NBA: Howard rekinn út úr húsi í fyrri hálfleik í tapi Lakers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2013 09:00 Mynd/Nordic Photos/Getty Aðeins fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers tapaði enn einum leiknum sínum nú á móti Toronto, Oklahoma City Thunder tapaði eftir framlengingu og lið Boston Celtics varð að sætta sig við tap á móti Detroit Pistons.Los Angeles Lakers tapaði 103-108 á útivelli á móti Toronto Raptors en þetta var fimmta tap liðsins í röð á útivelli. Miðherjinn Dwight Howard var rekin út úr húsi í fyrri hálfleik fyrir að fá sína aðra tæknivillu. Kobe Bryant skoraði 26 stig en hitti aðeins úr 10 af 32 skotum sínum. Pau Gasol var með 25 stig. Spænski bakvörðurinn Jose Calderon var með 22 stig og 9 stoðsendingar fyrir Toronto-liðið og Ed Davis skoraði 18 stig.Kenneth Faried skoraði sigurkörfuna í 121-118 heimasigri Denver Nuggets á Oklahoma City Thunder en Thunder-liðið var búið að vinna sex leiki í röð fyrir leikinn. Corey Brewer var stigahæstur hjá Denver með 26 stig en fimmtán þeirra komu í fjórða leikhlutanum. Danilo Gallinari var með 18 stig og umræddur Kenneth Faried bætti við 16 stigum og 10 fráköstum. Kevin Durant var með 37 stig, 8 stoðsendingar og 7 fráköst og Russell Westbrook skoraði 36 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 8 fráköst auk þess að tapa 7 boltum.Detroit Pistons vann 15 stiga sigur á Boston Celtics, 103-88, en Pistons-liðið var nýkomið heim frá London þar sem liðið mætti New York Knicks á fimmtudagskvöldið. Nýliðinn Andre Drummond var stigahæstur hjá Detroit með 16 stig og þeir Greg Monroe, Brandon Knight og Will Bynum skoruðu allir 15 stig. Kevin Garnett skoraði 16 stig fyrir Boston og Rajon Rondo var með 8 stig, 15 stoðsendingar, 9 fráköst og 9 tapaða bolta.Dallas Mavericks vann 111-105 sigur á Orlando Magic. Shawn Marion var með 20 stig og 10 fráköst og þeir O.J. Mayo og Vince Carter skoruðu báðir fimmtán stig en Dirk Nowitzki lét sér nægja að skora bara 12 stig. Glen Davis var með 24 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar hjá Orlando, Jameer Nelson bætti við 20 stigum og J. J. Redick kom með 18 stig af bekknum.Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Los Angeles Lakers 108-103 Orlando Magic - Dallas Mavericks 105-111 Detroit Pistons - Boston Celtics 103-88 Denver Nuggets - Oklahoma City Thunder 121-118 (framlenging) NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Aðeins fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers tapaði enn einum leiknum sínum nú á móti Toronto, Oklahoma City Thunder tapaði eftir framlengingu og lið Boston Celtics varð að sætta sig við tap á móti Detroit Pistons.Los Angeles Lakers tapaði 103-108 á útivelli á móti Toronto Raptors en þetta var fimmta tap liðsins í röð á útivelli. Miðherjinn Dwight Howard var rekin út úr húsi í fyrri hálfleik fyrir að fá sína aðra tæknivillu. Kobe Bryant skoraði 26 stig en hitti aðeins úr 10 af 32 skotum sínum. Pau Gasol var með 25 stig. Spænski bakvörðurinn Jose Calderon var með 22 stig og 9 stoðsendingar fyrir Toronto-liðið og Ed Davis skoraði 18 stig.Kenneth Faried skoraði sigurkörfuna í 121-118 heimasigri Denver Nuggets á Oklahoma City Thunder en Thunder-liðið var búið að vinna sex leiki í röð fyrir leikinn. Corey Brewer var stigahæstur hjá Denver með 26 stig en fimmtán þeirra komu í fjórða leikhlutanum. Danilo Gallinari var með 18 stig og umræddur Kenneth Faried bætti við 16 stigum og 10 fráköstum. Kevin Durant var með 37 stig, 8 stoðsendingar og 7 fráköst og Russell Westbrook skoraði 36 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 8 fráköst auk þess að tapa 7 boltum.Detroit Pistons vann 15 stiga sigur á Boston Celtics, 103-88, en Pistons-liðið var nýkomið heim frá London þar sem liðið mætti New York Knicks á fimmtudagskvöldið. Nýliðinn Andre Drummond var stigahæstur hjá Detroit með 16 stig og þeir Greg Monroe, Brandon Knight og Will Bynum skoruðu allir 15 stig. Kevin Garnett skoraði 16 stig fyrir Boston og Rajon Rondo var með 8 stig, 15 stoðsendingar, 9 fráköst og 9 tapaða bolta.Dallas Mavericks vann 111-105 sigur á Orlando Magic. Shawn Marion var með 20 stig og 10 fráköst og þeir O.J. Mayo og Vince Carter skoruðu báðir fimmtán stig en Dirk Nowitzki lét sér nægja að skora bara 12 stig. Glen Davis var með 24 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar hjá Orlando, Jameer Nelson bætti við 20 stigum og J. J. Redick kom með 18 stig af bekknum.Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Los Angeles Lakers 108-103 Orlando Magic - Dallas Mavericks 105-111 Detroit Pistons - Boston Celtics 103-88 Denver Nuggets - Oklahoma City Thunder 121-118 (framlenging)
NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira