Körfubolti

"Auðvitað fæ ég mér tattú"

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rick Pitino fagnar ásamt leikmönnum sínum í nótt.
Rick Pitino fagnar ásamt leikmönnum sínum í nótt. Nordicphotos/Getty
74 þúsund áhorfendur troðfylltu Georgia Dome körfuboltahöllina í Atlanta í nótt þegar Louisville Cardinals lagði Michigan Wolverines í úrslitaleik NCAA háskólakörfuboltans.

Lokatölurnar urðu 82-76 fyrir Louisville sem var stigi undir í hálfleik 38-37. Þetta er í þriðja skipti sem Louisville vinnur titilinn en liðið stóð einnig uppi sem sigurvegari 1980 og 1986.

Körfuboltakeppnin nýtur gríðarlegra vinsælda vestanhafs og hjá körfuboltaáhugafólki um allan heim. Er talað um hið árlega „mars brjálæði" (e. march madness) þar sem merkja má lægra framlag á fjölmörgum vinnustöðum þar sem fólk hefur annað augað á gangi mála í leikjunum. Keppt er í hreinni útsláttarkeppni og þurfti Louisville að leggja sex skóla að velli á leið sinni að gullinu.

Þjálfari liðsins, Rick Pitino, varð sá fyrsti í 75 ára sögu keppninnar til að vinna hana með tveimur liðum. Hann stýrði einnig Kentucky til sigurs árið 1996. Hann var hæstánægður með sína menn. Hann rifjaði upp áskorun þeirra fyrir keppnina þess efnis að hann fengi sér húðflúr færi liðið alla leið.

„Auðvitað fæ ég mér tattú!" sagði Pitino.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×