Dramatískar sigurkörfur og sjötta tap ÍR í röð | Úrslit kvöldsins í körfunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2013 21:46 Elvar Már Friðriksson. Mynd/Valli ÍR-ingar eru áfram á botni Dominos-deildar karla í körfubolta eftir 17 stiga tap á heimavelli á móti Njarðvík í kvöld, 81-98. ÍR-ingar hafa nú tapað sex leikjum í röð og falldraugurinn er farinn að sjást í Hertz-hellinum í Seljaskóla. Grindvíkingar eru komnir á toppinn eftir sigur á Þór Þorlákshöfn í uppgjöri tveggja efstu liðanna og Snæfellingar hefndu fyrir bikartap á móti Stjörnunni á sunnudagskvöldið með dramatískum sigri í Garðabænum. Báðir leikir unnust á sigurkörfum rétt fyrir leikslok. Jay Threatt skoraði sigurkörfu Snæfells 6,4 sekúndum fyrir leikslok en Stjarnan var sjö stigum yfir, 86-79, þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af leiknum. Snæfell vann síðustu tvær mínúturnar 10-2 og tryggði sér 89-88 sigur. Samuel Zeglinski skoraði sigurkörfu Grindavíkur á móti Þór fimm sekúndum fyrir leikslok en Grindavík vann leikinn 89-87 og tók þar með toppsætið af Þórsurum. Njarðvík og Skallagrímur styrktu bæði stöðu sína í baráttunni um tvö síðustu sætin inn í úrslitakeppnina því Skallagrímur vann tveggja stiga heimasigur á Fjölni, 75-73, í kvöld. Fjölnismenn voru nálægt því að stela sigrinum í lokin í Borgarnesi. Skallagrímsmenn voru ellefu stigum yfir fyrir lokaleikhlutann en Fjölnismenn fengu þriggja stiga skot í lokin sem hefði tryggt þeim sigur.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Stjarnan-Snæfell 88-89 (21-23, 27-24, 18-20, 22-22)Stjarnan: Jarrid Frye 27/9 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 19/6 stoðsendingar, Brian Mills 13/7 fráköst/4 varin skot, Jovan Zdravevski 12/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 10/7 fráköst, Dagur Kár Jónsson 4, Kjartan Atli Kjartansson 3.Snæfell: Jay Threatt 28/6 fráköst/9 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 18, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 16/4 fráköst, Asim McQueen 10/4 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 7, Ólafur Torfason 6/12 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 4/5 fráköst.Grindavík-Þór Þ. 89-87 (19-15, 21-25, 30-26, 19-21)Grindavík: Aaron Broussard 35/10 fráköst, Samuel Zeglinski 19/6 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 16/10 fráköst, Þorleifur Ólafsson 12/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 5, Björn Steinar Brynjólfsson 2.Þór Þ.: Benjamin Curtis Smith 26/7 stoðsendingar, David Bernard Jackson 23/10 fráköst, Darri Hilmarsson 14/5 fráköst, Darrell Flake 11/10 fráköst, Guðmundur Jónsson 6, Baldur Þór Ragnarsson 5/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 2.ÍR-Njarðvík 81-98 (16-24, 23-28, 21-24, 21-22)ÍR: D'Andre Jordan Williams 27/4 fráköst/9 stoðsendingar, Eric James Palm 18/5 fráköst, Sveinbjörn Claessen 10, Vilhjálmur Theodór Jónsson 8/6 fráköst, Nemanja Sovic 8/9 fráköst, Hjalti Friðriksson 6/4 fráköst, Ellert Arnarson 2, Þorvaldur Hauksson 2.Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 23/4 fráköst/6 stoðsendingar, Nigel Moore 21/8 fráköst, Marcus Van 20/18 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 15, Ólafur Helgi Jónsson 10/8 fráköst, Ágúst Orrason 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 3.Skallagrímur-Fjölnir 85-83 (28-30, 25-11, 21-22, 11-20)Skallagrímur: Carlos Medlock 40/5 fráköst, Davíð Ásgeirsson 13/4 fráköst, Hörður Helgi Hreiðarsson 11/5 fráköst, Sigmar Egilsson 8, Páll Axel Vilbergsson 7/7 fráköst, Trausti Eiríksson 3/4 fráköst, Orri Jónsson 3.Fjölnir: Christopher Smith 23/16 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 16/8 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 15, Arnþór Freyr Guðmundsson 9/4 fráköst, Gunnar Ólafsson 8, Isacc Deshon Miles 8/5 fráköst/6 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4. Dominos-deild karla Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira
