Körfubolti

Sundsvall minnkaði muninn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Valli
Sundsvall Dragons náði að koma í veg fyrir að Södertälje Kings yrði sænskur meistari í körfubolta í dag með sigri í leik liðanna á heimavelli, 90-79.

Staðan í rimmunni er því 3-2 fyrir Södertälje en fjóra sigra þarf til að tryggja sér sigur í rimmunni.

Sundsvall þarf nú að vinna á útivelli í næsta leik til að þvinga fram oddaleik á heimavelli.

Jakob Sigurðarson og Hlynur Bæringsson voru frábærir í liði Sundsvall, eins og svo oft áður. Jakob var stigahæstur með 26 stig en hann gaf einnig þrjár stoðsendingar.

Hlynur, sem var nýverið valinn varnarmaður ársins í Svíþjóð, skoraði þrettán stig auk þess að taka fjórtán fráköst. Hann gaf tvær stoðsendingar.

Sigur Sundsvall í dag var öruggur en staðan í hálfleik var 56-35, heimamönnum í vil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×