Carlos Puyol, fyrirliði Barcelona, er búinn að skrifa undir nýjan þriggja ára samning við félagið en nýi samningurinn rennur ekki út fyrr en sumarið 2016. Puyol bætist þar með í hóp með þeim Xavi og Lionel Messi sem eru báðir nýbúnir að framlengja sína samninga og það er búist við því að Andrés Iniesta bætist fljótlega í hópinn.
Carlos Puyol er orðinn 34 ára gamall og mun því spila með Barcelona til 37 ára aldurs. Gamli samningurinn átti að renna út eftir rúmt ár en miðvörðurinn er ekkert á því að fara leggja skóna á hilluna.
Puyol hefur bara spilað með Barcelona á ferlinum en hann kom inn í meistaraflokksliðið í október árið 1999 þegar Louis van Gaal tók hinn hárprúða varnarmann inn í liðið sitt.
Puyol hefur verið fyrirliði Barcelona síðan vorið 2004 en hann tók við bandinu af Luis Enrique. Puyol hefur nú spilað yfir 500 leiki með Barca og unnið 19 titla með liðinu þar á meðal spænsku deildina fimm sinnum og Meistaradeildin þrisvar sinnum.
Puyol spilar með Barcelona til 37 ára aldurs
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn



Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn



ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko
Enski boltinn

„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Íslenski boltinn
