Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum, sundi, borðtennis, boccia og lyftingum hefst í dag og stendur yfir um helgina. Keppni hefst í kvöld kl. 18 þegar keppni í frjálsum íþróttum fer fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal.
Hátt í 400 keppendur frá 24 félögum/hópum eru skráðir á mótið að þessu sinni og von á mikilli og góðri keppni í og við Laugardalinn þessa helgina.
Í frjálsum á föstudag verður Arnar Helgi Lárusson fyrstur Íslendinga til þess að keppa hérlendis í hjólastólakappakstri en hann er skráður til leiks í 60 m og 200 m vegalengdir. Arnar Helgi hefur þegar vakið athygli fyrir að verða fyrstur til að eignast keppnisstól á Íslandi.
Ólympíufararnir Helgi Sveinsson, Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, Jón Margeir Sverrisson og Kolbrún Alda Stefánsdóttir verða öll á meðal keppenda um helgina. Hér fyrir neðan má sjá dagskrá helgarinnar. Mótinu verður slitið með lokahófi Íþróttasambands fatlaðra í Gullhömrum á sunnudagskvöldið.
Borðtennis – Íþróttahús ÍFR, Hátúni
Laugardagur 20. apríl
Keppni hefst kl. 10:00 (húsið opnar kl. 09:15)
Sund – Laugardalslaug, 50m laug
Laugardagur 20. apríl og sunnudagur 21. apríl
Laugardagur 20. apríl: Upphitun kl. 14:00 – keppni 15:00
Sunnudagur 21. apríl: Upphitun kl. 09:00 – keppni 10:00
Frjálsar – frjálsíþróttahöll í Laugardal
Föstudagur 19. apríl
Upphitun 17:30
Keppni 18:00-21:00
Lyftingar – Íþróttahús ÍFR í Hátúni
Laugardagur 20. apríl
Vigtun kl. 11:00
Keppni kl. 13:00
Boccia - Laugardalshöll
Laugardagur 20. apríl og sunnudagur 21. apríl
Laugardagur: 09:00 fararstjórafundur, 09:30 mótssetning, 10:00 keppni hefst
Sunnudagur: 11:00 keppni hefst

