Endurgerð Á annan veg sló í gegn á Sundance Boði Logason skrifar 22. janúar 2013 23:00 Framleiðendurnir á Sundance-hátíðinni „Þetta var mjög skemmtilegt og við vorum allir mjög sáttir með útkomuna," segir Sindri Páll Kjartansson, einn af framleiðendum íslensku bíómyndarinnar Á annan veg. Myndin var endurgerð á síðasta ári í Bandaríkjunum og var hún svo frumsýnd um helgina á kvikmyndhátíðinni Sundance. Þar fékk hún góðar undirtektir og voru viðstaddir mjög ánægðir með útkomuna. Í Bandaríkjunum ber myndin nafnið Prince Avalanche, og er leikstjóri hennar David Grodon Green, sem gerði meðal annars myndina Pineapple Express. Leikarinn Paul Rudd fer með aðalhlutverkið í myndinni, en hann er hvað þekktustur fyrir hlutverk sitt í I Love You Man, Role Models og The 40 year old virgin. Sindri fór á Sundance í Utah í Bandaríkjunum ásamt Davíð Ólafssyni, Árna Filippussyni og Tobias Munthe, en þeir fjórir eru framleiðendur upprunalegu myndarinnar, Á annan veg. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri Á annan veg, var einnig með í för. Hann segir að ferðin á hátíðina hafi verið mikil skemmtun en enginn af þeim hafði séð endurgerðina áður. „Það var mjög súrealískt að horfa á myndina, við þekkjum hana allir svo vel. En þeir fóru ekkert svo langt frá upprunalegu myndinni," segir hann. „Það var svolítið skrítið að sjá myndina okkar með öllum þessum stórstjörnum." Eftir sýninguna fóru strákarnir í gleðskap með leikstjóranum og leikurnum, sem voru spenntir að vita hvernig Íslendingunum fannst myndin. „Paul Rudd sagðist hafa verið mjög stressaður yfir því hvað okkur myndi finnast og sagðist vera mjög feginn að hafa ekki vitað fyrirfram að við værum í salnum. En við vorum mjög ánægðir með þetta og þeir líka." Sindri segir að líklegt sé að Prince Avalance verði sýnd hér á landi á árinu. „Það er ekki alveg komið á hreint, en mér finnst það mjög líklegt," segir hann að lokum. Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Þetta var mjög skemmtilegt og við vorum allir mjög sáttir með útkomuna," segir Sindri Páll Kjartansson, einn af framleiðendum íslensku bíómyndarinnar Á annan veg. Myndin var endurgerð á síðasta ári í Bandaríkjunum og var hún svo frumsýnd um helgina á kvikmyndhátíðinni Sundance. Þar fékk hún góðar undirtektir og voru viðstaddir mjög ánægðir með útkomuna. Í Bandaríkjunum ber myndin nafnið Prince Avalanche, og er leikstjóri hennar David Grodon Green, sem gerði meðal annars myndina Pineapple Express. Leikarinn Paul Rudd fer með aðalhlutverkið í myndinni, en hann er hvað þekktustur fyrir hlutverk sitt í I Love You Man, Role Models og The 40 year old virgin. Sindri fór á Sundance í Utah í Bandaríkjunum ásamt Davíð Ólafssyni, Árna Filippussyni og Tobias Munthe, en þeir fjórir eru framleiðendur upprunalegu myndarinnar, Á annan veg. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri Á annan veg, var einnig með í för. Hann segir að ferðin á hátíðina hafi verið mikil skemmtun en enginn af þeim hafði séð endurgerðina áður. „Það var mjög súrealískt að horfa á myndina, við þekkjum hana allir svo vel. En þeir fóru ekkert svo langt frá upprunalegu myndinni," segir hann. „Það var svolítið skrítið að sjá myndina okkar með öllum þessum stórstjörnum." Eftir sýninguna fóru strákarnir í gleðskap með leikstjóranum og leikurnum, sem voru spenntir að vita hvernig Íslendingunum fannst myndin. „Paul Rudd sagðist hafa verið mjög stressaður yfir því hvað okkur myndi finnast og sagðist vera mjög feginn að hafa ekki vitað fyrirfram að við værum í salnum. En við vorum mjög ánægðir með þetta og þeir líka." Sindri segir að líklegt sé að Prince Avalance verði sýnd hér á landi á árinu. „Það er ekki alveg komið á hreint, en mér finnst það mjög líklegt," segir hann að lokum.
Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira