Tollvörðurinn íhugar skaðabótamál vegna gæsluvarðhalds Hjörtur Hjartarson skrifar 20. apríl 2013 19:07 Efnin komu til landsins í pósti. Tollvörður sem sat í einangrun í fjórar vikur vegna gruns um aðild að fíkniefnainnflutningi, íhugar að höfða skaðabótamál á hendur ríkinu vegna vistarinnar. Sjö aðilar voru ákærðir vegna málsins í gær og var tollvörðurinn ekki þar á meðal. Mennirnir sem ákærðir voru í málinu eru grunaðir um að hafa reynt að smygla til landsins hátt í tuttugu kílóum af amfetamíni og einum komma sjö lítra af amfetamínbasa. Sex karlmenn voru í janúar og febrúar úrskurðaðir í gæsluvarðhald og var tollvörðurinn þar á meðal. Hann var í gæsluvarðhaldi í fjórar vikur og sætti einangrun allan þann tíma. Sjö menn voru síðan ákærðir í gær vegna málsins og er tollvörðurinn ekki þar á meðal. Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður tollvarðarins staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að til greina komi að fara í skaðabótamál við ríkið á grundvelli þess að hann hafi mátt dúsa í einangrun að ósekju. Ekki liggur fyrir hversu há bótakrafa verður ef farið verður í mál. Tollvörðurinn var leystur frá störfum tímabundið eftir að hann var handtekinn. Snorri Olsen, tollstjóri sagði í samtali við fréttastofu í dag að ákvörðun um hvort tollvörðurinn hefji störf hjá embættinu á ný, liggi ekki fyrir. Í næstu viku verði kallað eftir gögnum um málið frá rannsóknarlögreglunni. Í kjölfarið verði framtíð tollvarðarins hjá embættinu ákveðin. Í febrúar síðastliðnum féll dómur í máli konu sem sat í gæsluvarðhaldi í 117 vegna gruns um aðild að smygli á 20 lítrum af amfetamínbasa. Hún neitaði sök allan tímann og á endanum þótti sannað að framburður hennar var réttur. Í Héraðsdómi Reykjavíkur var ríkið dæmt til að greiða konunni bætur upp á tæpar tvær milljónir króna. Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Tollvörður sem sat í einangrun í fjórar vikur vegna gruns um aðild að fíkniefnainnflutningi, íhugar að höfða skaðabótamál á hendur ríkinu vegna vistarinnar. Sjö aðilar voru ákærðir vegna málsins í gær og var tollvörðurinn ekki þar á meðal. Mennirnir sem ákærðir voru í málinu eru grunaðir um að hafa reynt að smygla til landsins hátt í tuttugu kílóum af amfetamíni og einum komma sjö lítra af amfetamínbasa. Sex karlmenn voru í janúar og febrúar úrskurðaðir í gæsluvarðhald og var tollvörðurinn þar á meðal. Hann var í gæsluvarðhaldi í fjórar vikur og sætti einangrun allan þann tíma. Sjö menn voru síðan ákærðir í gær vegna málsins og er tollvörðurinn ekki þar á meðal. Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður tollvarðarins staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að til greina komi að fara í skaðabótamál við ríkið á grundvelli þess að hann hafi mátt dúsa í einangrun að ósekju. Ekki liggur fyrir hversu há bótakrafa verður ef farið verður í mál. Tollvörðurinn var leystur frá störfum tímabundið eftir að hann var handtekinn. Snorri Olsen, tollstjóri sagði í samtali við fréttastofu í dag að ákvörðun um hvort tollvörðurinn hefji störf hjá embættinu á ný, liggi ekki fyrir. Í næstu viku verði kallað eftir gögnum um málið frá rannsóknarlögreglunni. Í kjölfarið verði framtíð tollvarðarins hjá embættinu ákveðin. Í febrúar síðastliðnum féll dómur í máli konu sem sat í gæsluvarðhaldi í 117 vegna gruns um aðild að smygli á 20 lítrum af amfetamínbasa. Hún neitaði sök allan tímann og á endanum þótti sannað að framburður hennar var réttur. Í Héraðsdómi Reykjavíkur var ríkið dæmt til að greiða konunni bætur upp á tæpar tvær milljónir króna.
Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira