Unmfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 28-27 | Ótrúlegur sigur Vals Sigmar Sigfússon í Vodafonehöllinni skrifar 19. apríl 2013 10:35 Mynd/Vilhelm Valur náði að kreista fram sigur gegn Stjörnunni þrátt fyrir að hafa lent mest sjö mörkum undir í seinni hálfleik í fyrsta leik liðanna í úrslitum umspilskeppni N1-deildar karla í kvöld. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Stjörnumenn fóru á flug í upphafi þess síðari. Staðan var orðin 22-15 eftir 39 mínútur og útlit fyrir að Garðbæingar myndu taka forystu í einvíginu. Valsmenn voru enn fimm mörkum undir þegar að sjö mínútur voru eftir af leiknum. En þá hættu Garðbæingar og áttu ekki eftir að skora annað mark í leiknum. Valur jafnaði metin þegar rúm mínúta var eftir og Vignir Stefánsson skoraði sigurmark heimamanna á lokamínútunni. Stjarnan fékk þó vítakast á lokasekúndunum en Guðmundur Guðmundsson skaut í slá. Ótrúlegur sigur Vals staðreynd og staðan því 1-0 í einvíginu. Næsti leikur er í Garðabæ á sunnudagskvöld en tvo leiki þarf til að tryggja sér sigur í því. Gestirnir komu mun grimmari til leiks í Vodafonehöllinni í kvöld. Stjarnan komst í 3-1 forystu eftir fjórar mínútur og virkuðu einbeittari en Valsmenn í öllum sínum aðgerðum. Valsmenn voru seinir til baka í vörn og Stjarnan refsaði þeim með hverju hraðarupphlaupsmarkinu á eftir öðru. Heimamenn spiluðu sig jafnt og örugglega inn í leikinn á ný og um miðbik fyrri hálfleiks voru þeir komnir á ágætis skrið. Gunnar Berg Viktorsson, þjálfari Stjörnunar, fékk tvær mínútur dæmdar á sig á 17. mínútu leiksins fyrir kjaftbrúk og Stjörnumenn manni færri fyrir vikið. Á þeim kafla keyrðu Valsmenn stíft á þá og náðu að jafna leikinn á 18 mínútu, 8–8. Valsmenn komust svo yfir í fyrsta sinn í leiknum, 9–8, mínútu seinna en þá gáfu gestirnir frá Garðabæ í og náðu aftur forystunni. Þeir héldu henni þar til flautað var til hálfleiks, 13–14. Lárus Helgi Ólafsson, markmaður Vals, kom inn í markið fyrir Valsmenn þegar um fimm mínútur voru til hálfleiks og átti stórleik á þessum kafla með fimm varin skot. Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri endaði. Stjörnumenn voru mun betri og spiluðu mjög góða vörn sem Valsmenn náðu ekki að brjóta sig í gegnum. Stjarnan náði mest sjö marka forystu, 15–22, á 39. mínútu leiksins. Næstu mínúturnar voru svipaðar og Stjörnumenn ávallt skrefinu nær en Valsmenn. Þá vöknuðu Valsmenn upp úr rotinu og byrjuðu að spila ágætisbolta. Þeir söxuðu á forskot Stjörnunar hægt og rólega og leikurinn varð afar spennandi á ný. Síðustu fimm mínútur leiksins voru gríðarlega spennandi og mikill hiti var í mönnum. Þegar þrjár mínútur vor til leiksloka minnkuðu Valsmenn leikin í þrjú mörk. Stjörnumenn voru að pirra sig á dómurum leiksins og fengu dæmdar tvær mínútur á bekkinn. Eftir það gengu Valsmenn á lagið og náðu að jafna leikinn og komust svo yfir, 28-27, þegar um 50 sekúndur voru eftir. Stjörnumenn komust í eina loka sókn og fiskuðu víti þegar um fimm sekúndur voru eftir. Guðmundur Guðmundsson, leikmaður Stjörnunar, fór á punktinn en skot hans hafnaði í slánni og Valsmenn unnu ævintýralegan sigur, 28–27.Orri Freyr: Einstaklings framtakið skilaði þessum sigri „Við trúðum því allan tímann að við myndum vinna þennan leik, við vorum samt mjög lélegir í þessum leik. En við vissum að við værum betra lið og við misstum aldrei trúna á okkur. Við erum bara betri og eigum að sýna þann standard að klára svona leiki. Þetta fór svona í dag og það er enginn að spyrja af hverju,“ sagði Orri Freyr Gíslason, línumaðurinn sterki hjá Val, eftir leikinn. „Við verðum betri í næsta leik það er alveg á hreinu. Ég var á röltinu í fyrri hálfleik, virkilega seinn til baka eins og við allir reyndar en það var skárra í seinni hálfleik. Við töluðum um þetta í hálfleik og náðum að bæta það.“ „Sóknaleikurinn var skelfilegur hjá okkur í dag en það voru ákveðnir menn sem stigu upp. Það var einstaklings framtakið sem skilaði okkur sigri hérna í kvöld, ekki liðsheildin. Við þurfum að bæta það fyrir næsta leik og láta boltann fljóta meira, þá kemur þetta.“Þröstur: Hættum að hlaupa tilbaka „Fáranlega pirrandi, hreint út sagt. Mjög leiðinlegt að við gátum ekki haldið þessu forskoti. Við hættum að keyra hraðaupphlaupin og ætlum að fara hanga á þessu forskoti en það gengur aldrei upp í handbolta og það vitum við vel,“ sagði Þröstur Þráinsson, leikmaður Stjörnunar eftir leikinn. „Það sem gerðist var það að við héldum að þetta væri komið, sú tilfinning kom upp þegar við vorum komnir með sjö marka forystu. Þá hættum við að hlaupa til baka og þeir keyra á okkur stíft í bakið. Við gáfum þeim einföld færi eftir nokkrar sekúndur - hraðarupphlaup svo ég tali nú ekki um vítin sem við fengum á okkur. Það er ekki hægt að hanga á fimm marka forystu á móti svona góðu og reynslumiklu liði, það er bara ekki hægt.“ „Við fáum tvisvar sinnum tvær mínútur á bekkinn, í fyrra skiptið var það algjörlega út í hött. Síðan fáum við tvær mínútur í lokin sem ég veit ekki einu sinni hvað gerðist. Dómarnir hölluðu á okkur í leiknum, þeir fá víti trekk í trekk og við ekki.“ „Það er stutt í næsta leik sem betur fer, það verður gaman á sunnudaginn. Við komum virkilega grimmir í þann leik, það er á hreinu,“ sagði Þröstur í lokin. Íslenski handboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Sjá meira
Valur náði að kreista fram sigur gegn Stjörnunni þrátt fyrir að hafa lent mest sjö mörkum undir í seinni hálfleik í fyrsta leik liðanna í úrslitum umspilskeppni N1-deildar karla í kvöld. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Stjörnumenn fóru á flug í upphafi þess síðari. Staðan var orðin 22-15 eftir 39 mínútur og útlit fyrir að Garðbæingar myndu taka forystu í einvíginu. Valsmenn voru enn fimm mörkum undir þegar að sjö mínútur voru eftir af leiknum. En þá hættu Garðbæingar og áttu ekki eftir að skora annað mark í leiknum. Valur jafnaði metin þegar rúm mínúta var eftir og Vignir Stefánsson skoraði sigurmark heimamanna á lokamínútunni. Stjarnan fékk þó vítakast á lokasekúndunum en Guðmundur Guðmundsson skaut í slá. Ótrúlegur sigur Vals staðreynd og staðan því 1-0 í einvíginu. Næsti leikur er í Garðabæ á sunnudagskvöld en tvo leiki þarf til að tryggja sér sigur í því. Gestirnir komu mun grimmari til leiks í Vodafonehöllinni í kvöld. Stjarnan komst í 3-1 forystu eftir fjórar mínútur og virkuðu einbeittari en Valsmenn í öllum sínum aðgerðum. Valsmenn voru seinir til baka í vörn og Stjarnan refsaði þeim með hverju hraðarupphlaupsmarkinu á eftir öðru. Heimamenn spiluðu sig jafnt og örugglega inn í leikinn á ný og um miðbik fyrri hálfleiks voru þeir komnir á ágætis skrið. Gunnar Berg Viktorsson, þjálfari Stjörnunar, fékk tvær mínútur dæmdar á sig á 17. mínútu leiksins fyrir kjaftbrúk og Stjörnumenn manni færri fyrir vikið. Á þeim kafla keyrðu Valsmenn stíft á þá og náðu að jafna leikinn á 18 mínútu, 8–8. Valsmenn komust svo yfir í fyrsta sinn í leiknum, 9–8, mínútu seinna en þá gáfu gestirnir frá Garðabæ í og náðu aftur forystunni. Þeir héldu henni þar til flautað var til hálfleiks, 13–14. Lárus Helgi Ólafsson, markmaður Vals, kom inn í markið fyrir Valsmenn þegar um fimm mínútur voru til hálfleiks og átti stórleik á þessum kafla með fimm varin skot. Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri endaði. Stjörnumenn voru mun betri og spiluðu mjög góða vörn sem Valsmenn náðu ekki að brjóta sig í gegnum. Stjarnan náði mest sjö marka forystu, 15–22, á 39. mínútu leiksins. Næstu mínúturnar voru svipaðar og Stjörnumenn ávallt skrefinu nær en Valsmenn. Þá vöknuðu Valsmenn upp úr rotinu og byrjuðu að spila ágætisbolta. Þeir söxuðu á forskot Stjörnunar hægt og rólega og leikurinn varð afar spennandi á ný. Síðustu fimm mínútur leiksins voru gríðarlega spennandi og mikill hiti var í mönnum. Þegar þrjár mínútur vor til leiksloka minnkuðu Valsmenn leikin í þrjú mörk. Stjörnumenn voru að pirra sig á dómurum leiksins og fengu dæmdar tvær mínútur á bekkinn. Eftir það gengu Valsmenn á lagið og náðu að jafna leikinn og komust svo yfir, 28-27, þegar um 50 sekúndur voru eftir. Stjörnumenn komust í eina loka sókn og fiskuðu víti þegar um fimm sekúndur voru eftir. Guðmundur Guðmundsson, leikmaður Stjörnunar, fór á punktinn en skot hans hafnaði í slánni og Valsmenn unnu ævintýralegan sigur, 28–27.Orri Freyr: Einstaklings framtakið skilaði þessum sigri „Við trúðum því allan tímann að við myndum vinna þennan leik, við vorum samt mjög lélegir í þessum leik. En við vissum að við værum betra lið og við misstum aldrei trúna á okkur. Við erum bara betri og eigum að sýna þann standard að klára svona leiki. Þetta fór svona í dag og það er enginn að spyrja af hverju,“ sagði Orri Freyr Gíslason, línumaðurinn sterki hjá Val, eftir leikinn. „Við verðum betri í næsta leik það er alveg á hreinu. Ég var á röltinu í fyrri hálfleik, virkilega seinn til baka eins og við allir reyndar en það var skárra í seinni hálfleik. Við töluðum um þetta í hálfleik og náðum að bæta það.“ „Sóknaleikurinn var skelfilegur hjá okkur í dag en það voru ákveðnir menn sem stigu upp. Það var einstaklings framtakið sem skilaði okkur sigri hérna í kvöld, ekki liðsheildin. Við þurfum að bæta það fyrir næsta leik og láta boltann fljóta meira, þá kemur þetta.“Þröstur: Hættum að hlaupa tilbaka „Fáranlega pirrandi, hreint út sagt. Mjög leiðinlegt að við gátum ekki haldið þessu forskoti. Við hættum að keyra hraðaupphlaupin og ætlum að fara hanga á þessu forskoti en það gengur aldrei upp í handbolta og það vitum við vel,“ sagði Þröstur Þráinsson, leikmaður Stjörnunar eftir leikinn. „Það sem gerðist var það að við héldum að þetta væri komið, sú tilfinning kom upp þegar við vorum komnir með sjö marka forystu. Þá hættum við að hlaupa til baka og þeir keyra á okkur stíft í bakið. Við gáfum þeim einföld færi eftir nokkrar sekúndur - hraðarupphlaup svo ég tali nú ekki um vítin sem við fengum á okkur. Það er ekki hægt að hanga á fimm marka forystu á móti svona góðu og reynslumiklu liði, það er bara ekki hægt.“ „Við fáum tvisvar sinnum tvær mínútur á bekkinn, í fyrra skiptið var það algjörlega út í hött. Síðan fáum við tvær mínútur í lokin sem ég veit ekki einu sinni hvað gerðist. Dómarnir hölluðu á okkur í leiknum, þeir fá víti trekk í trekk og við ekki.“ „Það er stutt í næsta leik sem betur fer, það verður gaman á sunnudaginn. Við komum virkilega grimmir í þann leik, það er á hreinu,“ sagði Þröstur í lokin.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Sjá meira