„Áróður samkynhneigðra“ verði bannaður Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 27. febrúar 2013 12:44 Frumvarp til laga um bann á „áróðri samkynhneigðra" í Rússlandi hefur verið tekið fyrir á rússneska þinginu. Enn er frumvarpið ekki orðið að lögum, en skiptar skoðanir eru á því og mótmæli hafa verið haldin víða. BBC greinir frá. „Ég þekki enga samkynhneigða persónulega en ég hef séð þá í sjónvarpinu," segir lögræðingurinn Yevgeny Mazepin, en hann er leiðtogi samtaka í borginni Voronezh sem berst fyrir því að lögin verði að veruleika. „Ég sá þá líka á torginu hér í Voronezh þann 10. janúar." Mazepin vísar til mótmæla sem haldin voru á „Byltingartorginu" svokallaða í borginni, en þar fór lögfræðingurinn ásamt 1500 öðrum til þess að bregðast við fjórtán manna mótmælum sem þar voru fyrir. „Áróður samkynhneigðra sem beinist að börnum og unglingum mun tortíma hefðbundnum fjölskyldum," segir Mazepin, en hann telur gleðigöngur og aðrar samkundur samkynhneigðra „dæmi um stjórnlausa útbreiðslu ranghugmynda um að öfuguggaháttur sé eðlilegur". Mazepin segir samkynhneigða ekki vinna, heldur liggja í leti og lifa á „undarlegri innkomu af listasýningum".Ofbeldi gegn samkynhneigðum er algengt á mótmælum þeirra í Rússlandi.Mynd/GettyYfirvöld hvetja til ofbeldis Pavel Lebedev, samkynhneigður 23 ára maður frá Voronezh, var einn af þeim sem skipulagði mótmælin á Byltingartorginu og myndir frá þeim sýna einn af fylgismönnum Mazepin sparka í Lebedev, þannig að hann fellur í götuna. „Ég var þarna til þess að útskýra hvernig þessi nýju lög myndu brjóta á mannréttindum fjölda fólks, og að þúsundir manna myndu glata rödd sinni í samfélaginu, yrðu lögin samþykkt," segir Lebedev og bætir því við að með þeim séu yfirvöld að hvetja til ofbeldis. Lögin gefi í skyn að sumt fólk sé óæðra og eigi að láta sem minnst á sér bera. Lebedev telur rússneskt samfélag í heild sinni ekki fordómafullt í garð samkynhneigðra, en réttarstaða þeirra er síður en svo góð. Þó samkynhneigð hafi verið lögleg í landinu frá 1993 hafa gleðigöngur verið bannaðar í Moskvu næstu hundrað ár hið minnsta. Nýja frumvarpið var samþykkt í neðri deild rússneska þingsins með 338 atkvæðum gegn einu. Einnig hafa vinsælir stjórnmálamenn látið ummæli flakka í fjölmiðlum, þar sem þeir líkja samkynhneigð við barnagirnd. Verði frumvarpið að lögum mun samkynja pörum til dæmis verða óheimilt að kyssast á almannafæri. Meðfylgjandi myndband er frá mótmælum gegn frumvarpinu frá því í janúar, en þar kysstist hópur samkynhneigðra fyrir framan þinghúsið í Moskvu. Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Frumvarp til laga um bann á „áróðri samkynhneigðra" í Rússlandi hefur verið tekið fyrir á rússneska þinginu. Enn er frumvarpið ekki orðið að lögum, en skiptar skoðanir eru á því og mótmæli hafa verið haldin víða. BBC greinir frá. „Ég þekki enga samkynhneigða persónulega en ég hef séð þá í sjónvarpinu," segir lögræðingurinn Yevgeny Mazepin, en hann er leiðtogi samtaka í borginni Voronezh sem berst fyrir því að lögin verði að veruleika. „Ég sá þá líka á torginu hér í Voronezh þann 10. janúar." Mazepin vísar til mótmæla sem haldin voru á „Byltingartorginu" svokallaða í borginni, en þar fór lögfræðingurinn ásamt 1500 öðrum til þess að bregðast við fjórtán manna mótmælum sem þar voru fyrir. „Áróður samkynhneigðra sem beinist að börnum og unglingum mun tortíma hefðbundnum fjölskyldum," segir Mazepin, en hann telur gleðigöngur og aðrar samkundur samkynhneigðra „dæmi um stjórnlausa útbreiðslu ranghugmynda um að öfuguggaháttur sé eðlilegur". Mazepin segir samkynhneigða ekki vinna, heldur liggja í leti og lifa á „undarlegri innkomu af listasýningum".Ofbeldi gegn samkynhneigðum er algengt á mótmælum þeirra í Rússlandi.Mynd/GettyYfirvöld hvetja til ofbeldis Pavel Lebedev, samkynhneigður 23 ára maður frá Voronezh, var einn af þeim sem skipulagði mótmælin á Byltingartorginu og myndir frá þeim sýna einn af fylgismönnum Mazepin sparka í Lebedev, þannig að hann fellur í götuna. „Ég var þarna til þess að útskýra hvernig þessi nýju lög myndu brjóta á mannréttindum fjölda fólks, og að þúsundir manna myndu glata rödd sinni í samfélaginu, yrðu lögin samþykkt," segir Lebedev og bætir því við að með þeim séu yfirvöld að hvetja til ofbeldis. Lögin gefi í skyn að sumt fólk sé óæðra og eigi að láta sem minnst á sér bera. Lebedev telur rússneskt samfélag í heild sinni ekki fordómafullt í garð samkynhneigðra, en réttarstaða þeirra er síður en svo góð. Þó samkynhneigð hafi verið lögleg í landinu frá 1993 hafa gleðigöngur verið bannaðar í Moskvu næstu hundrað ár hið minnsta. Nýja frumvarpið var samþykkt í neðri deild rússneska þingsins með 338 atkvæðum gegn einu. Einnig hafa vinsælir stjórnmálamenn látið ummæli flakka í fjölmiðlum, þar sem þeir líkja samkynhneigð við barnagirnd. Verði frumvarpið að lögum mun samkynja pörum til dæmis verða óheimilt að kyssast á almannafæri. Meðfylgjandi myndband er frá mótmælum gegn frumvarpinu frá því í janúar, en þar kysstist hópur samkynhneigðra fyrir framan þinghúsið í Moskvu.
Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira