Besti körfuboltamaður allra tíma, Michael Jordan, mun ganga í það heilaga þann 27. apríl næstkomandi. Það verður í annað sinn sem Jordan giftir sig.
Stúlkan sem Jordan mun giftast heitir Yvette Prieto. Hún er 34 ára gömul fyrirsæta sem fæddist á Kúbu. Þau kynntust árið 2008 og Prieto var flutt unn til Jordans ári síðar.
Brúðkaupið mun fara fram í Palm Beach í Flórída. Brúðhjónin vilja að sem fæst af því sem fer fram í brúðkaupinu rati í fjölmiðla.
Í boðskortinu eru gesti beðnir um að ræða ekki brúðkaupið við fjölmiðla og svo verður bannað að koma með síma í brúðkaupið. Gangi Jordan vel að halda upplýsingum frá fjölmiðlum þar sem boðskortið er þegar komið þangað.
Samkvæmt fjölmiðlum í Chicago þá hefur Jordan þegar gert kaupmála við Prieto. Skal engan undra þar sem síðasti skilnaður hans kostaði hann 168 milljónir dollara.
Ef Jordan og Prieto skilja þá fær Prieto eina milljón dollara fyrir hvert ár sem þau voru gift. Ef þau verða gift lengur en í 10 ár fer sú greiðsla í 5 milljónir fyrir árið. Jordan er talinn eiga 650 milljónir dollara.
Engir símar leyfðir í brúðkaupi Jordans

Mest lesið

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn

Leeds sló eigið stigamet
Enski boltinn

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Körfubolti

„Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“
Íslenski boltinn

„Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“
Körfubolti


„Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“
Íslenski boltinn


Fleiri fréttir
