Suður-kóreski rapparinn Psy kynnir nýtt lag, Gentleman, innan tíðar en Psy er þekktastur fyrir YouTube-megasmellinn Gangnam Style.
Gangnam Style-dansinn hefur tröllriðið heiminum og Psy hefur gefið það upp að dans muni einnig fylgja Gentleman.
Flippaður náungi.Lagið verður gefið út þann 12. apríl en Psy mun flytja það í fyrsta sinn opinberlega daginn eftir á tónleikum í Suður-Kóreu.
Ætli Gentleman verði jafn vinsælt?"Ég get ekkert sagt um dansinn en allir Kóreubúar kunna hann. Aðrir heimsbúar hafa ekki séð hann," segir Psy og heldur heimsbyggðinni á tánum.