Þrumuveður stoppaði Tiger Woods Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2013 09:15 Tiger Woods. Mynd/AP Tiger Woods er í góðum málum á Arnold Palmer golfmótinu í Flórída en það tókst þó ekki að klára leik í gær vegna þrumuveðurs sem gekk þá yfir á Bay Hill vellinum í Orlando. Mikil rigning og rok varð til þess að allir kylfingarnir voru kallaðir inn og keppni var frestað þar til í dag. Starfsmenn vallarins þurfa nú að vinna baki brotnu við að laga völlinn áður en hann er leikfær á ný. Það síðasta sem Tiger Woods gerði áður en keppni var hætt var að setja niður rúmlega þriggja metra pútt á annarri holu og ná þriggja högga forskoti. Keppni mun væntanlega vera framhaldið í dag. Tiger Woods getur þá bæði tryggt sér sigur á mótinu sem og efsta sætið á heimslistanum en hann mun taka það af Norður-Íranum Rory McIlroy takist honum að vinna. Tiger Woods hefur ekki verið á toppi heimslistans í 29 mánuði eftir að hafa verið þar á undan í 623 vikur í efsta sætinu. Vinni Woods verður það hans 77. sigur á PGA-mótaröðinni og vantar þá bara fimm sigra til að jafna met Sam Snead. Woods hefur unnið sjö sinnum áður á Bay Hill vellinum í Orlando. Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods er í góðum málum á Arnold Palmer golfmótinu í Flórída en það tókst þó ekki að klára leik í gær vegna þrumuveðurs sem gekk þá yfir á Bay Hill vellinum í Orlando. Mikil rigning og rok varð til þess að allir kylfingarnir voru kallaðir inn og keppni var frestað þar til í dag. Starfsmenn vallarins þurfa nú að vinna baki brotnu við að laga völlinn áður en hann er leikfær á ný. Það síðasta sem Tiger Woods gerði áður en keppni var hætt var að setja niður rúmlega þriggja metra pútt á annarri holu og ná þriggja högga forskoti. Keppni mun væntanlega vera framhaldið í dag. Tiger Woods getur þá bæði tryggt sér sigur á mótinu sem og efsta sætið á heimslistanum en hann mun taka það af Norður-Íranum Rory McIlroy takist honum að vinna. Tiger Woods hefur ekki verið á toppi heimslistans í 29 mánuði eftir að hafa verið þar á undan í 623 vikur í efsta sætinu. Vinni Woods verður það hans 77. sigur á PGA-mótaröðinni og vantar þá bara fimm sigra til að jafna met Sam Snead. Woods hefur unnið sjö sinnum áður á Bay Hill vellinum í Orlando.
Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira