Sport

Gullsöfnun í Eindhoven

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jón Margeir fagnar gullinu í London síðastliðið sumar.
Jón Margeir fagnar gullinu í London síðastliðið sumar. Nordicphotos/Getty
Jón Margeir Sverrisson setti fimm Íslandsmet og vann til fjögurra gullverðlauna á Swimcup í Eindhoven í Hollandi en mótinu lauk í gær.

Jón Margeir setti fjögur Íslandsmet strax á fyrsta degi í 50 metra flugsundi og 100 metra skriðsundi. Fyrst setti hann metið í undanrásum að morgni og bætti svo met sín í úrslitasundinu síðdegis. Hann hafnaði í 1. sæti í skriðsundinu og 2. sæti í flugsundinu í flokki S14.

Á laugardeginum vann Jón til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi en var þó nokkuð frá sínu besta. Hann kom í mark á tímanum 2:06.62 sem er sjö sekúndum frá heimsmetinu sem hann setti á Ólympíumótinu í London í sumar.

Jón Margeir bætti svo tveimur gullverðlaunum í safnið í gær í 400 metra skriðsundi og 50 metra skriðsundi. Í síðari greininni setti hann Íslandsmet í úrslitasundinu þegar hann kom í mark á tímanum 25,30. Hann var 11/100 úr sekúndu á undan Marc Evers, einum af hans helstu keppinautum.

Jón Margeir verður áfram við æfingar ytra með hollenska landsliðinu.


Tengdar fréttir

Jón Margeir í metaham á fyrsta degi

Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson byrjar vel á Swim Cup mótinu í Eindhoven í Hollandi því hann setti tvö Íslandsmet á fyrsta degi mótsins sem stendur fram á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×