviga 1 (1) Real Madrid 512,6 (479,5) 2 (2) Barcelona 483 (450,7) 3 (3) Manchester Utd 395,9 (367) 4 (4) Bayern Munich 368,4 (321,4) 5 (5) Chelsea 322,6 (253,1) 6 (6) Arsenal 290,3 (251,1) 7 (12) Manchester City 285,6 (169,6) 8 (7) AC Milan 256,9 (234,8) 9 (9) Liverpool 233,2 (203,3) 10 (13) Juventus 195,4 (153,9) 11 (16) Borussia Dortmund 189,1 (138,5) 12 (8) Internazionale 185,9 (211,4) 13 (11) Tottenham 178,2 (181) 14 (10) Schalke 174,5 (202,4) 15 (20) Napoli 148,4 (114,9) 16 (14) Marseille 135,7 (150,4) 17 (17) Lyon 131,9 (132,8) 18 (18) Hamburg 121,1 (128,8) 19 (15) Roma 115,9 (143,5) 20 (-) Newcastle United 115,3 (98)Mynd/Nordic Photos/Getty Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Sjá meira
Áttunda árið í röð er spænska félagið Real Madrid það fótboltafélag í heiminum sem aflaði mestra heildartekna. Efstu sex félögin á lista Deloitte eru þau sömu og fyrir ári síðan en af þeim var það aðeins Manchester United (3. sæti) sem skilaði minni tekjum milli ára. Tvö efstu félögin koma frá Spáni en England á fimm félög inn á topp tíu listanum. Real Madrid skilaði heildartekjum upp á 512,6 milljónir evra á síðasta ári og varð þar með fyrsta félagið til að brjóta 500 milljóna múrinn. Tekjur félagsins hækkuðu um sjö prósent milli ára alveg eins og hjá erkifjendunum í Barcelona sem voru með 483 milljónir í heildartekjur á síðasta fjárhagsári. Manchester United skilaði þremur prósentum minni tekjum í ár en í fyrra en þar hafði mikið að segja að félagið komst ekki í gegnum riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Nágrannarnir í Manchester City komust inn á topp tíu en City hækkaði sig um fimm sæti og fór alla leið upp í það sjöunda. Manchester City vann ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn og stimplaði sig í hóp bestu liða heims og það hafði mikil áhrif á rekstur félagsins því tekjurnar jukust um 51 prósent milli ára. Chelsea og Arsenal eiga í hættu að missa Manchester City upp fyrir sig á næstunni ef sama þróun verður á þessu ári en Liverpool er síðan fimmta enska félagið inn á topp tíu. Ítalir eiga tvö félög inn á topp tíu (AC Milan og Juventus) og Þjóðverjar eitt (Bayern Munchen).Topp tuttugu listinn lítur þannig út:- í milljónum evra, síðasta ár innan sviga 1 (1) Real Madrid 512,6 (479,5) 2 (2) Barcelona 483 (450,7) 3 (3) Manchester Utd 395,9 (367) 4 (4) Bayern Munich 368,4 (321,4) 5 (5) Chelsea 322,6 (253,1) 6 (6) Arsenal 290,3 (251,1) 7 (12) Manchester City 285,6 (169,6) 8 (7) AC Milan 256,9 (234,8) 9 (9) Liverpool 233,2 (203,3) 10 (13) Juventus 195,4 (153,9) 11 (16) Borussia Dortmund 189,1 (138,5) 12 (8) Internazionale 185,9 (211,4) 13 (11) Tottenham 178,2 (181) 14 (10) Schalke 174,5 (202,4) 15 (20) Napoli 148,4 (114,9) 16 (14) Marseille 135,7 (150,4) 17 (17) Lyon 131,9 (132,8) 18 (18) Hamburg 121,1 (128,8) 19 (15) Roma 115,9 (143,5) 20 (-) Newcastle United 115,3 (98)Mynd/Nordic Photos/Getty
Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Sjá meira