Ito var í öðru sæti eftir fyrstu umferð móts í Sapporo en eitthvað fór úrskeiðis hjá honum í næsta stökki og það endaði með því að hann rann niður allan stökkpallinn og næstum út af honum.
Hann fékk ekki að stökkva aftur og þarf að lifa við að hlegið er að honum út um allan heim í dag.