Ellefu íþróttamenn sem hættu á toppnum 6. febrúar 2013 17:45 NFL-leikmaðurinn Ray Lewis fékk fullkominn enda á frábæran feril er hann vann Super Bowl með Baltimore Ravens um helgina. Sautján ára ferill endaði eins og í góðu ævintýri. Fleiri frábærir íþróttamenn hafa náð því að hætta á toppnum og skráð sig í sögubækurnar. Vísir skoðar þessa íþróttamenn hér fyrir neðan. 1. Björn Borg.Björn Borg. Sænski sykurpúðinn var sleipur með tennisspaðann áður en hann fór að hanna og framleiða nærbuxur. Hann hætti árið 1983 en þá var hann aðeins 26 ára gamall og búinn að vinna Wimbledon-mótið fimm sinnum. 2. Tony Adams. Tony Adams. Átti skrautlegan feril þar sem baráttan við bakkus tók sinn toll. Sat meðal annars inni í 57 daga eftir að hafa klesst á drukkinn undir stýri. Náði deildar- og bikartvennunni í tvígang með Arsenal. Hætti eftir seinni tvennuna. 3. John Elway. John Elway. Einn besti leikstjórnandi í sögu NFL og lék með Denver Broncos. Spilaði 14 tímabil í röð án þess að vinna Super Bowl. Hann tapaði þrisvar í úrslitum. Hann gafst ekki upp og lauk ferlinum með því að vinna Super Bowl 1997 og 1998. Hann var valinn besti leikmaðurinn í sínum síðasta leik. 4. Bobby Fischer. Bobby Fischer. Bandaríski Íslendingurinn var heimsmeistari frá 1972 til 1975. Hann var aðeins 32 ára þegar hann fór að rífast við stjórnvöld og hætti að tefla. 5. Michael Johnson. Michael Johnson. Hlauparinn með fáranlega hlaupastílinn. Hann varð fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna 200 og 400 metra hlaup á sömu Ólympíuleikunum. Það var árið 1996. Hljóp 400 metrana á 43.18 sekúndum árið 1999 og það heimsmet stendur enn. Hætti eftir að hafa varið ÓL-titil sinn í 400 metra hlaupi á ÓL í Sydney árið 2000. 6. Rocky Marciano. Rocky Marciano. Hvíta hetjan í hnefaleikunum. Hann var 32 ára er hann hætti. Þá hafði hann unnið alla 49 bardaga sína á ferlinum og hafði haldið heimsmeistaratigninni í fjögur ár samfleytt. 7. Michael Phelps. Michael Phelps. Hætti að synda eftir ÓL í London. Þar vann hann 4 gull og 2 silfur. Hann vann samtals 18 ÓL-gull og 22 ÓL-verðlaun í heildina. Met sem hugsanlega verður aldrei slegið. 8. Alain Prost. Alain Prost. Hætti í Formúlu 1 eftir að hafa unnið sinn fjórða heimsmeistaratitil árið 1993. Þá var hann 38 ára. Hann tók sér frí árið 1992, kom til baka og vann titilinn á ný. Eftir það var hann orðinn saddur. 9. Annika Sörenstam. Annika Sörenstam. Sænski kylfingurinn var á toppi heimslistans er hún hætti árið 2008. Hún vann 10 risatitla og 90 mót í heildina. Vann fjögur mót á síðasta ári sínu sem atvinnukylfingur. 10. Pete Sampras Pete Sampras. Tenniskappinn var mest 286 vikur í röð á toppi heimslistans. Hann vann Wimbledon-mótið sjö sinnum. Siðasta leikur hans á atvinnumannaferlinum var í úrslitum US Open 2002. Þá lagði hann sinn helsta keppinaut, Andre Agassi, og labbaði svo í burtu. 11. Ray Lewis Ray Lewis. 17 ára ferill og tveir Super Bowl-titlar. Var enn einn af bestu varnarmönnum deildarinnar þrátt fyrir háan aldur. Verður minnst sem einn af þeim bestu. Erlendar Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Sjá meira
