Oddur Kristjánsson, 17 ára bakvörður úr Stjörnunni, lét finna fyrir sér í leiknum á móti Njarðvík í gær. Réttara sagt þá lét hann parketið í Ásgarði finna fyrir sér.
Oddur lenti illa á olnboganum eftir að hafa verið í baráttu um frákast við hinn öfluga Marcus Van. Oddur skall harkalega í gólfið með annan olnbogann á undan sér.
Þetta gerðist undir annarri körfunni og það varð hlé á leiknum ekki til að huga að meiðslum Odds heldur til að huga að gólfinu sem hreinlega brotnaði við höggið.
„Karfan.is hefur það staðfest að leikmaðurinn hafi sloppið bara með skrámu. Nýverið var gert við undirlagið á parketinu í Ásgarði og gæti það tengst málinu en við fullyrðum það ekki. Betur fór en á horfðist og er það fyrir öllu," segir í frétt um málið inn á karfan.is.
Oddur Rúnar Kristjánsson var í fyrsta sinn í byrjunarliði Stjörnunnar í þessum leik en hann kom til félagsins frá KR fyrir tímabilið. Hann kom ekki meira við sögu í leiknum eftir fallið.
Oddur braut parketið í Ásgarði
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn




Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn

Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn



Fleiri fréttir
