
Pistorius-lögga rannsökuð vegna morðtilraunar

Árið 2011 er Botha sagður hafa skotið, ásamt tveimur öðrum lögreglumönnum, á sjö farþega smárútu í þeim tilgangi að stöðva hana. Þeir voru handteknir og ákærðir í október sama ár, en talið er að þeir hafi verið ölvaðir á vakt þegar skothríðin átti sér stað. Málið var þó látið niður falla þar til örfáum dögum fyrir dauða Reevu Steenkamp, konunnar sem Oscar Pistorius er grunaður um að hafa myrt.
Í gær var Botha tilkynnt að rannsókn hefði hafist að nýju, sama dag og verjandinn Barry Roux tætti hann í sig í vitnastúkunni. Sakaði Roux lögreglumanninn um léleg vinnubrögð við rannsóknina og Botha gat enga vörn sér veitt.
Í dag halda réttarhöldin um það hvort spretthlauparanum verði sleppt lausum gegn tryggingu áfram, en lögregluyfirvöld hafa ekkert gefið upp varðandi hvort Botha verði leystur frá störfum.
Tengdar fréttir

Minningarmyndband um kærustu Oscar Pistorius
Reevu Steenkamp, kærustu Oscar Pistorius sem lét lífið af völdum skotsára á föstudag, var minnst í mínútulöngu myndbandi í upphafi raunveruleikaþáttar í Suður-Afríku á laugardagskvöld.

Hver er Oscar Pistorius?
Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius er grunaður um að hafa myrt kærustu sína af yfirlögðu ráði að morgni 14. febrúar. En hver er þessi margumtalaði maður?

Setti á sig gervifæturna til að skjóta Steenkamp
Saksóknarar í máli suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius segja morðið á Reeva Steenkamp, kærustu Pistorius, hafa verið skipulagt.

Annar dagur réttarhaldsins yfir Pistorius í dag
Annar dagur réttarhaldsins um hvort sleppa eigi suður-afríska spretthlauparanum Oscar Pistorius lausum gegn tryggingu hefst nú á eftir.

Suður-afríska íþróttahetjan Pistorius skaut kærustu sína til bana
Suður-afríska íþróttahetjan Oscar Pistorius er í haldi lögreglunnar þar í landi en hann er talinn hafa skotið kærustu sína til bana í nótt.

„Eins og að horfa á laminn selskóp“
Verjandinn Barry Roux er sagður hafa hakkað lögreglumanninn Hilton Botha í sig í dómssalnum í Pretoria, Suður-Afríku, þar sem fram fara réttarhöld um það hvort spretthlauparinn Oscar Pistorius verði látinn laus gegn tryggingagjaldi.