ÍR-ingar eru áfram á botni Dominos-deildar karla í körfubolta eftir 17 stiga tap á heimavelli á móti Njarðvík í kvöld, 81-98. ÍR-ingar hafa nú tapað sex leikjum í röð og falldraugurinn er farinn að sjást í Hertz-hellinum í Seljaskóla. Grindvíkingar eru komnir á toppinn eftir sigur á Þór Þorlákshöfn í uppgjöri tveggja efstu liðanna og Snæfellingar hefndu fyrir bikartap á móti Stjörnunni á sunnudagskvöldið með dramatískum sigri í Garðabænum. Báðir leikir unnust á sigurkörfum rétt fyrir leikslok. Jay Threatt skoraði sigurkörfu Snæfells 6,4 sekúndum fyrir leikslok en Stjarnan var sjö stigum yfir, 86-79, þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af leiknum. Snæfell vann síðustu tvær mínúturnar 10-2 og tryggði sér 89-88 sigur. Samuel Zeglinski skoraði sigurkörfu Grindavíkur á móti Þór fimm sekúndum fyrir leikslok en Grindavík vann leikinn 89-87 og tók þar með toppsætið af Þórsurum. Njarðvík og Skallagrímur styrktu bæði stöðu sína í baráttunni um tvö síðustu sætin inn í úrslitakeppnina því Skallagrímur vann tveggja stiga heimasigur á Fjölni, 75-73, í kvöld. Fjölnismenn voru nálægt því að stela sigrinum í lokin í Borgarnesi. Skallagrímsmenn voru ellefu stigum yfir fyrir lokaleikhlutann en Fjölnismenn fengu þriggja stiga skot í lokin sem hefði tryggt þeim sigur.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Stjarnan-Snæfell 88-89 (21-23, 27-24, 18-20, 22-22)Stjarnan: Jarrid Frye 27/9 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 19/6 stoðsendingar, Brian Mills 13/7 fráköst/4 varin skot, Jovan Zdravevski 12/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 10/7 fráköst, Dagur Kár Jónsson 4, Kjartan Atli Kjartansson 3.Snæfell: Jay Threatt 28/6 fráköst/9 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 18, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 16/4 fráköst, Asim McQueen 10/4 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 7, Ólafur Torfason 6/12 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 4/5 fráköst.Grindavík-Þór Þ. 89-87 (19-15, 21-25, 30-26, 19-21)Grindavík: Aaron Broussard 35/10 fráköst, Samuel Zeglinski 19/6 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 16/10 fráköst, Þorleifur Ólafsson 12/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 5, Björn Steinar Brynjólfsson 2.Þór Þ.: Benjamin Curtis Smith 26/7 stoðsendingar, David Bernard Jackson 23/10 fráköst, Darri Hilmarsson 14/5 fráköst, Darrell Flake 11/10 fráköst, Guðmundur Jónsson 6, Baldur Þór Ragnarsson 5/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 2.ÍR-Njarðvík 81-98 (16-24, 23-28, 21-24, 21-22)ÍR: D'Andre Jordan Williams 27/4 fráköst/9 stoðsendingar, Eric James Palm 18/5 fráköst, Sveinbjörn Claessen 10, Vilhjálmur Theodór Jónsson 8/6 fráköst, Nemanja Sovic 8/9 fráköst, Hjalti Friðriksson 6/4 fráköst, Ellert Arnarson 2, Þorvaldur Hauksson 2.Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 23/4 fráköst/6 stoðsendingar, Nigel Moore 21/8 fráköst, Marcus Van 20/18 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 15, Ólafur Helgi Jónsson 10/8 fráköst, Ágúst Orrason 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 3.Skallagrímur-Fjölnir 85-83 (28-30, 25-11, 21-22, 11-20)Skallagrímur: Carlos Medlock 40/5 fráköst, Davíð Ásgeirsson 13/4 fráköst, Hörður Helgi Hreiðarsson 11/5 fráköst, Sigmar Egilsson 8, Páll Axel Vilbergsson 7/7 fráköst, Trausti Eiríksson 3/4 fráköst, Orri Jónsson 3.Fjölnir: Christopher Smith 23/16 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 16/8 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 15, Arnþór Freyr Guðmundsson 9/4 fráköst, Gunnar Ólafsson 8, Isacc Deshon Miles 8/5 fráköst/6 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4.
Dominos-deild karla Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira