Umfjöllun og viðtöl: Valur - Keflavík 59-66 | Oddaleikur í Keflavík Jón Júlíus Karlsson í Vodafone-höllinni skrifar 13. apríl 2013 15:30 Keflavík tryggði sér oddaleik í einvígi sínu gegn Val í undanúrslitum um Íslandsmeistararatitilinn í Domino’s deild kvenna. Keflavík hafði betur í fjórða leik liðanna í Vodafonehöllinni í dag, 59-66. Keflavík mætti af miklum krafti inn í leikinn og vörðust mjög vel. Bæði lið gerðu reyndar mikið af mistökum í upphafi leiks en fljótlega náði Keflavík yfirhöndinni. Í stöðunni 2-11 fékk Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, nóg og tók leikhlé. Það lagaði aðeins leik Valskvenna sem sóttu í sig veðrið. Keflavík yfir eftir fyrsta leikhluta, 11-21. Valskonur tóku hressilega við sér í öðrum leikhluta. Liðið skoraði 18 stig í röð í upphafi annars leikhluta og komst yfir í leiknum 29-25 þegar leikhlutinn var hálfnaður. Ekkert gekk í sóknarleik Keflavíkur á þessum kafla og töpuðu þær boltanum klaufalega trekk í trekk. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur sá sér þann kost vænstan að taka leikhlé og stappa stálinu í sínar konur. Það gekk upp því Keflavík komst aftur inn í leikinn þökk sé góðri spilmennsku hjá Ingunni Emblu Kristínardóttur sem skoraði 12 stig í fyrri hálfleik. Staðan 35-37 fyrir gestina í háfleik. Leikur liðanna í þriðja leikhluta var mjög jafn en Keflavík hafði þó alltaf frumkvæðið. Keflavíkurkonur náðu hins vegar aldrei afgerandi forystu. Meira jafnvægi var í leiknum en í fyrsta og öðrum leikhluta. Staðan að fyrir lokaleikhlutann, 50-55. Taugarnar voru greinilega vel þanndar í fjórða leikhluta því liðin áttu í miklum erfiðleikum með að skora. Keflavík hafði aðeins skorað fimm stig í fjórða leikhluta þegar um mínúta var eftir af leiknum en náði þrátt fyrir það að skila sigri í hús þökk sé fínum endaspretti. Lokatölur urðu 59-66 fyrir Keflavík sem þar hefur náð að knýja fram oddaleik.Sigurður Ingimundar.: Kemur í ljós á þriðjudag hvort liðið er betra „Ég er mjög sáttur með sigurinn hjá mínum konum og það er mjög sérstakt að allir leikirnir hafi unnist á útivelli,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, sem var augljóslega létt eftir að sínar konur höfðu knúið fram oddaleik. „Við munum breyta þessu útivallamunstri í næsta leik og vinna fyrsta heimaleikinn. Við höfum verið að spila mjög illa í síðustu leikjum og frammistaðan í dag var ekkert sérstök, en það dugði samt. Þetta var spennandi leikur en illa leikinn hjá báðum liðum. Leikmenn beggja liða voru alltof taugaveiklaðir þannig að gæðin voru ekkert sérstök en spennan þeim mun meiri. Þetta gerist oft í úrslitakeppni. Það má samt ekki gleyma að bæði lið voru að spila fína vörn þó sóknarleikurinn hafi verið dapur.“ Liðin munu mætast í hreinum úrslitaleik um það hvort liðið kemst áfram í úrslitaeinvígið næstkomandi þriðjudag. Sigurður segir að þrátt fyrir að Keflavík hafi leikið best í deildinni í vetur að það sé lítill getumunur á milli þessara liða. „Þetta eru áþekk lið þó við höfum kannski verið meira áberandi í vetur og bestar heilt yfir. Í úrslitakeppni sést betur styrkleiki liða og Valsliðið er mjög gott lið. Það kemur í ljós á þriðjudaginn hvort liðið er betra.“Ágúst Björgvins.: Skiptir ekki máli hvar er leikið „Það er auðvitað svekkjandi að hafa ekki náð að klára þetta í dag. Ef við hefðum nýtt tækifærið sem við fengum í lok leiks þá hefði þessi leikur getað farið öðruvísi. Það var í raun ótrúlegt að við höfum verið svona nálægt sigri miðað við okkar frammistöðu í dag,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals eftir leik liðsins gegn Keflavík í dag. „Keflavík skoraði fyrstu fimm stigin í fjórða leikhluta en svo skoruðu þær ekki stig í fimm mínútur. Vörin okkar var mjög sterk. Þetta eru mjög jöfn lið og það skiptir greinilega ekki máli hvar leikir þessara liða fara fram,“ bætir Ágúst við en allir fjórir leikir þessara liða í einvíginu hafa unnist á útivelli. „Við byrjuðum leikinn alls ekki vel og leyfðum Keflavík að stjórna leiknum. Það fór mikil okra að vinna okkur aftur inn í leikinn. Það býr miklu meira í þessu liði. Við eigum mjög góðan möguleika á að komast áfram – þetta er í okkar höndum. Ef við mætum rétt gíraðar í leikinn þá erum við að fara í úrslit.“Úrslit:Valur-Keflavík 59-66 (11-21, 24-16, 15-18, 9-11)Valur: Jaleesa Butler 17/14 fráköst/3 varin skot, Kristrún Sigurjónsdóttir 13/5 fráköst/7 stolnir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 12/11 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 8/5 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 6, Þórunn Bjarnadóttir 3, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Ragnheiður Benónísdóttir 0, María Björnsdóttir 0, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 0, Kristín Óladóttir 0, Elsa Rún Karlsdóttir 0.Keflavík: Jessica Ann Jenkins 18/6 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 12/6 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 11/10 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 9/7 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 8/9 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 6/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 2, Sandra Lind Þrastardóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Elínora Guðlaug Einarsdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0.Bein textalýsing:Leik lokið | 59-66 | Keflavík vinnur fjórða leik þessara liða og tryggir sig oddaleik. Allir leikirnir hafa unnist á útivelli í einvíginu.39. min | 59-62 | Jessica Ann Jenkins skorar úr tveimur vítaskotum fyrir Keflavík þegar 10 sekúndur eru eftir. Valur þarf að skora þrist til að jafna. Leikhlé.39. min | 59-60 | Unnur Lára Ásgeirsdóttir, Val, skorar úr öðru vítaskoti sínu. Eitt stig munar á liðunum þegar mínúta er eftir.38. min | 58-60 | Jaleesa Butler skorar mikilvæga körfu fyrir Val. Aðeins munar tveimur stigum á liðunum.37. min | 56-60 | Það gengur lítið sem ekkert í sóknarleiknum hjá liðunum. Liðin eru samtals aðeins búin að skora 11 stig í fjórða leikhluta. Keflavík er fjórum stigum yfir þegar tæpar þrjá mínútur eru eftir. Valur tekur leikhlé.35. min | 54-60 | Valur er búið að skora sín fyrstu stig í fjórða leikhluta. Það er mikil spenna hér í Vodafonehöllinni.34. min | 50-58 | Valur tekur leikhlé. Liðið er ekki enn búið að skora í þriðja leikhluta þegar liðið er á fjórðu mínútu. Keflavík hefur þó aðeins skorað þrjú stig. Illa gengur í sókninni hjá liðunum.32. min | 50-58 | Jessica Ann Jenkins opnar þriðja leikhluta á þristi fyrir Keflavík og nær átta stiga forystu.Þriðja leikhluta lokið | 50-55 | Keflavíkurkonur leiða með fimm stigum fyrir lokaleikhlutann.29. min | 48-53 | Birna Valgarðsdóttir hjá Keflavík er komin í villuvandræði. Hún var að fá sína fjórðu villu og er kippt útaf.29. min | 48-53 | Sara Rún Hinriksdóttir hjá Keflavík hefur haft frekar hægt um sig í leiknum til þessa. Hún minnir þó á sig með góðum þrist. Hún er búin að skora fimm stig í leiknum.27. min | 46-50 | Keflavík tekur leikhlé þegar tæpar þrjár mínútur eru eftir af þriðja leikhluta. Jaleesa Butler hefur vaxið eftir því sem hefur liðið á leikinn hjá Val. Keflavík hefur verið einu skrefi á undan í þriðja leikhluta.24. min | 42-46 | Liðin skiptast á að skora. Leikurinn er jafn og spennandi.23. min | 37-44 | Keflavík byrjar betur í upphafi þriðja leikhluta.Hálfleikur | 35-37 | Kristín Sigurjónsdóttir og Jaleesa Butler eru atkvæðamestar í liði Vals og eru báðar komnar með 9 stig. Hjá Keflavík hefur Ingunn Embla Kristínardóttir leikið best og er með 12 stig. Jessica Ann Jenkins er með sjö stig.Hálfleikur | 35-37 | Kominn hálfleikur hér í Vodafonehöllinni. Valskonur lék mjög vel í öðrum leikhluta og skoruðu 24 stig á móti 16 stigum Keflavíkur. Búast má við spennandi seinni hálfleik. Kristrún Sigurjónsdóttir virtist hafa jafnað leikinn fyrir Val rétt áður leikflautan gall en dómarar leiksins dæmdu að hún hefði ekki verið búin að sleppa boltanum áður en flautan gall.19. min | 33-37 | Ágúst tekur leikhlé hjá Val. Leikur liðsins hefur aðeins dottið niður í síðustu sóknum og Keflavíkurstúlkur gengið á lagið.18. min | 32-33 | Ingunn Embla kemur Keflavík aftur yfir eftir að hafa skorað þrist. Hún er búin að skora 12 stig fyrir Keflavík til þessa og verið þeirra besti leikmaður. Ingunn leikur með andlitsgrímu eftir að hafa nefbrotnað á dögunum.16. min | 29-27 | Valur skoraði 18 stig í röð áður en Keflavík komst aftur á blað. Það gerði Ingunn Embla Kristínardóttir.15. min | 26-25 | Valur kemst í fyrsta sinn yfir í leiknum eftir að hafa skorað 15 stig í röð. Sigurður Ingimundarson tekur leikhlé hjá Keflavík enda hefur sóknarleikur liðsins verið í molum síðustu mínútur.14. min | 22-25 | Valur hefur leikið vel síðustu mínútur og þjarmar nú vel að Keflavík. Sóknarleikurinn hjá Keflavík hefur verið slakur í upphafi annars leikhluta.12. min | 16-25 | Valskonur eru að komast inn í leikinn. Keflavíkurstúlkur eru að gera klaufaleg mistök í sóknarleiknum og tapa boltanum.Fyrsta leikhluta lokið | 11-21 | Buter skoraði þrist fyrir Val skömmu áður en leiktíminn rann út. Keflavík hefur tíu stiga forystu eftir fyrsta leikhluta. Valskonur þurfa að mæta ákveðnar í annan leikhluta ætli þær sér ekki að missa Keflavíkurstúlkur fram úr sér.9. min | 8-17 | Jaleesa Butler skorar loksins sín fyrstu stig fyrir Val og breytir stöðunni í 8-17. Það er miklu meiri ákveðni í Keflavíkurstúlkur sem hafa greinilega lítinn áhuga á því að fara í sumarfrí.7. min | 4-13 | Það gengur lítið hjá Valskonum í upphafi leiks. Þær hafa aðeins skorað fjögur stig eftir um sjö mínútna leik. Ágúst, þjálfari Vals, er ósáttur á hliðarlínunni.4. min | 2-11 | Keflavík tekur fína rispu og er komið með níu stiga forystu. Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, tekur leikhlé.3. min | 2-7 | Bæði lið gera mikið af mistökum í upphafi leiks. Ingunn Embla Kristínardóttir skorar fyrsta þrist leiksins fyrir Keflavík. Keflavík byrjar leikinn betur.1. min | 0-2 | Leikurinn er farinn af stað. Birna Valgarðsdóttir skorar fyrstu stig leiksins fyrir Keflavík.Fyrir leik | Valur leiðir einvígi þessara liða 2-1. Allir leikir þessara liða hafa unnist á útivelli. Með sigri í dag fer Valur í úrslit. Deildar- og bikarmeistarar Keflavíkur þurfa á sigri að halda til að knýja fram oddaleik.Fyrir leik | Vaktin er mætt í Vodafonehöllina þar sem framundan er leikur Vals og Keflavíkur í fjórða leik í undanúrslitum Domino's deildar kvenna. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Sjá meira
