Fjórir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA í nótt en þar má helst nefna frábæran sigur Chicago Bulls á Brooklyn Nets, 142-134, eftir þríframlengdan leik.
Brooklyn Nets var með pálmann í höndunum þegar venjulegum leiktíma var við það að ljúka en heimamenn í Bulls neituðu að leggja árar í bát og náðu að jafna metin.
Bulls var ávallt einu skrefi á undan í framlengingunum og náðu að lokum að tryggja sér sigur. Chicago Bulls leiðir því einvígið 3-1. Nate Robinson, leikmaður Bulls, gerði 34 stig í leiknum en Deron Williams var atkvæðamestur í liðið Nets með 32 stig.
Það er mikil spenna í einvígi Memphis Grizzlies og LA Clippers en Grizzlies náðu að jafna einvígið í 2-2 í nótt eftir öruggan sigur 104-83. Marc Gasol og Zach Randolph skoruðu báðir 24 stig fyrir Memphis og voru öflugir í nótt.
Oklahoma City Thunder vann flottan sigur á Houston Rockets, 104-101, og leiðir því einvígið 3-0. Russell Westbrook, leikmaður OKC, meiddist illa í vikunni og verður ekki með liðinu það sem eftir lifir tímabilsins. Frábær sigur hjá liðinu sem er að öllum líkindum á leiðinni áfram. Kevin Durant var stórkostlegur í liði OKC en hann gerði 41 stig og tók 14 fráköst.
Atlanta Hawks bar sigur úr býtum gegn Indiana Pacers, 90-69, og minnkuðu muninn í einvíginu 2-1.
NBA: Bulls í lykilstöðu eftir sigur á Nets í þríframlengdum leik
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn



Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti

Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn