Oblivion heimsfrumsýnd í kvöld - Tom Cruise á leið til landsins 1. apríl 2013 12:30 „Þetta er mikill heiður fyrir okkur og kvikmyndaiðnaðinn á Íslandi," segir Jón Eiríkur Jóhannesson, rekstrarstjóri Smárabíós. Stórmyndin Oblivion, sem skartar meðal annars Tom Cruise og Morgan Freeman í aðalhlutverki verður heimsfrumsýnd á Íslandi í kvöld, nánar tiltekið í Smárabíói. Eins og flestum Íslendingum er kunnugt um var myndin tekin upp að stórum hluta hér á landi síðasta sumar. Myndin verður frumsýnd þann 12. apríl næstkomandi en í kvöld fá nokkrir heppnir Íslendingar forskot á sæluna. Tom Cruise er væntanlegur til landsins síðdegis til þess að vera viðstaddur sýninguna í kvöld. Jón Eiríkur segir að með þessu vilji Tom Cruise þakka Íslendingum fyrir þá gestrisni sem honum var sýnd á meðan hann var við tökur á myndinni. „Þetta var eitthvað sem kom upp mjög nýlega og erum við í skýjunum yfir þessu. Það er ekki á hverjum degi sem stórstjörnur á borð við Tom Cruise þakka fyrir sig á þennan hátt," segir hann. Sýningin í Smárabíó er í samstarfi við Vísi, en um boðssýningu er að ræða. Það þýðir að 100 miðar á myndina eru ókeypis og lesendur Vísis geta tryggt sér miða með því að senda póst á ritstjorn@visir.is. Þeir sem ekki ná í miða hjá Vísi geta freistað þess að fara í Smáralindina eftir klukkan 17 og keypt miða í miðasölunni. Sýningin í kvöld hefst klukkan 20 og verður nánar fjallað um hana á Vísi í kvöld, þar sem meðal annars verður rætt við Tom Cruise. Oblivion er ein stærsta mynd þessa árs og er íslensk náttúra fyrirferðarmikil í þessum vísindaskáldskap, þar sem Ísland er í hlutverki Norður-Ameríku eftir að heimsstyrjöld hefur grandað allri siðmenningu.Sjá má stiklu úr myndinni hér að ofan. Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
„Þetta er mikill heiður fyrir okkur og kvikmyndaiðnaðinn á Íslandi," segir Jón Eiríkur Jóhannesson, rekstrarstjóri Smárabíós. Stórmyndin Oblivion, sem skartar meðal annars Tom Cruise og Morgan Freeman í aðalhlutverki verður heimsfrumsýnd á Íslandi í kvöld, nánar tiltekið í Smárabíói. Eins og flestum Íslendingum er kunnugt um var myndin tekin upp að stórum hluta hér á landi síðasta sumar. Myndin verður frumsýnd þann 12. apríl næstkomandi en í kvöld fá nokkrir heppnir Íslendingar forskot á sæluna. Tom Cruise er væntanlegur til landsins síðdegis til þess að vera viðstaddur sýninguna í kvöld. Jón Eiríkur segir að með þessu vilji Tom Cruise þakka Íslendingum fyrir þá gestrisni sem honum var sýnd á meðan hann var við tökur á myndinni. „Þetta var eitthvað sem kom upp mjög nýlega og erum við í skýjunum yfir þessu. Það er ekki á hverjum degi sem stórstjörnur á borð við Tom Cruise þakka fyrir sig á þennan hátt," segir hann. Sýningin í Smárabíó er í samstarfi við Vísi, en um boðssýningu er að ræða. Það þýðir að 100 miðar á myndina eru ókeypis og lesendur Vísis geta tryggt sér miða með því að senda póst á ritstjorn@visir.is. Þeir sem ekki ná í miða hjá Vísi geta freistað þess að fara í Smáralindina eftir klukkan 17 og keypt miða í miðasölunni. Sýningin í kvöld hefst klukkan 20 og verður nánar fjallað um hana á Vísi í kvöld, þar sem meðal annars verður rætt við Tom Cruise. Oblivion er ein stærsta mynd þessa árs og er íslensk náttúra fyrirferðarmikil í þessum vísindaskáldskap, þar sem Ísland er í hlutverki Norður-Ameríku eftir að heimsstyrjöld hefur grandað allri siðmenningu.Sjá má stiklu úr myndinni hér að ofan.
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira