"Ekki slást við svín í svínastíunni“ 17. febrúar 2013 16:04 „Ég læt ekki áróðursbull og vitleysu stoppa mig. Það er eins gott að hætta þessu bara ef menn hrekjast undan hælbítum með lélegan málstað. Það kemur bara ekki til greina." Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar spurði þáttastjórnandi hvort að umræðan um tengsl Bjarna við viðskiptalífið hafi haft neikvæð áhrif á hann sem formann og um leið á fylgi Sjálfstæðisflokkinn. „Það getur vel verið," svaraði Bjarni. „Þetta er tilraun andstæðinga minna - og sérstaklega þeirra sem vilja hnekkja á Sjálfstæðisflokknum - til að finna mál sem draga athygli frá stóru málunum. Þeir sem vilja tala um þetta þora ekki í málefnalega umræðu um hin stóru mál stjórnmálanna." Bjarni ítrekaði að hann hefði aldrei setið í stjórn Vafnings og að hann hefði hvorki talað yfir hönd félagsins né staðið í samningagerð fyrir hönd þess. „Ég kom ekki nálægt þessu félagi á neinn hátt," sagði Bjarni. „Þannig að það er algjörlega fráleitt að vera að bendla mig með óeðlilegum hætti við þetta félag. Enda kom það í ljós í dómsmálinu í desember að saksóknari var á villigötum með því að vera blanda því inn í þetta Milestone-lán." Eins og fram kom í könnun Capacent Gallup, sem gerð var fyrir hönd Samtaka áhugafólks um stjórnmál, á dögunum telja 82 prósent að Hanna Birna Kristjánsdóttir yrði sterkari formaður Sjálfstæðisflokksins en Bjarni. Bjarni segir það vel mega vera að umræðan um tengsl hans við viðskiptalífið hafi haft áhrif á niðurstöðu könnunarinnar. „Þó svo að ég standi einn eftir með að svara fyrir þessi tengsl þá hætti ég því ekki," segir Bjarni. „Ég legg ekki niður vopnin, þó að andstæðingar mínir reyni að klína á mig ósanngjörnum ávirðingum eins og DV-menn hafa gert ítrekað." Þá sagði Bjarni að hann hefði getað höfðað mál á hendur DV fyrir að hafa haldið því fram í forsíðufrétt að hann hefði játað að hafa gerst sekur um skjalafals í Vafningsmálinu. „Hvers konar yfirgangur og bull og vitleysa er þetta?" spyr Bjarni. Sp. blm. En hefurðu hugsað þér að fara í meiðyrðamál? „Ég hef nálgast þetta út frá heilræði sem ég lærði einu sinni í Ameríku: Ekki slást við svín í svínastíunni, báðir verða skítugir upp fyrir haus, en það er bara svínið sem hefur gaman af því." Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. Vafningsmálið Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
„Ég læt ekki áróðursbull og vitleysu stoppa mig. Það er eins gott að hætta þessu bara ef menn hrekjast undan hælbítum með lélegan málstað. Það kemur bara ekki til greina." Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar spurði þáttastjórnandi hvort að umræðan um tengsl Bjarna við viðskiptalífið hafi haft neikvæð áhrif á hann sem formann og um leið á fylgi Sjálfstæðisflokkinn. „Það getur vel verið," svaraði Bjarni. „Þetta er tilraun andstæðinga minna - og sérstaklega þeirra sem vilja hnekkja á Sjálfstæðisflokknum - til að finna mál sem draga athygli frá stóru málunum. Þeir sem vilja tala um þetta þora ekki í málefnalega umræðu um hin stóru mál stjórnmálanna." Bjarni ítrekaði að hann hefði aldrei setið í stjórn Vafnings og að hann hefði hvorki talað yfir hönd félagsins né staðið í samningagerð fyrir hönd þess. „Ég kom ekki nálægt þessu félagi á neinn hátt," sagði Bjarni. „Þannig að það er algjörlega fráleitt að vera að bendla mig með óeðlilegum hætti við þetta félag. Enda kom það í ljós í dómsmálinu í desember að saksóknari var á villigötum með því að vera blanda því inn í þetta Milestone-lán." Eins og fram kom í könnun Capacent Gallup, sem gerð var fyrir hönd Samtaka áhugafólks um stjórnmál, á dögunum telja 82 prósent að Hanna Birna Kristjánsdóttir yrði sterkari formaður Sjálfstæðisflokksins en Bjarni. Bjarni segir það vel mega vera að umræðan um tengsl hans við viðskiptalífið hafi haft áhrif á niðurstöðu könnunarinnar. „Þó svo að ég standi einn eftir með að svara fyrir þessi tengsl þá hætti ég því ekki," segir Bjarni. „Ég legg ekki niður vopnin, þó að andstæðingar mínir reyni að klína á mig ósanngjörnum ávirðingum eins og DV-menn hafa gert ítrekað." Þá sagði Bjarni að hann hefði getað höfðað mál á hendur DV fyrir að hafa haldið því fram í forsíðufrétt að hann hefði játað að hafa gerst sekur um skjalafals í Vafningsmálinu. „Hvers konar yfirgangur og bull og vitleysa er þetta?" spyr Bjarni. Sp. blm. En hefurðu hugsað þér að fara í meiðyrðamál? „Ég hef nálgast þetta út frá heilræði sem ég lærði einu sinni í Ameríku: Ekki slást við svín í svínastíunni, báðir verða skítugir upp fyrir haus, en það er bara svínið sem hefur gaman af því." Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Vafningsmálið Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira