Gríðarleg skemmdarverk unnin á sveitabæ Karen Kjartansdóttir skrifar 14. mars 2013 19:04 Gríðarleg skemmdarverk voru í nótt unnin á sveitabænum Sjávarhólum á Kjalarnesi auk þess sem skotið var á húsið. Lögreglan segir ítrekað hafa verið ráðist að bænum. Umsjónarkona hússins óttast að einnig hafi verið ráðist að hrossum sem þar voru í hagabeit. Búið var að aka dráttarvél inn í húsið, brjóta flestar rúður í húsinu, rífa hurðina af bílskúrnum, skjóta með haglabyssu á húsið, skemma tæki og eyðileggja innanstokksmuni sem suma mátti sjá í innkeyrslunni við húsið. Ekki er búið á bænum en Guðrún Sigurðardóttir hefur haft þar hross í hagabeit og lítur hún reglulega við til að sjá til þess að allt sé þar í lagi. Í gær hafi verið allt í lagi. „Við komum hingað í gær og þá var allt í topplagi, allt í röð og reglu. Ég er með fullan bíl af hreinlætisgræjum til að fara skúra, þvo ískápinn og setja í hann. En þegar við komum hingað klukkan eitt voru aðstæður svona.“Lögreglan segir ítrekað hafa verið ráðist að bænum.Áverkar á skepnum Guðrún og lögreglan segja að þótt langflest skemmdarverkanna hafi verið framin í nótt hafi ítrekað áður verið ráðist að bænum. Lögregla segir að þótt ekki sé vitað hver eða hverjir voru að verki sé talið að um sömu menn sé um að ræða. „Það er ítrekað búið að skemma hérna, síðast var ráðist inn í bílskúrinn og rúðurnar á bílunum öllum boraðar. Það var eldgamall Pontiac sem stóð í horninu og ekki sá á en hann var gjörsamlega rústaður. Og svo er búið að skjóta á húsið úr haglabyssu og skemma klæðninguna.“ Hrossin sem Guðrún hefur fengið að hafa í hagabeit á jörðinni á sumrin eru nú á húsi. Óttast hún að skemmdarvargarnir hafi ráðist á skepnurnar sem voru í haga á jörðinni, til dæmis hafi reiðhesturinn hennar skyndilega helst og undarlegir áverkar komið í ljós á hófi hans. „Við héldum fyrst að það hefði verið skotið á hann en sennilega hafa þeir borað í gegn.“Búið var að mölbrjóta flestar rúður í húsinu. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Gríðarleg skemmdarverk voru í nótt unnin á sveitabænum Sjávarhólum á Kjalarnesi auk þess sem skotið var á húsið. Lögreglan segir ítrekað hafa verið ráðist að bænum. Umsjónarkona hússins óttast að einnig hafi verið ráðist að hrossum sem þar voru í hagabeit. Búið var að aka dráttarvél inn í húsið, brjóta flestar rúður í húsinu, rífa hurðina af bílskúrnum, skjóta með haglabyssu á húsið, skemma tæki og eyðileggja innanstokksmuni sem suma mátti sjá í innkeyrslunni við húsið. Ekki er búið á bænum en Guðrún Sigurðardóttir hefur haft þar hross í hagabeit og lítur hún reglulega við til að sjá til þess að allt sé þar í lagi. Í gær hafi verið allt í lagi. „Við komum hingað í gær og þá var allt í topplagi, allt í röð og reglu. Ég er með fullan bíl af hreinlætisgræjum til að fara skúra, þvo ískápinn og setja í hann. En þegar við komum hingað klukkan eitt voru aðstæður svona.“Lögreglan segir ítrekað hafa verið ráðist að bænum.Áverkar á skepnum Guðrún og lögreglan segja að þótt langflest skemmdarverkanna hafi verið framin í nótt hafi ítrekað áður verið ráðist að bænum. Lögregla segir að þótt ekki sé vitað hver eða hverjir voru að verki sé talið að um sömu menn sé um að ræða. „Það er ítrekað búið að skemma hérna, síðast var ráðist inn í bílskúrinn og rúðurnar á bílunum öllum boraðar. Það var eldgamall Pontiac sem stóð í horninu og ekki sá á en hann var gjörsamlega rústaður. Og svo er búið að skjóta á húsið úr haglabyssu og skemma klæðninguna.“ Hrossin sem Guðrún hefur fengið að hafa í hagabeit á jörðinni á sumrin eru nú á húsi. Óttast hún að skemmdarvargarnir hafi ráðist á skepnurnar sem voru í haga á jörðinni, til dæmis hafi reiðhesturinn hennar skyndilega helst og undarlegir áverkar komið í ljós á hófi hans. „Við héldum fyrst að það hefði verið skotið á hann en sennilega hafa þeir borað í gegn.“Búið var að mölbrjóta flestar rúður í húsinu.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira