Körfubolti

34 stig Durant dugðu ekki gegn Denver

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Durant nýtti sinn stigakvóta en hann dugði ekki til sigurs.
Durant nýtti sinn stigakvóta en hann dugði ekki til sigurs. Nordicphotos/Getty
Denver Nuggets vann sinn þrettánda leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið lagði Oklahoma City Thunder 114-104.

Þetta er í þriðja skipti á tímabilinu sem Denver leggur vesturdeildarmeistara síðsta árs. Kevin Durant var samur við sig með 34 stig en þau dugðu ekki fyrir heimaliðið. Ty Lawson skoraði 25 stig fyrir Denver.

Monta Ellis skoraði 21 stig auk þess að taka níu fráköst og eiga átta stoðsendingar í 102-95 útisigri Milwaukee Bucks á Portland Trail Blazers. Gestaliðið leiddi allan leikinn og 28 stig frá Wesley Matthews dugðu ekki Portland til sigurs.

Indiana Pacers fylgdi á eftir þægilegum sigri á Cleveland á mánudaginn með öruggum 95-73 sigri á Orlando Magic í Flórída. Jacque Vaugh, þjálfari Orlando, var rekinn af velli eftir að hafa fengið tvær tæknivillur í síðari hálfleik.

Þá vann Sacramento Kings fimmtán stiga sigur á Los Angeles Clippers í Kaliforníuslag 116-101. Clippers leiddi með fimm stigum fyrir lokafjórðunginn sem heimamenn unnu með tuttugu stiga mun og tryggðu sér sigur.

NBA

Tengdar fréttir

Hvor þeirra á bestu troðslu tímabilsins?

LeBron James hjá Miami Heat og DeAndre Jordan hjá Los Angeles Clippers hafa báðir troðið með miklum tilþrifum í leikjum sínum í NBA-deildinni í körfubolta á síðustu dögum og nú eru NBA-spekingar að velta því fyrir hvor troðslan sé sú besta á tímabilinu til þessa.

Wall og Aldridge bestu leikmenn vikunnar í NBA

John Wall, bakvörður Washington Wizards, og LaMarcus Aldridge, framherji Portland Trail Blazers, voru valdir bestu leikmenn vikunnar 11. mars til 17. mars í NBA-deildinni í körfubolta, Wall í Austurdeildinni en Aldridge í Vesturdeildinni.

LeBron skilaði þeim 23. í röð í hús

Miami Heat er óstöðvandi í NBA-körfuboltanum. Þrettán stigum undir í fjórða leikhluta gegn Boston Celtics sneru Flórída-menn við blaðinu og unnu dramatískan tveggja stiga sigur, 105-103.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×