Á Íþróttaþingi ÍSÍ sem fram fer um helgina liggur fyrir tillaga um stofnun fjögurra nýrra sérsambanda, um hnefaleika, bogfimi, hjólreiðar og þríþraut.
Samkvæmt 49. grein laga hjá ÍSÍ ber sambandinu skylda til þess að stofna sérsamband ef íþróttagreinin er stunduð í a.m.k. 5 héraðssamböndum eða íþróttabandalögum og fjöldi iðkenda er yfir 250.
Í greinagerð sem fylgir tillögunni segir að framkvæmdastjórn ÍSÍ telji eðlilegt að óska eftir heimild frá Íþróttaþingi til að stofna sérsambönd um ofangreindar íþróttir á næstu tveimur árum. Raunhæft sé að ætla að íþróttirnar nái takmarki sínu fyrir næsta þing vorið 2015.
Tillöguna má sjá hér.
Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.