Keflavík tryggði sér oddaleik í einvígi sínu gegn Val í undanúrslitum um Íslandsmeistararatitilinn í Domino’s deild kvenna. Keflavík hafði betur í fjórða leik liðanna í Vodafonehöllinni í dag, 59-66. Keflavík mætti af miklum krafti inn í leikinn og vörðust mjög vel. Bæði lið gerðu reyndar mikið af mistökum í upphafi leiks en fljótlega náði Keflavík yfirhöndinni. Í stöðunni 2-11 fékk Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, nóg og tók leikhlé. Það lagaði aðeins leik Valskvenna sem sóttu í sig veðrið. Keflavík yfir eftir fyrsta leikhluta, 11-21. Valskonur tóku hressilega við sér í öðrum leikhluta. Liðið skoraði 18 stig í röð í upphafi annars leikhluta og komst yfir í leiknum 29-25 þegar leikhlutinn var hálfnaður. Ekkert gekk í sóknarleik Keflavíkur á þessum kafla og töpuðu þær boltanum klaufalega trekk í trekk. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur sá sér þann kost vænstan að taka leikhlé og stappa stálinu í sínar konur. Það gekk upp því Keflavík komst aftur inn í leikinn þökk sé góðri spilmennsku hjá Ingunni Emblu Kristínardóttur sem skoraði 12 stig í fyrri hálfleik. Staðan 35-37 fyrir gestina í háfleik. Leikur liðanna í þriðja leikhluta var mjög jafn en Keflavík hafði þó alltaf frumkvæðið. Keflavíkurkonur náðu hins vegar aldrei afgerandi forystu. Meira jafnvægi var í leiknum en í fyrsta og öðrum leikhluta. Staðan að fyrir lokaleikhlutann, 50-55. Taugarnar voru greinilega vel þanndar í fjórða leikhluta því liðin áttu í miklum erfiðleikum með að skora. Keflavík hafði aðeins skorað fimm stig í fjórða leikhluta þegar um mínúta var eftir af leiknum en náði þrátt fyrir það að skila sigri í hús þökk sé fínum endaspretti. Lokatölur urðu 59-66 fyrir Keflavík sem þar hefur náð að knýja fram oddaleik.Sigurður Ingimundar.: Kemur í ljós á þriðjudag hvort liðið er betra „Ég er mjög sáttur með sigurinn hjá mínum konum og það er mjög sérstakt að allir leikirnir hafi unnist á útivelli,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, sem var augljóslega létt eftir að sínar konur höfðu knúið fram oddaleik. „Við munum breyta þessu útivallamunstri í næsta leik og vinna fyrsta heimaleikinn. Við höfum verið að spila mjög illa í síðustu leikjum og frammistaðan í dag var ekkert sérstök, en það dugði samt. Þetta var spennandi leikur en illa leikinn hjá báðum liðum. Leikmenn beggja liða voru alltof taugaveiklaðir þannig að gæðin voru ekkert sérstök en spennan þeim mun meiri. Þetta gerist oft í úrslitakeppni. Það má samt ekki gleyma að bæði lið voru að spila fína vörn þó sóknarleikurinn hafi verið dapur.“ Liðin munu mætast í hreinum úrslitaleik um það hvort liðið kemst áfram í úrslitaeinvígið næstkomandi þriðjudag. Sigurður segir að þrátt fyrir að Keflavík hafi leikið best í deildinni í vetur að það sé lítill getumunur á milli þessara liða. „Þetta eru áþekk lið þó við höfum kannski verið meira áberandi í vetur og bestar heilt yfir. Í úrslitakeppni sést betur styrkleiki liða og Valsliðið er mjög gott lið. Það kemur í ljós á þriðjudaginn hvort liðið er betra.