Körfubolti

NBA: Sex sigrar í röð hjá Clippers

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Los Angeles Clippers minnast hryðjuverkaárasarinnar í Boston.
Leikmenn Los Angeles Clippers minnast hryðjuverkaárasarinnar í Boston. Mynd/AP
Los Angeles Clippers liðið ætlar að koma á mikilli siglingu inn í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en liðið vann sinn sjötta leik í röð í nótt. Aðeins tveir leikir fóru fram í deildinni í nótt því leik Boston Celtis og Indiana Pacers var aflýst vegna hryðjuverkanna í Boston-maraþoninu.

Caron Butler skoraði 22 stig í 93-77 sigri Los Angeles Clippers á Portland Trail Blazers. Blake Griffin skoraði 16 stig, DeAndre Jordan var með 10 stig og 9 fráköst og Chris Paul bætti við 8 stigum og 11 stoðsendingum. Will Barton skoraði 17 stig fyrir Portland-liðið sem tapaði sínum tólfta leik í röð.

Los Angeles Clippers spilar lokaleik sinn í deildarkeppninni í Sacramento í kvöld en með sigri tryggir liðið sér heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en Chris Paul og félagar eru í baráttu um fjórða sætið við Memphis Grizzlies.

DeMar DeRozan skoraði 30 stig og Rudy Gay var með 22 stig þegar Toronto Raptors vann 113-96 sigur á Atlanta Hawks. Kyle Korver skoraði 13 stig fyrir Atlanta og hefur nú sett niður þriggja stiga körfu í 73 leikjum í röð.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×