NFL-leikmaðurinn Ray Lewis fékk fullkominn enda á frábæran feril er hann vann Super Bowl með Baltimore Ravens um helgina. Sautján ára ferill endaði eins og í góðu ævintýri. Fleiri frábærir íþróttamenn hafa náð því að hætta á toppnum og skráð sig í sögubækurnar. Vísir skoðar þessa íþróttamenn hér fyrir neðan. 1. Björn Borg.Björn Borg. Sænski sykurpúðinn var sleipur með tennisspaðann áður en hann fór að hanna og framleiða nærbuxur. Hann hætti árið 1983 en þá var hann aðeins 26 ára gamall og búinn að vinna Wimbledon-mótið fimm sinnum. 2. Tony Adams. Tony Adams. Átti skrautlegan feril þar sem baráttan við bakkus tók sinn toll. Sat meðal annars inni í 57 daga eftir að hafa klesst á drukkinn undir stýri. Náði deildar- og bikartvennunni í tvígang með Arsenal. Hætti eftir seinni tvennuna. 3. John Elway. John Elway. Einn besti leikstjórnandi í sögu NFL og lék með Denver Broncos. Spilaði 14 tímabil í röð án þess að vinna Super Bowl. Hann tapaði þrisvar í úrslitum. Hann gafst ekki upp og lauk ferlinum með því að vinna Super Bowl 1997 og 1998. Hann var valinn besti leikmaðurinn í sínum síðasta leik. 4. Bobby Fischer. Bobby Fischer. Bandaríski Íslendingurinn var heimsmeistari frá 1972 til 1975. Hann var aðeins 32 ára þegar hann fór að rífast við stjórnvöld og hætti að tefla. 5. Michael Johnson. Michael Johnson. Hlauparinn með fáranlega hlaupastílinn. Hann varð fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna 200 og 400 metra hlaup á sömu Ólympíuleikunum. Það var árið 1996. Hljóp 400 metrana á 43.18 sekúndum árið 1999 og það heimsmet stendur enn. Hætti eftir að hafa varið ÓL-titil sinn í 400 metra hlaupi á ÓL í Sydney árið 2000. 6. Rocky Marciano. Rocky Marciano. Hvíta hetjan í hnefaleikunum. Hann var 32 ára er hann hætti. Þá hafði hann unnið alla 49 bardaga sína á ferlinum og hafði haldið heimsmeistaratigninni í fjögur ár samfleytt. 7. Michael Phelps. Michael Phelps. Hætti að synda eftir ÓL í London. Þar vann hann 4 gull og 2 silfur. Hann vann samtals 18 ÓL-gull og 22 ÓL-verðlaun í heildina. Met sem hugsanlega verður aldrei slegið. 8. Alain Prost. Alain Prost. Hætti í Formúlu 1 eftir að hafa unnið sinn fjórða heimsmeistaratitil árið 1993. Þá var hann 38 ára. Hann tók sér frí árið 1992, kom til baka og vann titilinn á ný. Eftir það var hann orðinn saddur. 9. Annika Sörenstam. Annika Sörenstam. Sænski kylfingurinn var á toppi heimslistans er hún hætti árið 2008. Hún vann 10 risatitla og 90 mót í heildina. Vann fjögur mót á síðasta ári sínu sem atvinnukylfingur. 10. Pete Sampras Pete Sampras. Tenniskappinn var mest 286 vikur í röð á toppi heimslistans. Hann vann Wimbledon-mótið sjö sinnum. Siðasta leikur hans á atvinnumannaferlinum var í úrslitum US Open 2002. Þá lagði hann sinn helsta keppinaut, Andre Agassi, og labbaði svo í burtu. 11. Ray Lewis Ray Lewis. 17 ára ferill og tveir Super Bowl-titlar. Var enn einn af bestu varnarmönnum deildarinnar þrátt fyrir háan aldur. Verður minnst sem einn af þeim bestu.
Erlendar Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Sjá meira