“Ágúst Björgvins.: Skiptir ekki máli hvar er leikið „Það er auðvitað svekkjandi að hafa ekki náð að klára þetta í dag. Ef við hefðum nýtt tækifærið sem við fengum í lok leiks þá hefði þessi leikur getað farið öðruvísi. Það var í raun ótrúlegt að við höfum verið svona nálægt sigri miðað við okkar frammistöðu í dag,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals eftir leik liðsins gegn Keflavík í dag. „Keflavík skoraði fyrstu fimm stigin í fjórða leikhluta en svo skoruðu þær ekki stig í fimm mínútur. Vörin okkar var mjög sterk. Þetta eru mjög jöfn lið og það skiptir greinilega ekki máli hvar leikir þessara liða fara fram,“ bætir Ágúst við en allir fjórir leikir þessara liða í einvíginu hafa unnist á útivelli. „Við byrjuðum leikinn alls ekki vel og leyfðum Keflavík að stjórna leiknum. Það fór mikil okra að vinna okkur aftur inn í leikinn. Það býr miklu meira í þessu liði. Við eigum mjög góðan möguleika á að komast áfram – þetta er í okkar höndum. Ef við mætum rétt gíraðar í leikinn þá erum við að fara í úrslit.“Úrslit:Valur-Keflavík 59-66 (11-21, 24-16, 15-18, 9-11)Valur: Jaleesa Butler 17/14 fráköst/3 varin skot, Kristrún Sigurjónsdóttir 13/5 fráköst/7 stolnir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 12/11 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 8/5 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 6, Þórunn Bjarnadóttir 3, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Ragnheiður Benónísdóttir 0, María Björnsdóttir 0, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 0, Kristín Óladóttir 0, Elsa Rún Karlsdóttir 0.Keflavík: Jessica Ann Jenkins 18/6 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 12/6 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 11/10 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 9/7 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 8/9 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 6/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 2, Sandra Lind Þrastardóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Elínora Guðlaug Einarsdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0.Bein textalýsing:Leik lokið | 59-66 | Keflavík vinnur fjórða leik þessara liða og tryggir sig oddaleik. Allir leikirnir hafa unnist á útivelli í einvíginu.39. min | 59-62 | Jessica Ann Jenkins skorar úr tveimur vítaskotum fyrir Keflavík þegar 10 sekúndur eru eftir. Valur þarf að skora þrist til að jafna. Leikhlé.39. min | 59-60 | Unnur Lára Ásgeirsdóttir, Val, skorar úr öðru vítaskoti sínu. Eitt stig munar á liðunum þegar mínúta er eftir.38. min | 58-60 | Jaleesa Butler skorar mikilvæga körfu fyrir Val. Aðeins munar tveimur stigum á liðunum.37. min | 56-60 | Það gengur lítið sem ekkert í sóknarleiknum hjá liðunum. Liðin eru samtals aðeins búin að skora 11 stig í fjórða leikhluta. Keflavík er fjórum stigum yfir þegar tæpar þrjá mínútur eru eftir. Valur tekur leikhlé.35. min | 54-60 | Valur er búið að skora sín fyrstu stig í fjórða leikhluta. Það er mikil spenna hér í Vodafonehöllinni.34. min | 50-58 | Valur tekur leikhlé. Liðið er ekki enn búið að skora í þriðja leikhluta þegar liðið er á fjórðu mínútu. Keflavík hefur þó aðeins skorað þrjú stig. Illa gengur í sókninni hjá liðunum.32. min | 50-58 | Jessica Ann Jenkins opnar þriðja leikhluta á þristi fyrir Keflavík og nær átta stiga forystu.