Sjö leikir fóru fram í NBA körfuboltanum í nótt. Carmalo Anthony átti góðan leik í heimasigri New York Knicks gegn Toronto Raptors, 110-84. Anthony skoraði 28 stig og fór fyrir sínum mönnum.
Chicago Bulls vann nauman sigur gegn Indiana Pacers á heimavelli sínum. Lokatölur urðu 87-84 þar sem Loul Deng var stigahæstur hjá heimamönnum með 20 stig.
Boston Celtics tapaði á úti velli gegn Memphis Grizzlies, 110-106. Jerryd Bayless átti góðan leik hjá Grizzlies en hann skoraði 30 stig. Paul Pierce var með 26 stig hjá Celtics.
Önnur úrslit næturinnar má sjá hér að neðan:
Charlotte - Detroit 91:92
Chicago - Indiana 87:84
New York - Toronto 110:84
Memphis - Boston 110:106
Denver - Sacramento 101:95
Golden State Warriors - Washington 101:92
LA Clippers - Brooklyn Nets 101:95
