„Áróður samkynhneigðra“ verði bannaður Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 27. febrúar 2013 12:44 Frumvarp til laga um bann á „áróðri samkynhneigðra" í Rússlandi hefur verið tekið fyrir á rússneska þinginu. Enn er frumvarpið ekki orðið að lögum, en skiptar skoðanir eru á því og mótmæli hafa verið haldin víða. BBC greinir frá. „Ég þekki enga samkynhneigða persónulega en ég hef séð þá í sjónvarpinu," segir lögræðingurinn Yevgeny Mazepin, en hann er leiðtogi samtaka í borginni Voronezh sem berst fyrir því að lögin verði að veruleika. „Ég sá þá líka á torginu hér í Voronezh þann 10. janúar." Mazepin vísar til mótmæla sem haldin voru á „Byltingartorginu" svokallaða í borginni, en þar fór lögfræðingurinn ásamt 1500 öðrum til þess að bregðast við fjórtán manna mótmælum sem þar voru fyrir. „Áróður samkynhneigðra sem beinist að börnum og unglingum mun tortíma hefðbundnum fjölskyldum," segir Mazepin, en hann telur gleðigöngur og aðrar samkundur samkynhneigðra „dæmi um stjórnlausa útbreiðslu ranghugmynda um að öfuguggaháttur sé eðlilegur". Mazepin segir samkynhneigða ekki vinna, heldur liggja í leti og lifa á „undarlegri innkomu af listasýningum".Ofbeldi gegn samkynhneigðum er algengt á mótmælum þeirra í Rússlandi.Mynd/GettyYfirvöld hvetja til ofbeldis Pavel Lebedev, samkynhneigður 23 ára maður frá Voronezh, var einn af þeim sem skipulagði mótmælin á Byltingartorginu og myndir frá þeim sýna einn af fylgismönnum Mazepin sparka í Lebedev, þannig að hann fellur í götuna. „Ég var þarna til þess að útskýra hvernig þessi nýju lög myndu brjóta á mannréttindum fjölda fólks, og að þúsundir manna myndu glata rödd sinni í samfélaginu, yrðu lögin samþykkt," segir Lebedev og bætir því við að með þeim séu yfirvöld að hvetja til ofbeldis. Lögin gefi í skyn að sumt fólk sé óæðra og eigi að láta sem minnst á sér bera. Lebedev telur rússneskt samfélag í heild sinni ekki fordómafullt í garð samkynhneigðra, en réttarstaða þeirra er síður en svo góð. Þó samkynhneigð hafi verið lögleg í landinu frá 1993 hafa gleðigöngur verið bannaðar í Moskvu næstu hundrað ár hið minnsta. Nýja frumvarpið var samþykkt í neðri deild rússneska þingsins með 338 atkvæðum gegn einu. Einnig hafa vinsælir stjórnmálamenn látið ummæli flakka í fjölmiðlum, þar sem þeir líkja samkynhneigð við barnagirnd. Verði frumvarpið að lögum mun samkynja pörum til dæmis verða óheimilt að kyssast á almannafæri. Meðfylgjandi myndband er frá mótmælum gegn frumvarpinu frá því í janúar, en þar kysstist hópur samkynhneigðra fyrir framan þinghúsið í Moskvu. Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Frumvarp til laga um bann á „áróðri samkynhneigðra" í Rússlandi hefur verið tekið fyrir á rússneska þinginu. Enn er frumvarpið ekki orðið að lögum, en skiptar skoðanir eru á því og mótmæli hafa verið haldin víða. BBC greinir frá. „Ég þekki enga samkynhneigða persónulega en ég hef séð þá í sjónvarpinu," segir lögræðingurinn Yevgeny Mazepin, en hann er leiðtogi samtaka í borginni Voronezh sem berst fyrir því að lögin verði að veruleika. „Ég sá þá líka á torginu hér í Voronezh þann 10. janúar." Mazepin vísar til mótmæla sem haldin voru á „Byltingartorginu" svokallaða í borginni, en þar fór lögfræðingurinn ásamt 1500 öðrum til þess að bregðast við fjórtán manna mótmælum sem þar voru fyrir. „Áróður samkynhneigðra sem beinist að börnum og unglingum mun tortíma hefðbundnum fjölskyldum," segir Mazepin, en hann telur gleðigöngur og aðrar samkundur samkynhneigðra „dæmi um stjórnlausa útbreiðslu ranghugmynda um að öfuguggaháttur sé eðlilegur". Mazepin segir samkynhneigða ekki vinna, heldur liggja í leti og lifa á „undarlegri innkomu af listasýningum".Ofbeldi gegn samkynhneigðum er algengt á mótmælum þeirra í Rússlandi.Mynd/GettyYfirvöld hvetja til ofbeldis Pavel Lebedev, samkynhneigður 23 ára maður frá Voronezh, var einn af þeim sem skipulagði mótmælin á Byltingartorginu og myndir frá þeim sýna einn af fylgismönnum Mazepin sparka í Lebedev, þannig að hann fellur í götuna. „Ég var þarna til þess að útskýra hvernig þessi nýju lög myndu brjóta á mannréttindum fjölda fólks, og að þúsundir manna myndu glata rödd sinni í samfélaginu, yrðu lögin samþykkt," segir Lebedev og bætir því við að með þeim séu yfirvöld að hvetja til ofbeldis. Lögin gefi í skyn að sumt fólk sé óæðra og eigi að láta sem minnst á sér bera. Lebedev telur rússneskt samfélag í heild sinni ekki fordómafullt í garð samkynhneigðra, en réttarstaða þeirra er síður en svo góð. Þó samkynhneigð hafi verið lögleg í landinu frá 1993 hafa gleðigöngur verið bannaðar í Moskvu næstu hundrað ár hið minnsta. Nýja frumvarpið var samþykkt í neðri deild rússneska þingsins með 338 atkvæðum gegn einu. Einnig hafa vinsælir stjórnmálamenn látið ummæli flakka í fjölmiðlum, þar sem þeir líkja samkynhneigð við barnagirnd. Verði frumvarpið að lögum mun samkynja pörum til dæmis verða óheimilt að kyssast á almannafæri. Meðfylgjandi myndband er frá mótmælum gegn frumvarpinu frá því í janúar, en þar kysstist hópur samkynhneigðra fyrir framan þinghúsið í Moskvu.
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira