Tollvörðurinn íhugar skaðabótamál vegna gæsluvarðhalds Hjörtur Hjartarson skrifar 20. apríl 2013 19:07 Efnin komu til landsins í pósti. Tollvörður sem sat í einangrun í fjórar vikur vegna gruns um aðild að fíkniefnainnflutningi, íhugar að höfða skaðabótamál á hendur ríkinu vegna vistarinnar. Sjö aðilar voru ákærðir vegna málsins í gær og var tollvörðurinn ekki þar á meðal. Mennirnir sem ákærðir voru í málinu eru grunaðir um að hafa reynt að smygla til landsins hátt í tuttugu kílóum af amfetamíni og einum komma sjö lítra af amfetamínbasa. Sex karlmenn voru í janúar og febrúar úrskurðaðir í gæsluvarðhald og var tollvörðurinn þar á meðal. Hann var í gæsluvarðhaldi í fjórar vikur og sætti einangrun allan þann tíma. Sjö menn voru síðan ákærðir í gær vegna málsins og er tollvörðurinn ekki þar á meðal. Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður tollvarðarins staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að til greina komi að fara í skaðabótamál við ríkið á grundvelli þess að hann hafi mátt dúsa í einangrun að ósekju. Ekki liggur fyrir hversu há bótakrafa verður ef farið verður í mál. Tollvörðurinn var leystur frá störfum tímabundið eftir að hann var handtekinn. Snorri Olsen, tollstjóri sagði í samtali við fréttastofu í dag að ákvörðun um hvort tollvörðurinn hefji störf hjá embættinu á ný, liggi ekki fyrir. Í næstu viku verði kallað eftir gögnum um málið frá rannsóknarlögreglunni. Í kjölfarið verði framtíð tollvarðarins hjá embættinu ákveðin. Í febrúar síðastliðnum féll dómur í máli konu sem sat í gæsluvarðhaldi í 117 vegna gruns um aðild að smygli á 20 lítrum af amfetamínbasa. Hún neitaði sök allan tímann og á endanum þótti sannað að framburður hennar var réttur. Í Héraðsdómi Reykjavíkur var ríkið dæmt til að greiða konunni bætur upp á tæpar tvær milljónir króna. Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Tollvörður sem sat í einangrun í fjórar vikur vegna gruns um aðild að fíkniefnainnflutningi, íhugar að höfða skaðabótamál á hendur ríkinu vegna vistarinnar. Sjö aðilar voru ákærðir vegna málsins í gær og var tollvörðurinn ekki þar á meðal. Mennirnir sem ákærðir voru í málinu eru grunaðir um að hafa reynt að smygla til landsins hátt í tuttugu kílóum af amfetamíni og einum komma sjö lítra af amfetamínbasa. Sex karlmenn voru í janúar og febrúar úrskurðaðir í gæsluvarðhald og var tollvörðurinn þar á meðal. Hann var í gæsluvarðhaldi í fjórar vikur og sætti einangrun allan þann tíma. Sjö menn voru síðan ákærðir í gær vegna málsins og er tollvörðurinn ekki þar á meðal. Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður tollvarðarins staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að til greina komi að fara í skaðabótamál við ríkið á grundvelli þess að hann hafi mátt dúsa í einangrun að ósekju. Ekki liggur fyrir hversu há bótakrafa verður ef farið verður í mál. Tollvörðurinn var leystur frá störfum tímabundið eftir að hann var handtekinn. Snorri Olsen, tollstjóri sagði í samtali við fréttastofu í dag að ákvörðun um hvort tollvörðurinn hefji störf hjá embættinu á ný, liggi ekki fyrir. Í næstu viku verði kallað eftir gögnum um málið frá rannsóknarlögreglunni. Í kjölfarið verði framtíð tollvarðarins hjá embættinu ákveðin. Í febrúar síðastliðnum féll dómur í máli konu sem sat í gæsluvarðhaldi í 117 vegna gruns um aðild að smygli á 20 lítrum af amfetamínbasa. Hún neitaði sök allan tímann og á endanum þótti sannað að framburður hennar var réttur. Í Héraðsdómi Reykjavíkur var ríkið dæmt til að greiða konunni bætur upp á tæpar tvær milljónir króna.
Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira