Kallar Thatcher gamla norn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. apríl 2013 09:02 Bresku blöðin fjalla ítarlega um feril Thatcher í dag. Nordicphotos/Getty Óhætt er að segja að Margrétar Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, sé minnst með ólíkum hætti. Íþróttastjörnur Breta hafa tjáð sig og eru skiptar skoðanir um Thatcher sem lést í gær 87 ára gömul. Thatcher, sem gengdi stöðu forsætisráðherra frá árinu 1979-1990, vakti ekki mikla lukku í fótboltaheiminum þegar hún vildi koma því til leiðar að allir áhorfendur á knattspyrnuleikjum þyrftu að ganga með kort til að sanna einkenni sitt. Þá var dauða Thatcher bókstaflega fagnað meðal sumra stuðningsmanna Liverpool í gær en forsætisráðherrann fyrrverandi var harðlega gagnrýnd fyrir afstöðu sína í Hillsborough-slysinu árið 1989. Þá létu 96 stuðningsmenn Liverpool lífið í bikarleik gegn Nottingham Forest í Sheffield. Stuðningsmönnum Liverpool var lengi vel sjálfum kennt um slysið. Í september á síðasta ári var þó gefin út skýrsla sem sýndi fram á sakleysi stuðningsmanna. Skipulagi og lögreglu hefði verið um að kenna. Thatcher stóð með lögregluyfirvöldum í málinu sem fullyrtu að ölvaðir stuðningsmenn utan við völlinn hefðu orsakað slysið. Þeirri sögu lögreglunnar treysti Thatcher. Thatcher ásamt íþróttamálaráðherra Breta og fleirum á Hillsborough-vellinum í Sheffield eftir harmleikinn í maí 1989.Nordicphotos/Getty Gary Lineker, næstmarkahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins í knattspyrnu, komst ágætlega að orði. „Fáir hafa klofið fólk í fylkingar á sama hátt og barónessan Thatcher. Elskuð og hötuð til jafns en enginn gleymir henni," sagði Gary Lineker á Twitter. Brian Moore, ruðningsstjarna Englendinga, tók aðeins dýpra í árinni. „Hvíldu í friði Margaret Thatcher. Ég kunni ekki að meta stjórnmálaskoðanir hennar en hún var algjör risi í stjórnmálaheiminum." Moore hlaut sterk viðbrögð frá hluta fylgjenda sinna á Twitter og svaraði fyrir sig: „Þeir sem eru ósáttir og spyrja hvers vegna ég úthúða ekki Thatcher og stjórnmálaaðferðum hennar, hér er svarið: Hún dó í gær og ég er ekki fáviti." Það þarf ekki að koma neinum á óvart að viðbrögð Joey Barton vöktu sérstaka athygli. Barton hefur ekki verið þekktur fyrir að skafa af skoðunum sínum. „Ríkið ætti ekki að standa að útför hennar. Margir hötuðu hana. Fólkir syrgir í suðri en fagnar í norðri," skrifaði Barton sem var ekki hættur. „Það er mín skoðun að fólk horfi á verk hennar með óbragð í munni. Það sem hún gerði verkamannastéttinni mun lifa áfram þótt henni sé kastað ofan í grafreitinn," skrifaði Barton og enn hélt hann áfram: „Ég gæti sagt hvíldu í friði en það væru ekki hreinskilin skilaboð. Ef himnaríki væri til væri ekkert bláss fyrir þessa gömlu norn þar," skrifaði Barton. Ruðningsgoðsögnin Will Carling tók upp hanskann fyrir Thatcher: „Sorglegt að heyra tíðindin af andláti Margaret Thatcher í morgun. Ég fylgist ekki mikið með stjórnmálum en hún var leiðtogi ólíkt mörgum sem hugsa aðeins um fjölmiðla og vinsældir." Sportið á Vísi er á Facebook. Fylgstu með. Fótbolti Bretland England Hillsborough-slysið Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjá meira
Óhætt er að segja að Margrétar Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, sé minnst með ólíkum hætti. Íþróttastjörnur Breta hafa tjáð sig og eru skiptar skoðanir um Thatcher sem lést í gær 87 ára gömul. Thatcher, sem gengdi stöðu forsætisráðherra frá árinu 1979-1990, vakti ekki mikla lukku í fótboltaheiminum þegar hún vildi koma því til leiðar að allir áhorfendur á knattspyrnuleikjum þyrftu að ganga með kort til að sanna einkenni sitt. Þá var dauða Thatcher bókstaflega fagnað meðal sumra stuðningsmanna Liverpool í gær en forsætisráðherrann fyrrverandi var harðlega gagnrýnd fyrir afstöðu sína í Hillsborough-slysinu árið 1989. Þá létu 96 stuðningsmenn Liverpool lífið í bikarleik gegn Nottingham Forest í Sheffield. Stuðningsmönnum Liverpool var lengi vel sjálfum kennt um slysið. Í september á síðasta ári var þó gefin út skýrsla sem sýndi fram á sakleysi stuðningsmanna. Skipulagi og lögreglu hefði verið um að kenna. Thatcher stóð með lögregluyfirvöldum í málinu sem fullyrtu að ölvaðir stuðningsmenn utan við völlinn hefðu orsakað slysið. Þeirri sögu lögreglunnar treysti Thatcher. Thatcher ásamt íþróttamálaráðherra Breta og fleirum á Hillsborough-vellinum í Sheffield eftir harmleikinn í maí 1989.Nordicphotos/Getty Gary Lineker, næstmarkahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins í knattspyrnu, komst ágætlega að orði. „Fáir hafa klofið fólk í fylkingar á sama hátt og barónessan Thatcher. Elskuð og hötuð til jafns en enginn gleymir henni," sagði Gary Lineker á Twitter. Brian Moore, ruðningsstjarna Englendinga, tók aðeins dýpra í árinni. „Hvíldu í friði Margaret Thatcher. Ég kunni ekki að meta stjórnmálaskoðanir hennar en hún var algjör risi í stjórnmálaheiminum." Moore hlaut sterk viðbrögð frá hluta fylgjenda sinna á Twitter og svaraði fyrir sig: „Þeir sem eru ósáttir og spyrja hvers vegna ég úthúða ekki Thatcher og stjórnmálaaðferðum hennar, hér er svarið: Hún dó í gær og ég er ekki fáviti." Það þarf ekki að koma neinum á óvart að viðbrögð Joey Barton vöktu sérstaka athygli. Barton hefur ekki verið þekktur fyrir að skafa af skoðunum sínum. „Ríkið ætti ekki að standa að útför hennar. Margir hötuðu hana. Fólkir syrgir í suðri en fagnar í norðri," skrifaði Barton sem var ekki hættur. „Það er mín skoðun að fólk horfi á verk hennar með óbragð í munni. Það sem hún gerði verkamannastéttinni mun lifa áfram þótt henni sé kastað ofan í grafreitinn," skrifaði Barton og enn hélt hann áfram: „Ég gæti sagt hvíldu í friði en það væru ekki hreinskilin skilaboð. Ef himnaríki væri til væri ekkert bláss fyrir þessa gömlu norn þar," skrifaði Barton. Ruðningsgoðsögnin Will Carling tók upp hanskann fyrir Thatcher: „Sorglegt að heyra tíðindin af andláti Margaret Thatcher í morgun. Ég fylgist ekki mikið með stjórnmálum en hún var leiðtogi ólíkt mörgum sem hugsa aðeins um fjölmiðla og vinsældir." Sportið á Vísi er á Facebook. Fylgstu með.
Fótbolti Bretland England Hillsborough-slysið Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjá meira