Þriðja leikhluta lokið | 50-55 | Keflavíkurkonur leiða með fimm stigum fyrir lokaleikhlutann.29. min | 48-53 | Birna Valgarðsdóttir hjá Keflavík er komin í villuvandræði. Hún var að fá sína fjórðu villu og er kippt útaf.29. min | 48-53 | Sara Rún Hinriksdóttir hjá Keflavík hefur haft frekar hægt um sig í leiknum til þessa. Hún minnir þó á sig með góðum þrist. Hún er búin að skora fimm stig í leiknum.27. min | 46-50 | Keflavík tekur leikhlé þegar tæpar þrjár mínútur eru eftir af þriðja leikhluta. Jaleesa Butler hefur vaxið eftir því sem hefur liðið á leikinn hjá Val. Keflavík hefur verið einu skrefi á undan í þriðja leikhluta.24. min | 42-46 | Liðin skiptast á að skora. Leikurinn er jafn og spennandi.23. min | 37-44 | Keflavík byrjar betur í upphafi þriðja leikhluta.Hálfleikur | 35-37 | Kristín Sigurjónsdóttir og Jaleesa Butler eru atkvæðamestar í liði Vals og eru báðar komnar með 9 stig. Hjá Keflavík hefur Ingunn Embla Kristínardóttir leikið best og er með 12 stig. Jessica Ann Jenkins er með sjö stig.Hálfleikur | 35-37 | Kominn hálfleikur hér í Vodafonehöllinni. Valskonur lék mjög vel í öðrum leikhluta og skoruðu 24 stig á móti 16 stigum Keflavíkur. Búast má við spennandi seinni hálfleik. Kristrún Sigurjónsdóttir virtist hafa jafnað leikinn fyrir Val rétt áður leikflautan gall en dómarar leiksins dæmdu að hún hefði ekki verið búin að sleppa boltanum áður en flautan gall.19. min | 33-37 | Ágúst tekur leikhlé hjá Val. Leikur liðsins hefur aðeins dottið niður í síðustu sóknum og Keflavíkurstúlkur gengið á lagið.18. min | 32-33 | Ingunn Embla kemur Keflavík aftur yfir eftir að hafa skorað þrist. Hún er búin að skora 12 stig fyrir Keflavík til þessa og verið þeirra besti leikmaður. Ingunn leikur með andlitsgrímu eftir að hafa nefbrotnað á dögunum.16. min | 29-27 | Valur skoraði 18 stig í röð áður en Keflavík komst aftur á blað. Það gerði Ingunn Embla Kristínardóttir.15. min | 26-25 | Valur kemst í fyrsta sinn yfir í leiknum eftir að hafa skorað 15 stig í röð. Sigurður Ingimundarson tekur leikhlé hjá Keflavík enda hefur sóknarleikur liðsins verið í molum síðustu mínútur.14. min | 22-25 | Valur hefur leikið vel síðustu mínútur og þjarmar nú vel að Keflavík. Sóknarleikurinn hjá Keflavík hefur verið slakur í upphafi annars leikhluta.12. min | 16-25 | Valskonur eru að komast inn í leikinn. Keflavíkurstúlkur eru að gera klaufaleg mistök í sóknarleiknum og tapa boltanum.Fyrsta leikhluta lokið | 11-21 | Buter skoraði þrist fyrir Val skömmu áður en leiktíminn rann út. Keflavík hefur tíu stiga forystu eftir fyrsta leikhluta. Valskonur þurfa að mæta ákveðnar í annan leikhluta ætli þær sér ekki að missa Keflavíkurstúlkur fram úr sér.9. min | 8-17 | Jaleesa Butler skorar loksins sín fyrstu stig fyrir Val og breytir stöðunni í 8-17. Það er miklu meiri ákveðni í Keflavíkurstúlkur sem hafa greinilega lítinn áhuga á því að fara í sumarfrí.7. min | 4-13 | Það gengur lítið hjá Valskonum í upphafi leiks. Þær hafa aðeins skorað fjögur stig eftir um sjö mínútna leik. Ágúst, þjálfari Vals, er ósáttur á hliðarlínunni.4. min | 2-11 | Keflavík tekur fína rispu og er komið með níu stiga forystu. Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, tekur leikhlé.3. min | 2-7 | Bæði lið gera mikið af mistökum í upphafi leiks. Ingunn Embla Kristínardóttir skorar fyrsta þrist leiksins fyrir Keflavík. Keflavík byrjar leikinn betur.1. min | 0-2 | Leikurinn er farinn af stað. Birna Valgarðsdóttir skorar fyrstu stig leiksins fyrir Keflavík.Fyrir leik | Valur leiðir einvígi þessara liða 2-1. Allir leikir þessara liða hafa unnist á útivelli. Með sigri í dag fer Valur í úrslit. Deildar- og bikarmeistarar Keflavíkur þurfa á sigri að halda til að knýja fram oddaleik.Fyrir leik | Vaktin er mætt í Vodafonehöllina þar sem framundan er leikur Vals og Keflavíkur í fjórða leik í undanúrslitum Domino's deildar kvenna.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Sjá meira