Einstaklingsframboðin ógild í nær öllum kjördæmum 14. apríl 2013 11:04 Einstaklingsframboðin hafa verið úrskurðuð ógild í öllum kjördæmum landsins nema Reykjavíkurkjördæmunum í suðri og norðri þar sem enn á eftir að tilkynna hvaða framboð eru gild og hver ekki. Alls vilja átján framboð bjóða fram til Alþingis en það er ljóst að eitthvað vantar upp á hjá sumum. Fjórtán framboð vantar fleiri undirskriftir, nema í Reykjavík suðri, en þar verður tilkynnt í hádeginu hvaða framboð þurfa að betrumbæta lista sína, og fá frambjóðendur því líklega frest til hádegis á morgun til þess að bæta úr því. Eins verður tilkynnt þá hvort einstaklingsframboð séu gild í kjördæminu. Ástandið virðist misalvarlegt hjá framboðslistum sem vantar meðmælendur, en í Norðausturkjördæmi vantaði mest á þriðja tug undirskrifta á meðan aðra vantar aðeins nokkrar undirskriftir. Í Suðvesturkjördæmi gerði yfirkjörstjórn athugasemdir við undirskriftir fimm lista og hafa framboðin frest til hádegis að bæta úr því. Formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi sagði í samtali við Fréttastofu að búið væri að úrskurða ellefu lista gilda í kjördæminu, en þar, eins og í flestum öðrum kjördæmum, hefðu einstaklingsframboðin verið dæmd ógild á grundvelli kosningalaga. Alls vildu fimm einstaklingar að bjóða sig fram en fengu ekki. Þessi framboð voru flest í Suðurkjördæmi, svo var eitt í Suðvesturkjördæmi. Sturla Jónsson er einn þeirra. Þegar haft var samband við hann sagðist hann enn eygja von um gilt framboð til Alþingis, þar sem hann bíður einnig fram K-lista Sturlu Jónssonar, sem er ekki einstaklingsframboð. Hann sagði ennfremur í samtali við fréttastofu að hann gerði ráð fyrir að ákvörðun kjörstjórna yrði kærð. Kosningar 2013 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Sjá meira
Einstaklingsframboðin hafa verið úrskurðuð ógild í öllum kjördæmum landsins nema Reykjavíkurkjördæmunum í suðri og norðri þar sem enn á eftir að tilkynna hvaða framboð eru gild og hver ekki. Alls vilja átján framboð bjóða fram til Alþingis en það er ljóst að eitthvað vantar upp á hjá sumum. Fjórtán framboð vantar fleiri undirskriftir, nema í Reykjavík suðri, en þar verður tilkynnt í hádeginu hvaða framboð þurfa að betrumbæta lista sína, og fá frambjóðendur því líklega frest til hádegis á morgun til þess að bæta úr því. Eins verður tilkynnt þá hvort einstaklingsframboð séu gild í kjördæminu. Ástandið virðist misalvarlegt hjá framboðslistum sem vantar meðmælendur, en í Norðausturkjördæmi vantaði mest á þriðja tug undirskrifta á meðan aðra vantar aðeins nokkrar undirskriftir. Í Suðvesturkjördæmi gerði yfirkjörstjórn athugasemdir við undirskriftir fimm lista og hafa framboðin frest til hádegis að bæta úr því. Formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi sagði í samtali við Fréttastofu að búið væri að úrskurða ellefu lista gilda í kjördæminu, en þar, eins og í flestum öðrum kjördæmum, hefðu einstaklingsframboðin verið dæmd ógild á grundvelli kosningalaga. Alls vildu fimm einstaklingar að bjóða sig fram en fengu ekki. Þessi framboð voru flest í Suðurkjördæmi, svo var eitt í Suðvesturkjördæmi. Sturla Jónsson er einn þeirra. Þegar haft var samband við hann sagðist hann enn eygja von um gilt framboð til Alþingis, þar sem hann bíður einnig fram K-lista Sturlu Jónssonar, sem er ekki einstaklingsframboð. Hann sagði ennfremur í samtali við fréttastofu að hann gerði ráð fyrir að ákvörðun kjörstjórna yrði kærð.
Kosningar 2013 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Sjá meira