Körfubolti

Þau mætast í úrslitakeppni NBA

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mínútuþögn var fyrir leiki gærkvöldsins vegna sprengjuárásarinnar í Boston. Hér minnast leikmenn Lakers fórnarlambanna.
Mínútuþögn var fyrir leiki gærkvöldsins vegna sprengjuárásarinnar í Boston. Hér minnast leikmenn Lakers fórnarlambanna. Nordicphotos/Getty
Síðustu leikirnir í deildakeppni NBA-körfuboltans fóru fram í nótt og nú er ljóst hvaða sextán lið mætast í úrslitakeppninni.

Meistarar Miami Heat höfnuðu í efsta sæti Austurdeildar og voru með besta vinningshlutfall allra liða í deildinni eða 81 prósent. Oklahoma City Thunder vann 73 prósent leikja sinna og hafnaði í efsta sæti í Vesturdeild.

Orlando Magic vann fæsta leiki í deildinni eða aðeins tuttugu af þeim 82 sem liðin leika. Charlotte Bobcats vann þó aðeins einum leik meira.

Hér að neðan má sjá liðin sem mætast. Vinna þarf fjóra leiki til þess að komast áfram. Innan sviga má sjá í hvaða sæti liðin lentu í hvorri deild.

Chris Copeland skoraði 33 stig í nótt í sigri New York Knicks á Atlanta Hawks.Nordicphotos/Getty
Vesturdeildin

Oklahoma City Thunder (1) - Houston Rockets (8)

San Antonio Spurs (2) - L.A. Lakers (7)

Denver Nuggets (3) - Golden State Warriors (6)

L.A. Clippers (4) - Memphis Grizzlies (5)

Austurdeildin

Miami Heat (1) - Milwaukee Bucks (8)

New York Knicks (2) - Boston Celtics (7)

Indiana Pacers (3) - Atlanta Hawks (6)

Brooklyn Nets (4) - Chicago Bulls (5)

Fyrstu leikirnir í viðureignunum átta fara fram á laugardag og sunnudag. Viðureign New York Knicks og Boston Celtics verður í beinni útsendingu á laugardagskvöldið á Stöð 2 Sport & HD. Leikurinn hefst klukkan 19 að íslenskum tíma.

Sportið á Vísi er á Facebook. Fylgstu með.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×