Hinn magnaði leikstjórnandi Cleveland Cavaliers, Kyrie Irving, hefur orðið fyrir enn einu áfallinu og svo gæti farið að hann spili ekki meira í vetur.
Irving meiddist á öxl í leik gegn Toronto síðasta sunnudag. Röntgenmyndir hafa leitt í ljós að hann verður frá í að minnsta kosti 3-4 vikur en aðeins mánuður er eftir af tímabilinu.
Irving, sem valinn var fyrstur í nýliðavalinu árið 2011, hefur misst af 29 leikjum vegna meiðsla á fyrstu tveimur árum sínum í deildinni. Hann horfir fram á að missa af 19 leikjum í viðbót.
Þessi tvítugi strákur hefur leikið frábærlega í vetur þegar heilsan hefur leyft og hann var valinn í Stjörnuleik NBA-deildarinnar á dögunum. Þar vann hann þriggja stiga keppnina.
Irving hefur lent í ýmsu á stuttum ferli. Hann hefur fingurbrotnað, meiðst á hné, fengið heilahristing og svo kjálkabrotnaði hann fyrr í vetur en lék samt áfram.
Tímabilið líklega búið hjá Irving

Mest lesið








Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum
Íslenski boltinn

Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman
Körfubolti
