Stúlkan tók bolta sem kom í átt til hennar og kastaði honum upp í stúku. Vandamálið var að boltinn var ekki úr leik og með því að kasta boltanum upp í stúku gaf hún öðru liðinu tvö stig.
Hún áttaði sig á mistökunum er áhorfendur fóru að baula. Hún tók mistökin þó ekki sérstaklega inn á sig og hló bara að öllu saman.
Sem betur fer var aðeins um æfingaleik að ræða hjá liðum í MLB-deildinni og því hefur verið hlegið með henni í dag.