NBA: Tuttugu heimasigrar í röð í þunna loftinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2013 11:00 Andre Iguodala. Mynd/AP Denver Nuggets hélt áfram magnaði sigurgöngu sinni í þunna loftinu í Colorado í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, LeBron James snéri aftur í lið Miami Heat eftir þriggja leikja fjarveru og Rick Adelman, þjálfari Minnesota Timberwolves, stýrði NBA-liði til sigurs í þúsundasta sinn.Corey Brewer kom með 22 stig inn af bekknum og Wilson Chandler var mepð 21 stig þegar Denver Nuggets vann 132-114 sigur á Houston Rockets og fagnaði með því tuttugasta heimasigri sínum í röð. Denver lék þó án leikstjórnandans og stigahæsta leikmanns síns, Ty Lawson, sem og að Ítalinn Danilo Gallinari er með slitið krossband. Andre Iguodala (18 stig og 14 stoðsendingar) og Andre Miller (11 stig og 12 stoðsendingar) spiluðu upp félaga sína en Denver hefur nú unnið 35 af 38 heimaleikjum sínum á tímabilinu.LeBron James var ekki búinn að vera með í síðustu þremur leikjum Miami Heat en skoraði 27 stig á 31 mínútu þegar Miami vann 106-87 sigur á Philadelphia 76ers. Rashard Lewis skoraði 14 stig, Norris Cole var með 13 stig og Chris Andersen tók 15 fráköst. Chris Bosh og Dwyane Wade léku ekki með Miami í leiknum.Rick Adelman stýrði NBA-liði til sigurs í þúsundasta sinn þegar Minnesota Timberwolves vann 107-101 sigur á Detroit Pistons. Nikola Pekovic var með 20 stig og 13 fráköst og J.J. Barea skoraði 20 stig. Adelman vann sinn fyrsta leik sem þjálfari 26. febrúar 1989 sem þjálfari Portland Trailblazers en hefur síðan þjálfað Golden State Warroirs, Sacramento Kings, Houston Rockets og loks Minnesota Timberwolves. Adelman hefur nú unnið 1000 leiki og tapað 703 á 22 ára þjálfaraferli sínum í NBA en auk hans eru meðlimir í þúsund sigra klúbbnum; Don Nelson, Lenny Wilkens, Pat Riley, Phil Jackson, Jerry Sloan, Larry Brown og George Karl.Tim Duncan sá til þess að San Antonio Spurs vann 99-97 á Atlanta Hawks með því að skora 31 stig, taka 14 fráköst og verja 4 skot. Kawhi Leonard skoraði 23 stig fyrir Spurs-liðið sem lék án þeirra Tony Parker og Manu Ginobili. "Tim Duncan bjargaði okkur," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio eftir leikinn.Öll úrslit í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Washington Wizards - Indiana Pacers 104-85 Brooklyn Nets - Charlotte Bobcats 105-96 Miami Heat - Philadelphia 76Ers 106-88 Minnesota Timberwolves - Detroit Pistons 107-101 Milwaukee Bucks - Toronto Raptors 100-83 San Antonio Spurs - Atlanta Hawks 99-97 Denver Nuggets - Houston Rockets 132-114 NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Denver Nuggets hélt áfram magnaði sigurgöngu sinni í þunna loftinu í Colorado í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, LeBron James snéri aftur í lið Miami Heat eftir þriggja leikja fjarveru og Rick Adelman, þjálfari Minnesota Timberwolves, stýrði NBA-liði til sigurs í þúsundasta sinn.Corey Brewer kom með 22 stig inn af bekknum og Wilson Chandler var mepð 21 stig þegar Denver Nuggets vann 132-114 sigur á Houston Rockets og fagnaði með því tuttugasta heimasigri sínum í röð. Denver lék þó án leikstjórnandans og stigahæsta leikmanns síns, Ty Lawson, sem og að Ítalinn Danilo Gallinari er með slitið krossband. Andre Iguodala (18 stig og 14 stoðsendingar) og Andre Miller (11 stig og 12 stoðsendingar) spiluðu upp félaga sína en Denver hefur nú unnið 35 af 38 heimaleikjum sínum á tímabilinu.LeBron James var ekki búinn að vera með í síðustu þremur leikjum Miami Heat en skoraði 27 stig á 31 mínútu þegar Miami vann 106-87 sigur á Philadelphia 76ers. Rashard Lewis skoraði 14 stig, Norris Cole var með 13 stig og Chris Andersen tók 15 fráköst. Chris Bosh og Dwyane Wade léku ekki með Miami í leiknum.Rick Adelman stýrði NBA-liði til sigurs í þúsundasta sinn þegar Minnesota Timberwolves vann 107-101 sigur á Detroit Pistons. Nikola Pekovic var með 20 stig og 13 fráköst og J.J. Barea skoraði 20 stig. Adelman vann sinn fyrsta leik sem þjálfari 26. febrúar 1989 sem þjálfari Portland Trailblazers en hefur síðan þjálfað Golden State Warroirs, Sacramento Kings, Houston Rockets og loks Minnesota Timberwolves. Adelman hefur nú unnið 1000 leiki og tapað 703 á 22 ára þjálfaraferli sínum í NBA en auk hans eru meðlimir í þúsund sigra klúbbnum; Don Nelson, Lenny Wilkens, Pat Riley, Phil Jackson, Jerry Sloan, Larry Brown og George Karl.Tim Duncan sá til þess að San Antonio Spurs vann 99-97 á Atlanta Hawks með því að skora 31 stig, taka 14 fráköst og verja 4 skot. Kawhi Leonard skoraði 23 stig fyrir Spurs-liðið sem lék án þeirra Tony Parker og Manu Ginobili. "Tim Duncan bjargaði okkur," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio eftir leikinn.Öll úrslit í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Washington Wizards - Indiana Pacers 104-85 Brooklyn Nets - Charlotte Bobcats 105-96 Miami Heat - Philadelphia 76Ers 106-88 Minnesota Timberwolves - Detroit Pistons 107-101 Milwaukee Bucks - Toronto Raptors 100-83 San Antonio Spurs - Atlanta Hawks 99-97 Denver Nuggets - Houston Rockets 132-114
NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti